Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 15:59 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. Gangi áform Icelandair eftir verður hægt að fljúga til og frá 42 áfangastöðum frá Norðurlandi með stuttu stoppi á Keflavíkurflugvelli yfir sumartímann í náinni framtíð. Þetta kom fram í erindi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group, á ráðstefnu Markaðsstofu Norðurlands í dag sem haldin var í Menningarhúsinu Hofi. Samkvæmt framtíðarsýninni verður flogið fram og til baka milli Akureyrar og Keflavíkur tvisvar á dag til að þjónusta farþega á leið til og frá Evrópu og Ameríku. Bogi sagði að það væri sameiginlegt verkefni að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið samhliða vexti ferðaþjónustunnar og að Icelandair tæki hlutverki sínu í þeirri þróun alvarlega. Flæði ferðamanna frá erlendum mörkuðum flugfélagsins til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar hafi stóraukist eftir að innanlandsflugið var fært inn í Icelandair og erlendum ferðamönnum gert auðveldar að bóka flug þangað með auðveldari hætti. Nú er unnið að því að stækka flugstöðina á Akureyri til að bæta aðstöðu fyrir utanlandsflug.ISAVIA Ýmislegt þurfi að ganga upp Forstjórinn sagði að Icelandair ætli að styrkja tengingarnar milli millilanda- og innanlandsflugsins enn frekar og sú vinna sé þegar hafin. Icelandair sæi veruleg tækifæri í þessari þróun. „Þetta gerist þó ekki á einni nóttu. Það þarf ýmislegt að ganga upp til þess að þessi framtíðarsýn okkar gangi eftir.“ Til að mynda þyrfti að bæta innviði fyrir innanlandsflug á Keflavíkurflugvelli með aðkomu Isavia og einfalda flæðið á flugvellinum. Ítrekað hefur verið reynt að viðhalda áætlunarflugi milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og síðast flaug Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair, milli áfangastaðanna árið 2018. Air Iceland Connect rann inn í Icelandair í mars 2021. Fréttir af flugi Icelandair Akureyri Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Gangi áform Icelandair eftir verður hægt að fljúga til og frá 42 áfangastöðum frá Norðurlandi með stuttu stoppi á Keflavíkurflugvelli yfir sumartímann í náinni framtíð. Þetta kom fram í erindi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group, á ráðstefnu Markaðsstofu Norðurlands í dag sem haldin var í Menningarhúsinu Hofi. Samkvæmt framtíðarsýninni verður flogið fram og til baka milli Akureyrar og Keflavíkur tvisvar á dag til að þjónusta farþega á leið til og frá Evrópu og Ameríku. Bogi sagði að það væri sameiginlegt verkefni að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið samhliða vexti ferðaþjónustunnar og að Icelandair tæki hlutverki sínu í þeirri þróun alvarlega. Flæði ferðamanna frá erlendum mörkuðum flugfélagsins til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar hafi stóraukist eftir að innanlandsflugið var fært inn í Icelandair og erlendum ferðamönnum gert auðveldar að bóka flug þangað með auðveldari hætti. Nú er unnið að því að stækka flugstöðina á Akureyri til að bæta aðstöðu fyrir utanlandsflug.ISAVIA Ýmislegt þurfi að ganga upp Forstjórinn sagði að Icelandair ætli að styrkja tengingarnar milli millilanda- og innanlandsflugsins enn frekar og sú vinna sé þegar hafin. Icelandair sæi veruleg tækifæri í þessari þróun. „Þetta gerist þó ekki á einni nóttu. Það þarf ýmislegt að ganga upp til þess að þessi framtíðarsýn okkar gangi eftir.“ Til að mynda þyrfti að bæta innviði fyrir innanlandsflug á Keflavíkurflugvelli með aðkomu Isavia og einfalda flæðið á flugvellinum. Ítrekað hefur verið reynt að viðhalda áætlunarflugi milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og síðast flaug Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair, milli áfangastaðanna árið 2018. Air Iceland Connect rann inn í Icelandair í mars 2021.
Fréttir af flugi Icelandair Akureyri Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45
Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15
Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00