Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2019 12:45 Flugfélaginu tókst ekki að auka hlutdeild erlendra ferðamanna. Vísir/Vilhelm - Fréttablaðið/Gunnar Air Iceland Connect hefur hætt við að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í haust. Þetta staðfestir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við Vísi. Um er að ræða annað stórt áfall fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi á stuttum tíma, en tilkynnt var um gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Superbreak í gær. Ferðaskrifstofan stóð fyrir umfangsmiklu beinu flugi milli Akureyrar og Bretlands. Í fyrra flaug Air Iceland Connect milli Keflavíkur og Akureyrar frá október fram í maí á þessu ári en ekki var flogið yfir sumartímann. Fyrirhugað var að hefja flug aftur á þessari flugleið í október á þessu ári en tekin hefur verið ákvörðun um að ekki verði af því. „Það er vegna fækkunar á farþegum í innanlandsflugi sem við sjáum ekki fram á að þetta flug muni bera sig í vetur og það er svona aðalskýringin á því af hverju við erum að gera þetta,“ segir Árni. Búið var að selja nokkur sæti með þessum flugferðum í vetur og verður þeim farþegum boðið að fá flug til Reykjavíkur í staðinn eða endurgreiðslu farmiða.Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna Að sögn Árna var markmiðið með flugleiðinni að reyna að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi og auka möguleika þeirra á því að fara með einfaldari hætti út á land. Það hafi þó ekki tekist sem skyldi: „Á síðasta vetri voru þetta mjög mikið Íslendingar, þannig að við vorum kannski ekki að ná eins mikið til erlendra ferðamanna og við hefðum viljað.“ Einungis var hægt að bóka flug milli Keflavíkur og Akureyrar sem tengiflug og hluta af millilandaflugi með Icelandair. Árni segir að dvalartími erlendra ferðamanna hér á landi sé yfirleitt skemmri yfir veturinn samanborið við sumartímann og meiri áhersla því lögð á að tengingar séu styttri og auðveldari. Þetta hafi skýrt þá ákvörðun flugfélagsins á að fljúga þessa leið einungis yfir vetrartímann.Annar kafli í sögunni endalausu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Air Iceland Connect hefur byrjað og síðan hætt að fljúga þarna á milli. Árni segir að ýmsar tilraunir hafi verið gerðar á undanförnum áratugum til að reyna að tengja betur saman millilandaflug og innanlandsflug. „En því miður þá hefur þetta ekki enn þá gengið upp sem skyldi og náð því flugi sem við hefðum viljað sjá.“ Heildarfækkun á farþegum hefur verið í innanlandsfluginu að undanförnu og mun flugfélagið bregðast við því með því að fljúga oftar minni vélum í stað stærri og í einhverjum tilvikum fækka ferðum. Árni segir fækkun erlendra ferðamanna og samdráttur í hagkerfinu bæði hafa áhrif á fjölda flugfarþega hjá félaginu: „Það eru um 20% á ársgrundvelli tæplega sem eru erlendir ferðamenn í innanlandsflugi, þannig að fækkun á þeim telur.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51 Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Air Iceland Connect hefur hætt við að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í haust. Þetta staðfestir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við Vísi. Um er að ræða annað stórt áfall fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi á stuttum tíma, en tilkynnt var um gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Superbreak í gær. Ferðaskrifstofan stóð fyrir umfangsmiklu beinu flugi milli Akureyrar og Bretlands. Í fyrra flaug Air Iceland Connect milli Keflavíkur og Akureyrar frá október fram í maí á þessu ári en ekki var flogið yfir sumartímann. Fyrirhugað var að hefja flug aftur á þessari flugleið í október á þessu ári en tekin hefur verið ákvörðun um að ekki verði af því. „Það er vegna fækkunar á farþegum í innanlandsflugi sem við sjáum ekki fram á að þetta flug muni bera sig í vetur og það er svona aðalskýringin á því af hverju við erum að gera þetta,“ segir Árni. Búið var að selja nokkur sæti með þessum flugferðum í vetur og verður þeim farþegum boðið að fá flug til Reykjavíkur í staðinn eða endurgreiðslu farmiða.Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna Að sögn Árna var markmiðið með flugleiðinni að reyna að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi og auka möguleika þeirra á því að fara með einfaldari hætti út á land. Það hafi þó ekki tekist sem skyldi: „Á síðasta vetri voru þetta mjög mikið Íslendingar, þannig að við vorum kannski ekki að ná eins mikið til erlendra ferðamanna og við hefðum viljað.“ Einungis var hægt að bóka flug milli Keflavíkur og Akureyrar sem tengiflug og hluta af millilandaflugi með Icelandair. Árni segir að dvalartími erlendra ferðamanna hér á landi sé yfirleitt skemmri yfir veturinn samanborið við sumartímann og meiri áhersla því lögð á að tengingar séu styttri og auðveldari. Þetta hafi skýrt þá ákvörðun flugfélagsins á að fljúga þessa leið einungis yfir vetrartímann.Annar kafli í sögunni endalausu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Air Iceland Connect hefur byrjað og síðan hætt að fljúga þarna á milli. Árni segir að ýmsar tilraunir hafi verið gerðar á undanförnum áratugum til að reyna að tengja betur saman millilandaflug og innanlandsflug. „En því miður þá hefur þetta ekki enn þá gengið upp sem skyldi og náð því flugi sem við hefðum viljað sjá.“ Heildarfækkun á farþegum hefur verið í innanlandsfluginu að undanförnu og mun flugfélagið bregðast við því með því að fljúga oftar minni vélum í stað stærri og í einhverjum tilvikum fækka ferðum. Árni segir fækkun erlendra ferðamanna og samdráttur í hagkerfinu bæði hafa áhrif á fjölda flugfarþega hjá félaginu: „Það eru um 20% á ársgrundvelli tæplega sem eru erlendir ferðamenn í innanlandsflugi, þannig að fækkun á þeim telur.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51 Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15
Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00
Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51