Viðskipti innlent

Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum

Kristján Már Unnarsson skrifar
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust en með minni Bombardier-vélum. Rætt var við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, í fréttum Stöðvar 2. 

Ferðaþjónustan á Norðurlandi lýsti yfir miklum vonbrigðum þegar flugfélagið tilkynnti í febrúar að beina fluginu milli Akureyrar og Keflavíkur yrði hætt frá 15. maí. Nú hefur félagið ákveðið að halda fluginu áfram í haust.

Sú breyting verður að nú er ætlunin að nota styttri gerðina, Q200, sem tekur 37 farþega, í stað þeirrar lengri, Q400, sem tekur 76 farþega. Árni segir hana henta betur, miðað við markaðsforsendur og þá reynslu sem fengist hefur.

Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Frá Akureyri verður flogið snemma á morgnana fjórum sinnum í viku til að ná morgunbrottförum millilandaflugsins frá Keflavík. Brottför frá Keflavík til Akureyrar verður svo síðdegis eftir að millilandavélar eftirmiðdagsins eru lentar. 

Árni segir að það hafi mest verið heimafólk fyrir norðan sem nýtti sér flugið og einkum sé verið að mæta þeirri eftirspurn. Hann segir að litið sé á þetta sem vetrarverkefni þegar fólk sæki í styttri ferðir og kveðst jafnframt vonast til að erlendir ferðamenn muni einnig nýta sér það að komast beint norður í flugi frá Keflavík. 

„Það eru klárlega tækifæri í því að ná inn erlendum ferðamönnum. Og þá er alltaf möguleikinn að stækka aftur, auka tíðni og stækka aftur í vélakosti. Þannig að þetta er það sem við sjáum svona sem skref til að fara hægt og rólega áfram í þessu verkefni,” segir Árni. 

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
1,99
12
116.626
SVN
0,1
8
70.820
EIK
0
1
20
ICEAIR
0
134
341.309
ORIGO
0
6
73.695

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,73
24
315.194
ARION
-1,1
45
999.063
LEQ
-1,08
1
15.658
HAGA
-1,06
11
373.720
ISB
-0,97
21
211.085
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.