Engan þarf að öfunda Gísli Rafn Ólafsson skrifar 25. apríl 2022 21:30 Spilling getur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir – sumar ljósar, aðrar lúmskar. Það er spilling þegar löggæslufólk tekur við mútum, eins og tíðkast sumsstaðar í heiminum. Lögreglan stöðvar bílinn þinn og segir að þú hafir brotið umferðarlög – en að þú getir sloppið við að fara fyrir dómara ef þú borgar smávægilega “sekt” sem lögreglumaðurinn stingur svo í vasann. Spilling er þó ekki alltaf svona augljós. Reyndar er augljós spilling bara toppurinn á ísjakanum – sem breiðir allverulega úr sér þegar við lítum á hvað leynist undir yfirborðinu. Spilling getur dulist í flóknum skrifræðisferlum og falið sig á bak við ýmiskonar formlegheit – og við þurfum raunar alls ekki að líta langt til þess að finna hana. Í þá tíð er Sjálfstæðisflokkurinn var í meirihluta í Reykjavík, til að mynda, tíðkaðist það að lóðum væri helst úthlutað til þeirra sem fyrst stoppuðu í Valhöll og lögðu inn í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins. Í Kópavogi hafði fyrirtæki í eigu eins bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins svo að segja einokunartangarhald á ákveðnum framkvæmdum innan sveitarfélagsins. Við þurfum ekki einu sinni að horfa til fortíðar í leit að spillingu því hún viðgengst enn í dag. Nýjasta útspilið snýst um að selja gömlum kunningjum og jafnvel ættingjum sínum ríkiseignir á þessum líka prýðilega afslætti. Þegar maður spyr hvernig í ósköpunum standi á því að fjármálaráðherra fái að selja pabba sínum banka fær maður hlægileg og mótsagnarkennd tilsvör. Við fáum að heyra að fjármálaráðherra þurfi bara ekkert að vita hverjum hann selur ríkiseign; honum beri ekkert að kanna hverjir séu að kaupa. Það mætti þá áætla að listinn yfir samþykkt tilboð gæti allt eins samanstaðið af hundrað skyldmennum Bjarna Benediktssonar, Dalton-bræðrum og Bjarnabófunum, og að það væri bara allt í fínasta, prýðilegasta lagi. Þetta er það sem stjórnarliðar vilja telja okkur trú um. Spilling er mislúmsk. Hún felur sig á bak við armslengdir og firrta ábyrgð. Hún réttlætir sig með illa rökstuddu orðagjálfri og afvegaleiðir með útúrsnúningum um túlkun smáatriða. Eftir situr almenningur þó með sárt ennið – og til að strá salti í sárið mæta stjórnarliðar upp í pontu og í fjölmiðlaviðtöl og söngla sjálfumglöð: “Engan þarf að öfunda!” Spilling á Íslandi er nefnilega ekki eins og spillingin þar sem lögreglumaðurinn stöðvar þig og biður þig um mútur. Spilling á Íslandi er líkari myglusvepp sem blómstrar milli veggjanna heima hjá okkur: ef við vöknum ekki til meðvitundar um hana og bregðumst við með afgerandi hætti er hætt við að okkur fari að finnast mygla bara frekar heimilisleg. Kósí jafnvel. Myglan mætir einn daginn, búin að láta sér vaxa skegg og við missum öll vitið. Kannski erum við þar nú þegar. Sátt við mygluna. Við erum nefnilega hætt að láta okkur bregða þegar spillingu bregður fyrir. Ráðherra gerist kannski uppvís að því að eiga aflandsfélög eða nýta sér innherjaupplýsingar til þess að selja hlut sinn í fyrirtækjum eða sjóðum dagana áður en almenningur tapar stórt á hruni þeirra. Við látum í okkur heyra í nokkra daga en svo gleymum við þessu öllu saman um leið og næsti skandall kemur upp. Við erum föst í hneykslishringekju. Við lítum í kringum okkur og öfundum frændfólk okkar í löndum sem við reynum að bera okkur saman við. Þar er ráðherrum og öðrum stjórnmálamönnum gert að taka pokann sinn ef svo mikið sem brotabrot af spillingunni sem við höfum vanist kæmi upp á yfirborðið. Á Íslandi er gott að vera myglaður. Samherjar þínir flykkjast allir til þess að slá upp skjaldborg í kringum mygluna og kóa með fram í rauðan dauðann – og þú gerir slíkt hið sama fyrir þau. Kannski er kominn tími til að stíga á bremsuna og hætta að fara hring eftir hring. Kannski er kominn tími til að við sem þjóð játum það fyrir sjálfum okkur að við séum orðin sjóveik og ringluð af óendanlegu sápuóperunni sem ríkisstjórnin okkar setur á svið dag eftir dag. Það er kominn tími á að við tileinkum okkur ný stjórnmál – heiðarlegri stjórnmál. Mörkum nýtt upphaf þar sem spilling fær ekki að þrífast. Nýtt upphaf þar sem unnið er í þágu almennings en ekki útvaldra vina og vandamanna. Ný stjórnmál í nýju samfélagi – þar sem siðferði og réttlæti fá að ráða meiru ekki flokksskírteini. Stjórnmál þar sem ábyrgð er öxluð þegar mistök eru gerð. Samfélag þar sem við sættum okkur ekki bara við mygluna. Öndum léttar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Spilling getur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir – sumar ljósar, aðrar lúmskar. Það er spilling þegar löggæslufólk tekur við mútum, eins og tíðkast sumsstaðar í heiminum. Lögreglan stöðvar bílinn þinn og segir að þú hafir brotið umferðarlög – en að þú getir sloppið við að fara fyrir dómara ef þú borgar smávægilega “sekt” sem lögreglumaðurinn stingur svo í vasann. Spilling er þó ekki alltaf svona augljós. Reyndar er augljós spilling bara toppurinn á ísjakanum – sem breiðir allverulega úr sér þegar við lítum á hvað leynist undir yfirborðinu. Spilling getur dulist í flóknum skrifræðisferlum og falið sig á bak við ýmiskonar formlegheit – og við þurfum raunar alls ekki að líta langt til þess að finna hana. Í þá tíð er Sjálfstæðisflokkurinn var í meirihluta í Reykjavík, til að mynda, tíðkaðist það að lóðum væri helst úthlutað til þeirra sem fyrst stoppuðu í Valhöll og lögðu inn í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins. Í Kópavogi hafði fyrirtæki í eigu eins bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins svo að segja einokunartangarhald á ákveðnum framkvæmdum innan sveitarfélagsins. Við þurfum ekki einu sinni að horfa til fortíðar í leit að spillingu því hún viðgengst enn í dag. Nýjasta útspilið snýst um að selja gömlum kunningjum og jafnvel ættingjum sínum ríkiseignir á þessum líka prýðilega afslætti. Þegar maður spyr hvernig í ósköpunum standi á því að fjármálaráðherra fái að selja pabba sínum banka fær maður hlægileg og mótsagnarkennd tilsvör. Við fáum að heyra að fjármálaráðherra þurfi bara ekkert að vita hverjum hann selur ríkiseign; honum beri ekkert að kanna hverjir séu að kaupa. Það mætti þá áætla að listinn yfir samþykkt tilboð gæti allt eins samanstaðið af hundrað skyldmennum Bjarna Benediktssonar, Dalton-bræðrum og Bjarnabófunum, og að það væri bara allt í fínasta, prýðilegasta lagi. Þetta er það sem stjórnarliðar vilja telja okkur trú um. Spilling er mislúmsk. Hún felur sig á bak við armslengdir og firrta ábyrgð. Hún réttlætir sig með illa rökstuddu orðagjálfri og afvegaleiðir með útúrsnúningum um túlkun smáatriða. Eftir situr almenningur þó með sárt ennið – og til að strá salti í sárið mæta stjórnarliðar upp í pontu og í fjölmiðlaviðtöl og söngla sjálfumglöð: “Engan þarf að öfunda!” Spilling á Íslandi er nefnilega ekki eins og spillingin þar sem lögreglumaðurinn stöðvar þig og biður þig um mútur. Spilling á Íslandi er líkari myglusvepp sem blómstrar milli veggjanna heima hjá okkur: ef við vöknum ekki til meðvitundar um hana og bregðumst við með afgerandi hætti er hætt við að okkur fari að finnast mygla bara frekar heimilisleg. Kósí jafnvel. Myglan mætir einn daginn, búin að láta sér vaxa skegg og við missum öll vitið. Kannski erum við þar nú þegar. Sátt við mygluna. Við erum nefnilega hætt að láta okkur bregða þegar spillingu bregður fyrir. Ráðherra gerist kannski uppvís að því að eiga aflandsfélög eða nýta sér innherjaupplýsingar til þess að selja hlut sinn í fyrirtækjum eða sjóðum dagana áður en almenningur tapar stórt á hruni þeirra. Við látum í okkur heyra í nokkra daga en svo gleymum við þessu öllu saman um leið og næsti skandall kemur upp. Við erum föst í hneykslishringekju. Við lítum í kringum okkur og öfundum frændfólk okkar í löndum sem við reynum að bera okkur saman við. Þar er ráðherrum og öðrum stjórnmálamönnum gert að taka pokann sinn ef svo mikið sem brotabrot af spillingunni sem við höfum vanist kæmi upp á yfirborðið. Á Íslandi er gott að vera myglaður. Samherjar þínir flykkjast allir til þess að slá upp skjaldborg í kringum mygluna og kóa með fram í rauðan dauðann – og þú gerir slíkt hið sama fyrir þau. Kannski er kominn tími til að stíga á bremsuna og hætta að fara hring eftir hring. Kannski er kominn tími til að við sem þjóð játum það fyrir sjálfum okkur að við séum orðin sjóveik og ringluð af óendanlegu sápuóperunni sem ríkisstjórnin okkar setur á svið dag eftir dag. Það er kominn tími á að við tileinkum okkur ný stjórnmál – heiðarlegri stjórnmál. Mörkum nýtt upphaf þar sem spilling fær ekki að þrífast. Nýtt upphaf þar sem unnið er í þágu almennings en ekki útvaldra vina og vandamanna. Ný stjórnmál í nýju samfélagi – þar sem siðferði og réttlæti fá að ráða meiru ekki flokksskírteini. Stjórnmál þar sem ábyrgð er öxluð þegar mistök eru gerð. Samfélag þar sem við sættum okkur ekki bara við mygluna. Öndum léttar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun