Aukaatriðin og aðalatriðin Páll Magnússon skrifar 25. apríl 2022 13:30 Mér þótti athyglisvert að lesa hér á Vísi að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefði sagt þetta á Sprengisandi í gærmorgun: „Páll Magnússon veður fram á ritvöllinn og segist hafa heyrt í manni sem skráði sig fyrir bréfum og seldi þau daginn eftir. Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir.“ Þessi fullyrðing ráðherrans er röng. Og kemur nokkuð á óvart að maður sem sjálfur hefur víðtæka reynslu af allskonar viðskiptavafningum frá því fyrir hrun skuli halda þessu fram. Það var hægt að selja þessi bréf strax daginn eftir. Í fyrsta lagi, segja mér fróðari menn, var hægt að selja þau í gegnum framvirka samninga af ýmsu tagi; í öðru lagi var hægt að selja þau til þriðja aðila með þeim einföldu skilmálum að uppgjör og afhending færi fram eftir sex daga - að loknu uppgjöri seljandans við Bankasýsluna. Þriðja leiðin var síðan einföldust og fljótlegust, hafi kaupandinn átt fyrir jafnmörg eða fleiri bréf í Íslandsbanka: Kostaboðinu tekið – milljón bréf keypt með afslætti á genginu 117 – og jafnmörg bréf úr gamla stabbanum seld þegar þau voru komin upp í 127 í Kauphöllinni daginn eftir. Vissulega ekki ‘’sömu’’ bréfin og hann fékkst beinlínis í hendur en ‘’snúningurinn’’ sá sami og sömu 10 milljónirnar komnar í hús. Eignarhlutur viðkomandi í Íslandsbanka sá sami fyrir og eftir - og ekkert hafði gerst annað en að hann græddi þessar 10 milljónir á meðan hann svaf. En tæknileg útfærsla á þessum viðskiptum er raunar algjört aukaatriði en menn hengja sig gjarnan einmitt í þau ef þeir eiga í erfiðleikum með aðalatriðin. Þessi hluti málsins snýst fyrst og fremst um það hvernig þeir aðilar, sem fengu þetta kostaboð um afslátt að kvöldi 22. mars, voru valdir. Ekki um það hvernig margir þeirra stóðu tæknilega að sölu bréfanna aftur dagana á eftir með skjótfengnum gróða. Öllum markmiðum náð? Fjármálaráðherra segir að öllum meginmarkmiðum með bankasölunni hafi verið náð: ‘’Allt sem við sögðum að við vildum ná fram, gott verð, dreifður eigendahópur að fá almenning, fjárfesta og lífeyrissjóði. Við höfum náð þessu öllu saman.“ Var aldrei eitt af markmiðunum að selja þessi bréf í sæmilegri sátt við eigendur þeirra – almenning í landinu? Var ekki eitt af markmiðunum að standa þannig að málum að ekki yrðu unnar skemmdir á þeim trúnaði og trausti milli stjórnvalda og almennings sem löturhægt og bítandi hefur verið að byggjast upp aftur eftir bankahrunið? Náðust þessi markmið - eða voru þau aldrei fyrir hendi? Ég tek fram að ég er sammála ráðherranum um að fjárhagslega getur ríkið ágætlega við þessa bankasölu unað. Það sem tapaðist er hins vegar miklu verðmætara en nokkrir milljarðar til eða frá. Færslan Til upplýsingar fyrir þá sem ekki sáu læt ég hér fylgja facebookfærsluna frá 9. apríl sem hefur valdið svo mikilli geðshræringu. Hún stendur óhögguð. „Saga af bankasölu. Að kvöldi 22. mars var hringt í vel stæðan kunningja minn og spurt hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka. Hann gæti líklega orðið 10 milljónum ríkari þegar hann vaknaði í fyrramálið en þegar hann færi að sofa í kvöld! Sá sem hringdi var vinur kunningja míns og starfsmaður hjá einum af söluaðilum bréfanna. Þetta þótti kunningja mínum stórsniðugt og keypti um milljón hluti á 117 krónur - 5 króna afsláttur frá síðasta skráða markaðsgengi sem var 122. Við fyrsta hanagal morguninn eftir seldi svo kunningi minn bréfin á genginu 127. Loforð vinar hans frá því kvöldið áður stóðst nánast upp á krónu: Kunningi minn græddi um 10 milljónir á þessum tveimur símtölum; tæplega 1,5 milljónir á klukkutíma á meðan hann svaf. Um svipað leyti og þessi kunningi minn fékk tilboð um að kaupa á 117 krónur - var hafnað tilboði frá stórum lífeyrissjóði sem vildi kaupa fyrir meira en 10 milljarða króna á genginu 122 krónur. Þurfti sem sagt engan afslátt - hefði keypt þótt hann væri ekki í boði. Svo komu menn hver um annan þveran; fjármálaráðherrann, Bankasýsluforingjarnir og jafnvel nokkrir þingmenn og útskýrðu fyrir okkur einfeldningunum hvað þetta hefði verið gríðarlega vel heppnað útboð. Einmitt.“ Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Mér þótti athyglisvert að lesa hér á Vísi að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefði sagt þetta á Sprengisandi í gærmorgun: „Páll Magnússon veður fram á ritvöllinn og segist hafa heyrt í manni sem skráði sig fyrir bréfum og seldi þau daginn eftir. Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir.“ Þessi fullyrðing ráðherrans er röng. Og kemur nokkuð á óvart að maður sem sjálfur hefur víðtæka reynslu af allskonar viðskiptavafningum frá því fyrir hrun skuli halda þessu fram. Það var hægt að selja þessi bréf strax daginn eftir. Í fyrsta lagi, segja mér fróðari menn, var hægt að selja þau í gegnum framvirka samninga af ýmsu tagi; í öðru lagi var hægt að selja þau til þriðja aðila með þeim einföldu skilmálum að uppgjör og afhending færi fram eftir sex daga - að loknu uppgjöri seljandans við Bankasýsluna. Þriðja leiðin var síðan einföldust og fljótlegust, hafi kaupandinn átt fyrir jafnmörg eða fleiri bréf í Íslandsbanka: Kostaboðinu tekið – milljón bréf keypt með afslætti á genginu 117 – og jafnmörg bréf úr gamla stabbanum seld þegar þau voru komin upp í 127 í Kauphöllinni daginn eftir. Vissulega ekki ‘’sömu’’ bréfin og hann fékkst beinlínis í hendur en ‘’snúningurinn’’ sá sami og sömu 10 milljónirnar komnar í hús. Eignarhlutur viðkomandi í Íslandsbanka sá sami fyrir og eftir - og ekkert hafði gerst annað en að hann græddi þessar 10 milljónir á meðan hann svaf. En tæknileg útfærsla á þessum viðskiptum er raunar algjört aukaatriði en menn hengja sig gjarnan einmitt í þau ef þeir eiga í erfiðleikum með aðalatriðin. Þessi hluti málsins snýst fyrst og fremst um það hvernig þeir aðilar, sem fengu þetta kostaboð um afslátt að kvöldi 22. mars, voru valdir. Ekki um það hvernig margir þeirra stóðu tæknilega að sölu bréfanna aftur dagana á eftir með skjótfengnum gróða. Öllum markmiðum náð? Fjármálaráðherra segir að öllum meginmarkmiðum með bankasölunni hafi verið náð: ‘’Allt sem við sögðum að við vildum ná fram, gott verð, dreifður eigendahópur að fá almenning, fjárfesta og lífeyrissjóði. Við höfum náð þessu öllu saman.“ Var aldrei eitt af markmiðunum að selja þessi bréf í sæmilegri sátt við eigendur þeirra – almenning í landinu? Var ekki eitt af markmiðunum að standa þannig að málum að ekki yrðu unnar skemmdir á þeim trúnaði og trausti milli stjórnvalda og almennings sem löturhægt og bítandi hefur verið að byggjast upp aftur eftir bankahrunið? Náðust þessi markmið - eða voru þau aldrei fyrir hendi? Ég tek fram að ég er sammála ráðherranum um að fjárhagslega getur ríkið ágætlega við þessa bankasölu unað. Það sem tapaðist er hins vegar miklu verðmætara en nokkrir milljarðar til eða frá. Færslan Til upplýsingar fyrir þá sem ekki sáu læt ég hér fylgja facebookfærsluna frá 9. apríl sem hefur valdið svo mikilli geðshræringu. Hún stendur óhögguð. „Saga af bankasölu. Að kvöldi 22. mars var hringt í vel stæðan kunningja minn og spurt hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka. Hann gæti líklega orðið 10 milljónum ríkari þegar hann vaknaði í fyrramálið en þegar hann færi að sofa í kvöld! Sá sem hringdi var vinur kunningja míns og starfsmaður hjá einum af söluaðilum bréfanna. Þetta þótti kunningja mínum stórsniðugt og keypti um milljón hluti á 117 krónur - 5 króna afsláttur frá síðasta skráða markaðsgengi sem var 122. Við fyrsta hanagal morguninn eftir seldi svo kunningi minn bréfin á genginu 127. Loforð vinar hans frá því kvöldið áður stóðst nánast upp á krónu: Kunningi minn græddi um 10 milljónir á þessum tveimur símtölum; tæplega 1,5 milljónir á klukkutíma á meðan hann svaf. Um svipað leyti og þessi kunningi minn fékk tilboð um að kaupa á 117 krónur - var hafnað tilboði frá stórum lífeyrissjóði sem vildi kaupa fyrir meira en 10 milljarða króna á genginu 122 krónur. Þurfti sem sagt engan afslátt - hefði keypt þótt hann væri ekki í boði. Svo komu menn hver um annan þveran; fjármálaráðherrann, Bankasýsluforingjarnir og jafnvel nokkrir þingmenn og útskýrðu fyrir okkur einfeldningunum hvað þetta hefði verið gríðarlega vel heppnað útboð. Einmitt.“ Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun