Ætla í hart gegn lykilorðadeilingu eftir að áskrifendum fækkaði fyrsta sinn í áratug Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2022 09:51 Forsvarsmenn Netflix ætla í hart við fólk sem deilir lykilorðum sínum með öðrum. Getty/Aaron P Streymisveitan Netflix tapaði áskrifendum í fyrsta sinn í tíu ár á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Í kjölfar birtingar ársfjórðungsuppgjörsins lækkaði virði hlutabréfa félagsins um meira en fjórðung. Á fyrsta fjórðungi síðasta árs fjölgaði áskrifendum um tæpar fjórar milljónir. Áskrifendum fækkaði um tvö hundruð þúsund á fjórðungnum en forsvarsmenn Netflix segja það vegna aukinnar samkeppni, þess að fólk deili lykilorðum sín á milli, verðbólgu og jafnvel vegna innrásarinnar í Úkraínu. Tekjur Netflix jukust um 9,8 prósent og voru rúmar 7,8 milljarðar dala. Í bréfi til hluthafa skrifaðu forsvarsmenn Netflix að töluvert hefði hægt á tekjuvexti. Streymi sjónvarpsefnis væri vinsælla en línulegt sjónvarp og Netflix væri mjög vinsælt. Hins vegar væru mjög margir sem brytu reglur streymisveitunnar með því að deila lykilorðum sínum með öðrum. Áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Til stendur að reyna að sporna gegn því, samkvæmt frétt BBC. Innrásin kostaði 700 þúsund áskrifendur Þá segir Netflix að það að hætta viðskiptum í Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafi kostað fyrirtækið um 700 þúsund áskrifendur. Aðrir 600 þúsund hafi hætt í Bandaríkjunum og Kanada eftir að verðhækkun. Síðast fækkaði áskrifendum Netflix á þriðja ársfjórðungi 2011. Forsvarsmenn Netflix hafði spáð því að áskrifendum myndi fjölga um 2,5 milljónir á fyrsta fjórðungi þessa árs en eins og áður hefur komið fram fækkaði þeim um tvö hundruð þúsund. Nú spáir Netflix því að áskrifendum muni fækka um tvær milljónir á næsta fjórðungi, samkvæmt frétt CNBC. Miðillinn hefur eftir Reed Hastings, framkvæmdastjóra, að verið sé að kanna að fjölga áskriftarleiðum og þar á meðal ódýrari áskriftarleiðum þar sem áskrifendur þyrftu að horfa á auglýsingar. Hingað til hafa forsvarsmenn Netflix verið á móti tillögum um slíkar áskriftarleiðir. Áhugasamir geta fundið uppgjörið og aðrar upplýsingar hér á vef Netflix. Netflix Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Á fyrsta fjórðungi síðasta árs fjölgaði áskrifendum um tæpar fjórar milljónir. Áskrifendum fækkaði um tvö hundruð þúsund á fjórðungnum en forsvarsmenn Netflix segja það vegna aukinnar samkeppni, þess að fólk deili lykilorðum sín á milli, verðbólgu og jafnvel vegna innrásarinnar í Úkraínu. Tekjur Netflix jukust um 9,8 prósent og voru rúmar 7,8 milljarðar dala. Í bréfi til hluthafa skrifaðu forsvarsmenn Netflix að töluvert hefði hægt á tekjuvexti. Streymi sjónvarpsefnis væri vinsælla en línulegt sjónvarp og Netflix væri mjög vinsælt. Hins vegar væru mjög margir sem brytu reglur streymisveitunnar með því að deila lykilorðum sínum með öðrum. Áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Til stendur að reyna að sporna gegn því, samkvæmt frétt BBC. Innrásin kostaði 700 þúsund áskrifendur Þá segir Netflix að það að hætta viðskiptum í Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafi kostað fyrirtækið um 700 þúsund áskrifendur. Aðrir 600 þúsund hafi hætt í Bandaríkjunum og Kanada eftir að verðhækkun. Síðast fækkaði áskrifendum Netflix á þriðja ársfjórðungi 2011. Forsvarsmenn Netflix hafði spáð því að áskrifendum myndi fjölga um 2,5 milljónir á fyrsta fjórðungi þessa árs en eins og áður hefur komið fram fækkaði þeim um tvö hundruð þúsund. Nú spáir Netflix því að áskrifendum muni fækka um tvær milljónir á næsta fjórðungi, samkvæmt frétt CNBC. Miðillinn hefur eftir Reed Hastings, framkvæmdastjóra, að verið sé að kanna að fjölga áskriftarleiðum og þar á meðal ódýrari áskriftarleiðum þar sem áskrifendur þyrftu að horfa á auglýsingar. Hingað til hafa forsvarsmenn Netflix verið á móti tillögum um slíkar áskriftarleiðir. Áhugasamir geta fundið uppgjörið og aðrar upplýsingar hér á vef Netflix.
Netflix Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira