Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 19. apríl 2022 08:01 Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. Viðskiptaráðherra beindi gagnrýni sinni sömuleiðis að Katrínu Jakobsdóttur, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál með viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra. Þar segist Lilja hafa greint frá áhyggjum sínum vegna þeirrar aðferðafræði sem beita átti við söluna. Hún kveðst hafa komið sínum sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Forsætisráðherra hefur látið sér nægja að segja enga bókun liggja fyrir en hefur í engu svarað hvort það rétt sé að viðskiptaráðherra hafi mótmælt því að selja hlutinn í lokuðu útboði. Þessir þrír ráðherrar höfðu mest um söluna að segja. Var óeining innan ríkisstjórnar? Viðskiptaráðherra hefur ekki aðeins talað um ágreining og pólitíska ábyrgð fjármálaráðherra. Hún hefur lía sagt að „það muni koma meira í ljós í þessu máli á komandi dögum“. Þess vegna verður forsætisráðherra að greina frá því hverjar umræður voru á ráðherrafundi um efnahagsmál í aðdraganda útboðsins sem og á ríkisstjórnarfundum. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra hafi tjáð sig um umræður á þessum fundum, en auðvitað ´s almenningur á allan rétt á því að fá þessar upplýsingar. Um er að ræða sölu í þriðja stærsta hlutafjárútboði Íslandssögunnar upp á 52,5 milljarða króna. Hagsmunir almennings kalla á að upplýst verði hvernig sú ákvörðun var tekin innan ríkisstjórnarinnar að fara í lokað útboð. Almannahagsmunamál að upplýsa um aðdragandann Ábyrgð viðskiptaráðherra hefur líka þýðingu. Siðareglur ráðherra fjalla um upplýsingagjöf ráðherra til almennings: Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu. Siðareglur ráðherra eru skýrar um frumkvæði ráðherra um upplýsingar sem varða almannahag. Skyldur ráðherra gagnvart Alþingi eru enn ríkari. Sú ákvörðun ráðherrans að greina Alþingi ekki frá áhyggjum sínum í svo stóru almannahagsmunamáli er auðvitað sérstök svo ekki sé fastar að orði kveðið. Var viðskiptaráðherra einangruð um þessa afstöðu sína innan ríkisstjórnar og jafnvel innan Framsóknarflokksins? Spurningar til forsætisráðherra Ríkisstjórnin hefur verið utan þjónustusvæðis alla páskana og ekkert viljað tjá sig um stærsta pólitíska mál dagsins í dag. Ég sendi þess vegna skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra með ósk um skrifleg svör. Viðskiptaráðherra hefur greint opinberlega frá því að hafa verið mótfallin aðferðafræði við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka þann 22. mars sl. Hún hafi ekki viljað að bréf yrðu seld til valins hóps fjárfesta og að fátt komi henni á óvart um það hver útkoman varð. Viðskiptaráðherra hefur jafnframt greint frá að hafa komið sjónarmiðum þar um skýrt á framfæri í aðdraganda útboðs. Með hvaða rökum hafnaði forsætisráðherra sjónarmiðum og viðvörunarorðum viðskiptaráðherra? Með hvaða rökum féllst forsætisráðherra á það fyrirkomulag sölunnar sem fjármálaráðherra lagði til? Telur forsætisráðherra að viðskiptaráðherra kunni að hafa gerst brotleg við siðareglur ráðherra með því að upplýsa ekki um þessi sjónarmið opinberlega fyrr en eftir að útboð hafði farið fram, en siðareglur ráðherra mæla fyrir um að ráðherra leyni ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess? Hefur forsætisráðherra skoðun á því hvort efni voru til að fjármálaráðherra hefði átt að víkja sæti við meðferð þessa máls á einhverju stigi málsins vegna sjónarmiða um vanhæfi? Í 3. gr. laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru raktar meginreglur sem gilda við sölumeðferð. Þar segir að þess skuli gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skuli við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Hvers vegna var látið hjá líða að fara að þessum skilyrðum laga? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. Viðskiptaráðherra beindi gagnrýni sinni sömuleiðis að Katrínu Jakobsdóttur, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál með viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra. Þar segist Lilja hafa greint frá áhyggjum sínum vegna þeirrar aðferðafræði sem beita átti við söluna. Hún kveðst hafa komið sínum sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Forsætisráðherra hefur látið sér nægja að segja enga bókun liggja fyrir en hefur í engu svarað hvort það rétt sé að viðskiptaráðherra hafi mótmælt því að selja hlutinn í lokuðu útboði. Þessir þrír ráðherrar höfðu mest um söluna að segja. Var óeining innan ríkisstjórnar? Viðskiptaráðherra hefur ekki aðeins talað um ágreining og pólitíska ábyrgð fjármálaráðherra. Hún hefur lía sagt að „það muni koma meira í ljós í þessu máli á komandi dögum“. Þess vegna verður forsætisráðherra að greina frá því hverjar umræður voru á ráðherrafundi um efnahagsmál í aðdraganda útboðsins sem og á ríkisstjórnarfundum. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra hafi tjáð sig um umræður á þessum fundum, en auðvitað ´s almenningur á allan rétt á því að fá þessar upplýsingar. Um er að ræða sölu í þriðja stærsta hlutafjárútboði Íslandssögunnar upp á 52,5 milljarða króna. Hagsmunir almennings kalla á að upplýst verði hvernig sú ákvörðun var tekin innan ríkisstjórnarinnar að fara í lokað útboð. Almannahagsmunamál að upplýsa um aðdragandann Ábyrgð viðskiptaráðherra hefur líka þýðingu. Siðareglur ráðherra fjalla um upplýsingagjöf ráðherra til almennings: Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu. Siðareglur ráðherra eru skýrar um frumkvæði ráðherra um upplýsingar sem varða almannahag. Skyldur ráðherra gagnvart Alþingi eru enn ríkari. Sú ákvörðun ráðherrans að greina Alþingi ekki frá áhyggjum sínum í svo stóru almannahagsmunamáli er auðvitað sérstök svo ekki sé fastar að orði kveðið. Var viðskiptaráðherra einangruð um þessa afstöðu sína innan ríkisstjórnar og jafnvel innan Framsóknarflokksins? Spurningar til forsætisráðherra Ríkisstjórnin hefur verið utan þjónustusvæðis alla páskana og ekkert viljað tjá sig um stærsta pólitíska mál dagsins í dag. Ég sendi þess vegna skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra með ósk um skrifleg svör. Viðskiptaráðherra hefur greint opinberlega frá því að hafa verið mótfallin aðferðafræði við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka þann 22. mars sl. Hún hafi ekki viljað að bréf yrðu seld til valins hóps fjárfesta og að fátt komi henni á óvart um það hver útkoman varð. Viðskiptaráðherra hefur jafnframt greint frá að hafa komið sjónarmiðum þar um skýrt á framfæri í aðdraganda útboðs. Með hvaða rökum hafnaði forsætisráðherra sjónarmiðum og viðvörunarorðum viðskiptaráðherra? Með hvaða rökum féllst forsætisráðherra á það fyrirkomulag sölunnar sem fjármálaráðherra lagði til? Telur forsætisráðherra að viðskiptaráðherra kunni að hafa gerst brotleg við siðareglur ráðherra með því að upplýsa ekki um þessi sjónarmið opinberlega fyrr en eftir að útboð hafði farið fram, en siðareglur ráðherra mæla fyrir um að ráðherra leyni ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess? Hefur forsætisráðherra skoðun á því hvort efni voru til að fjármálaráðherra hefði átt að víkja sæti við meðferð þessa máls á einhverju stigi málsins vegna sjónarmiða um vanhæfi? Í 3. gr. laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru raktar meginreglur sem gilda við sölumeðferð. Þar segir að þess skuli gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skuli við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Hvers vegna var látið hjá líða að fara að þessum skilyrðum laga? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar