Lestrarfærni nemenda í grunnskólum Reykjavíkur þarf að bæta Helgi Áss Grétarsson og Jórunn Pála Jónasdóttir skrifa 16. apríl 2022 09:00 Í október 2020 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn til að gerð yrði úttekt á kynbundnum mun á námsárangri í leik- og grunnskóla, með sérstakri áherslu á færni nemenda að lesa íslensku. Í framhaldinu fékk Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar tillöguna til umfjöllunar og eftir 18 mánaða málsmeðferðatíma var henni vísað frá af núverandi meirihluta borgarstjórnar á fundi ráðsins, hinn 22. mars síðastliðinn. Þessi afgreiðsla tillögunnar sýnir svart á hvítu þá forgangsröðun sem meirihlutinn stendur fyrir. Og það þrátt fyrir að embættismenn Reykjavíkurborgar tækju undir áhyggjur af þessu málefni og bentu á að tillagan væri framkvæmanleg. Samfélagslegt mein, bæði til skemmri og lengri tíma Samkvæmt PISA könnun frá árinu 2018 geta 34% drengja ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla hér á landi á meðan sama hlutfall fyrir stúlkur er 19%. Ástæða er til að ætla að þessi staða hafi ekki farið batnandi undanfarin ár, sbr. t.d. mat tveggja reynslumikilla kennara á grunnskólastigi í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni hinn 10. apríl síðastliðinn. Núverandi menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, lét hafa eftir sér í viðtali, sem birt var á mbl.is. hinn 15. apríl sl., „að sérstaklega slæmt gengi ungra drengja í lestri stafa af mikilli netnotkun og síaukinni einangrun ungra drengja vegna tölvuleikja og annars“. Í fjölmiðlaviðtali í byrjun september 2020 taldi sérfræðingur á þessu sviði, prófessorinn, Hermundur Sigmundsson, að ástæða væri til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu drengja í íslenska skólakerfinu og hann fyndi fyrir „mikilli mótstöðu ef maður er einfaldlega að benda á stöðuna“ og það væri „enginn að ræða þessi mál“. Þöggun um svona mikilvægt samfélagslegt mein getur ekki verið til bóta. Réttur til menntunar og fræðslu við sitt hæfi Hafa þarf hugfast að réttur barna til menntunar og fræðslu við sitt hæfi er stjórnarskrárbundinn. Ábyrgð sveitarfélaganna er rík, því með lögum um grunnskóla hefur þessi réttur verið nánar útfærður og opinberum aðilum, meðal annars sveitarfélögum, verið falið að sinna því verkefni. Hvort sem leið nemanda liggur að loknu grunnskólanámi til áframhaldandi bóknáms eða verknáms er það að geta lesið sér til gagns og gamans mikilvægur lykill að samfélaginu. Full þörf er á því að námsárangur drengja í grunnskólum Reykjavíkur sé tekinn til sérstakrar skoðunar og fundnar séu markvissar leiðir til að bæta árangur þeirra í grunnskólakerfinu. Helgi Áss Grétarsson skipar 7. sæti og Jórunn Pála Jónasdóttir 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Helgi Áss Grétarsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Í október 2020 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn til að gerð yrði úttekt á kynbundnum mun á námsárangri í leik- og grunnskóla, með sérstakri áherslu á færni nemenda að lesa íslensku. Í framhaldinu fékk Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar tillöguna til umfjöllunar og eftir 18 mánaða málsmeðferðatíma var henni vísað frá af núverandi meirihluta borgarstjórnar á fundi ráðsins, hinn 22. mars síðastliðinn. Þessi afgreiðsla tillögunnar sýnir svart á hvítu þá forgangsröðun sem meirihlutinn stendur fyrir. Og það þrátt fyrir að embættismenn Reykjavíkurborgar tækju undir áhyggjur af þessu málefni og bentu á að tillagan væri framkvæmanleg. Samfélagslegt mein, bæði til skemmri og lengri tíma Samkvæmt PISA könnun frá árinu 2018 geta 34% drengja ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla hér á landi á meðan sama hlutfall fyrir stúlkur er 19%. Ástæða er til að ætla að þessi staða hafi ekki farið batnandi undanfarin ár, sbr. t.d. mat tveggja reynslumikilla kennara á grunnskólastigi í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni hinn 10. apríl síðastliðinn. Núverandi menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, lét hafa eftir sér í viðtali, sem birt var á mbl.is. hinn 15. apríl sl., „að sérstaklega slæmt gengi ungra drengja í lestri stafa af mikilli netnotkun og síaukinni einangrun ungra drengja vegna tölvuleikja og annars“. Í fjölmiðlaviðtali í byrjun september 2020 taldi sérfræðingur á þessu sviði, prófessorinn, Hermundur Sigmundsson, að ástæða væri til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu drengja í íslenska skólakerfinu og hann fyndi fyrir „mikilli mótstöðu ef maður er einfaldlega að benda á stöðuna“ og það væri „enginn að ræða þessi mál“. Þöggun um svona mikilvægt samfélagslegt mein getur ekki verið til bóta. Réttur til menntunar og fræðslu við sitt hæfi Hafa þarf hugfast að réttur barna til menntunar og fræðslu við sitt hæfi er stjórnarskrárbundinn. Ábyrgð sveitarfélaganna er rík, því með lögum um grunnskóla hefur þessi réttur verið nánar útfærður og opinberum aðilum, meðal annars sveitarfélögum, verið falið að sinna því verkefni. Hvort sem leið nemanda liggur að loknu grunnskólanámi til áframhaldandi bóknáms eða verknáms er það að geta lesið sér til gagns og gamans mikilvægur lykill að samfélaginu. Full þörf er á því að námsárangur drengja í grunnskólum Reykjavíkur sé tekinn til sérstakrar skoðunar og fundnar séu markvissar leiðir til að bæta árangur þeirra í grunnskólakerfinu. Helgi Áss Grétarsson skipar 7. sæti og Jórunn Pála Jónasdóttir 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða 14. maí 2022.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun