„Finnst við með betra lið og mjög gott lið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2022 19:04 Bjarki Már Elísson skoraði ellefu mörk úr þrettán skotum gegn Austurríki. stöð 2 sport Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan. „Sigurinn hefði getað verið stærri. Við gerðum okkur seka um mistök bæði í vörn og sókn um miðbik seinni hálfleiks sem koma þeim inn í leikinn og þeir fengu blóð á tennurnar,“ sagði Bjarki í samtali við Vísi eftir leikinn í Bregenz í dag. „Svo náðum við aftur að spyrna okkur aðeins aftur frá þeim sem er jákvætt. Þetta var sigur, fjögur mörk, og ákveðin þroskamerki á liðinu. Við vorum ekkert frábærir en vorum samt alltaf skrefinu á undan. Við tökum eitthvað út úr þessu.“ Klippa: Viðtal við Bjarka Má Íslenska vörnin var ekki upp á sitt besta í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem Austurríki skoraði sautján mörk. En sóknin var mjög góð þrátt fyrir að góð færi hafi farið í súginn. „Við klikkuðum á dauðafærum og hefðum hæglega getað skorað fjörutíu mörk. Við þurfum að gera betur í vörninni. Mér fannst við ekki ná að stoppa þá nógu oft. Það kom oft síðasta sending þar sem við héldum að við værum komnir með fríkastið. En þetta eru bara hlutir til að laga fyrir laugardaginn,“ sagði Bjarki og vísaði til seinni leiks Íslands og Austurríkis á Ásvöllum. Bjarki segir að íslenska liðið sé sterkara en það austurríska og er brattur fyrir seinni leikinn á laugardaginn. „Mér finnst við með betra lið og mjög gott lið og mér líður þannig,“ sagði Bjarki að lokum. Viðtalið við Bjarka má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
„Sigurinn hefði getað verið stærri. Við gerðum okkur seka um mistök bæði í vörn og sókn um miðbik seinni hálfleiks sem koma þeim inn í leikinn og þeir fengu blóð á tennurnar,“ sagði Bjarki í samtali við Vísi eftir leikinn í Bregenz í dag. „Svo náðum við aftur að spyrna okkur aðeins aftur frá þeim sem er jákvætt. Þetta var sigur, fjögur mörk, og ákveðin þroskamerki á liðinu. Við vorum ekkert frábærir en vorum samt alltaf skrefinu á undan. Við tökum eitthvað út úr þessu.“ Klippa: Viðtal við Bjarka Má Íslenska vörnin var ekki upp á sitt besta í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem Austurríki skoraði sautján mörk. En sóknin var mjög góð þrátt fyrir að góð færi hafi farið í súginn. „Við klikkuðum á dauðafærum og hefðum hæglega getað skorað fjörutíu mörk. Við þurfum að gera betur í vörninni. Mér fannst við ekki ná að stoppa þá nógu oft. Það kom oft síðasta sending þar sem við héldum að við værum komnir með fríkastið. En þetta eru bara hlutir til að laga fyrir laugardaginn,“ sagði Bjarki og vísaði til seinni leiks Íslands og Austurríkis á Ásvöllum. Bjarki segir að íslenska liðið sé sterkara en það austurríska og er brattur fyrir seinni leikinn á laugardaginn. „Mér finnst við með betra lið og mjög gott lið og mér líður þannig,“ sagði Bjarki að lokum. Viðtalið við Bjarka má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita