Atvinnulíf

Einkenni leiðtoga sem eru óhæfir og lélegir stjórnendur

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Eitt af því sem einkennir óhæfa leiðtoga er stórt og mikið egó. Að vera óhæfur leiðtogi er ekki það sama og að vera lélegur stjórnandi því það síðarnefnda endurspeglar frekar veikleika í leiðtogafærni á meðan einkenni óhæfra leiðtoga beinist meira að persónuleika þeirra.
Eitt af því sem einkennir óhæfa leiðtoga er stórt og mikið egó. Að vera óhæfur leiðtogi er ekki það sama og að vera lélegur stjórnandi því það síðarnefnda endurspeglar frekar veikleika í leiðtogafærni á meðan einkenni óhæfra leiðtoga beinist meira að persónuleika þeirra. Vísir/Getty

Í fullkomnum heimi væru allir stjórnendur fæddir leiðtogar og allir leiðtogar mjög hæfir í sínu hlutverki. Hið rétta er, að fólk í leiðtogastöðum getur verið langt frá því að teljast hæfir leiðtogar.

Þótt þeim þyki reyndar sjálfum annað.

Nokkuð mikið hefur verið ritað og rætt um óhæfa leiðtoga. Í bókinni Why do so many incompetent men become leaders er því haldið fram að óhæfir leiðtogar séu þó svo margir að það þurfi vart annað en að fylgjast með fréttum til að sjá til þeirra.

Einkenni leiðtoga sem eru óhæfir

Einkenni leiðtoga sem eru óhæfir beinast helst að persónulegum eiginleikum þeirra. Hér eru nokkur atriði.

Þeir hafa neikvæð áhrif á starfsfólk og teymi

Þeirra eigið egó er oftar en ekki í fyrsta sæti

Þeir vilja ekki að aðrir skyggi á þá

Þeir vilja ráða

Þeir pirrast þegar þeir fá spurningar sem þeim líkar ekki

Þeir koma nánast of sjálfsöruggir fram.

Einkenni lélegra stjórnenda

Að vera lélegur stjórnandi er ekki það sama og að vera óhæfur leiðtogi. Lélegur stjórnandi endurspeglast meira í þeim veikleikum sem finna má í stjórnun þeirra. Hér eru nokkur atriði sem einkenna lélega stjórnendur:

Þeir eru ekki mjög góðir í samskiptum

Þeir forðast, fresta eða koma sér undan erfiðum málum 

Þeir eru  ekki með skýra framtíðarsýn og metnað

Það er ekki hægt að stóla á þá sem yfirmenn

Þeir eiga erfitt með að aðlagast breytingum

Þeir eiga erfitt með að forgangsraða. 

Á netinu og hjá ýmsum ráðgjöfum og fagaðilum er hægt að taka styrkleikapróf til að meta leiðtogahæfni. Og í dag þykir það líka sjálfsagðara en áður að stjórnendur sæki ráðgjöf og þjálfun til að efla sig í starfi. Til dæmis hjá stjórnendaráðgjöfum, markþjálfum og fleirum.

Hvernig metur þú sjálfan þig?

Í umfjöllun Harvard Business Review um óhæfa leiðtoga og einkenni þeirra, er spurningalisti sem fólk er líka hvatt til að svara til að átta sig aðeins á því hvar það mögulega stendur hvað leiðtogahæfni varðar.

Spurningarnar eru byggðar á niðurstöðum ýmissa rannsókna en þær eru þessar:

Telur þú þig búa yfir góðum leiðtogahæfileikum?

Telur þú að margt annað fólk væri til í að hafa svipaða getu og þú?

Gerir þú sjaldan mistök í starfi?

Ertu með mikla og jákvæða útgeislun?

Hefur þú þá trú á sjálfum þér að þú getir látið alla þína drauma rætast?

Áttu auðvelt með að miðla málum í vinnunni?

Hefur þú sterka sannfæringu fyrir því að þér muni vegna vel í starfi?

Telur þú að það sé erfitt fyrir annað fólk að plata þig?

Finnst þér sjálfsagt að sýna auðmýkt þegar það á við?


Tengdar fréttir

„Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“

Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa.

Lykilatriði að þykja vænt um starfsfólkið

„Vörumerkin eru tíu talsins og verða ellefu á vormánuðum 2022. Allir okkar staðir eiga sína sögu og vörumerkin eru afar fjölbreytt. Sum eru rótgróin og önnur nýrri. Í okkar huga skiptir miklu máli að það sé „hjarta“ í því sem við gerum,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna meðal annars í viðtali um uppbyggingu og virði vörumerkja.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×