Ný móttökumiðstöð bylting í þjónustu Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 12. apríl 2022 10:30 Fólki sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fjölgað gríðarlega að undanförnu, ekki síst vegna innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að taka vel á móti fólki sem hingað leitar, en liður í því var að færa alla þjónustu við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis frá dómsmálaráðuneyti. Þar með verður öll þjónusta við fólk fyrir og eftir að það fær vernd undir sama ráðuneyti. Fólk á flótta er að koma úr gríðarlega erfiðum aðstæðum þar sem það hefur þurft að yfirgefa heimili sín með skömmum fyrirvara og skilja við fyrra líf sitt. Mikilvægi þess að grípa þetta fólk og hlúa að því dylst því engum. Þess vegna er það ákaflega ánægjulegt að hafa nýlega opnað nýja móttökumiðstöð þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd fá alla helstu þjónustu sem það þarf við komuna til landsins á einum stað. Í móttökumiðstöðinni koma saman ólíkar stofnanir sem áður voru á mörgum stöðum, en vinna nú á sama stað með það að markmiði að taka sem best á móti því fólki sem hér sækir um alþjóðlega vernd og veita því skjóta og skilvirka þjónustu við komuna og stuðla jafnframt að jákvæðari upplifun fólks af þjónustunni. Í móttökumiðstöðinni sér lögreglan um skráningu og auðkenningu fólks, Útlendingastofnun tekur móttökuviðtöl, undirbýr fyrstu búsetu og í tilfelli umsækjenda frá Úkraínu afgreiðir stofnunin umsóknir þeirra yfirleitt samdægurs. Heilsugæslan framkvæmir fyrstu heilbrigðisskoðun og Fjölmenningarsetur gerir þarfagreiningu í tengslum við varanleg húsnæðisúrræði og miðlar jafnframt umsækjendum sem komnir eru með vernd í bráðabirgðahúsnæði. Þá mun Vinnumálastofnun einnig fá aðstöðu í móttökumiðstöðinni til að miðla upplýsingum um atvinnumöguleika hérlendis. Móttökumiðstöðin felur því í sér mun betri þjónusta við fólk sem hingað leitar og hún skapar hagræði og yfirsýn fyrir okkur sem veitum þjónustuna. Móttökumiðstöðin er því bylting í þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ber ég miklar vonir til þess að hún sé komin til að vera. Höfundur er félag- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Fólki sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fjölgað gríðarlega að undanförnu, ekki síst vegna innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að taka vel á móti fólki sem hingað leitar, en liður í því var að færa alla þjónustu við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis frá dómsmálaráðuneyti. Þar með verður öll þjónusta við fólk fyrir og eftir að það fær vernd undir sama ráðuneyti. Fólk á flótta er að koma úr gríðarlega erfiðum aðstæðum þar sem það hefur þurft að yfirgefa heimili sín með skömmum fyrirvara og skilja við fyrra líf sitt. Mikilvægi þess að grípa þetta fólk og hlúa að því dylst því engum. Þess vegna er það ákaflega ánægjulegt að hafa nýlega opnað nýja móttökumiðstöð þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd fá alla helstu þjónustu sem það þarf við komuna til landsins á einum stað. Í móttökumiðstöðinni koma saman ólíkar stofnanir sem áður voru á mörgum stöðum, en vinna nú á sama stað með það að markmiði að taka sem best á móti því fólki sem hér sækir um alþjóðlega vernd og veita því skjóta og skilvirka þjónustu við komuna og stuðla jafnframt að jákvæðari upplifun fólks af þjónustunni. Í móttökumiðstöðinni sér lögreglan um skráningu og auðkenningu fólks, Útlendingastofnun tekur móttökuviðtöl, undirbýr fyrstu búsetu og í tilfelli umsækjenda frá Úkraínu afgreiðir stofnunin umsóknir þeirra yfirleitt samdægurs. Heilsugæslan framkvæmir fyrstu heilbrigðisskoðun og Fjölmenningarsetur gerir þarfagreiningu í tengslum við varanleg húsnæðisúrræði og miðlar jafnframt umsækjendum sem komnir eru með vernd í bráðabirgðahúsnæði. Þá mun Vinnumálastofnun einnig fá aðstöðu í móttökumiðstöðinni til að miðla upplýsingum um atvinnumöguleika hérlendis. Móttökumiðstöðin felur því í sér mun betri þjónusta við fólk sem hingað leitar og hún skapar hagræði og yfirsýn fyrir okkur sem veitum þjónustuna. Móttökumiðstöðin er því bylting í þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ber ég miklar vonir til þess að hún sé komin til að vera. Höfundur er félag- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar