Innherji

Jón Finnbogason ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis

Ritstjórn Innherja skrifar
Síðan 2017 hefur Jón starfað sem útlánastjóri Arion banka og frá árinu 2019 hefur hann verið forstöðumaður fyrirtækja innan fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs bankans.
Síðan 2017 hefur Jón starfað sem útlánastjóri Arion banka og frá árinu 2019 hefur hann verið forstöðumaður fyrirtækja innan fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs bankans.

Jón Finnbogason, sem hefur undanfarin ár verið forstöðumaður fyrirtækja innan fyrirtækja- og fjárfestingabankasviðs Arion banka, hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri sjóðastýringarfélagsins Stefnis, dótturfélags Arion og mun hefja störf í byrjun næsta mánaðar.

Tekur Jón við starfinu af Jóhanni Möller en greint var frá því í síðustu viku að hann hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri markaða hjá Arion og myndi jafnframt því taka sæti í framkvæmdastjórn bankans.

Jón starfaði áður hjá Stefni, sem er með um 300 milljarða króna í virkri sjóðastýringu, á tímabilinu 2003 til 2008 og aftur á árunum 2013 til 2017 þegar hann veitti skuldabréfateymi félagsins forstöðu og var jafnframt staðgengill framkvæmdastjóra.

Í tilkynningu segir Jón: „Það er mikið tilhlökkunarefni að ganga aftur til liðs við Stefni og þann öfluga hóp starfsfólks sem þar starfar. Félagið hefur um árabil verið í forystu á sjóðastýringarsviði og er í kjörstöðu til að nýta þau tækifæri sem eru til staðar til frekari vaxtar.“

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, stjórnarformaður Stefnis, segir Jón búa yfir afar mikilli reynslu af fjármálamarkaði og þekki Stefni vel og fyrir hvað félagið stendur. „Framundan eru spennandi tímar á þessum vettvangi sem kalla á fagmennsku, þekkingu og frumkvæði,“ segir Sigrún Ragna.


Tengdar fréttir

Stjórnendakapall í Kauphöllinni: Ásgeir og Magnús taka við stjórn SKEL

Fjárfestingafélagið SKEL hefur ráðið Ásgeir Helga Reykfjörð Gylfason, aðstoðarbankastjóra Arion banka, í starf forstjóra og Magnús Inga Einarsson, framkvæmdastjóra bankasviðs Kviku banka, í starf fjármálastjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynning fjárfestingafélagsins til Kauphallarinnar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×