Viðskipti innlent

Ingvar nýr fram­kvæmda­stjóri Kirkju­garða Reykja­víkur­pró­fasts­dæma

Atli Ísleifsson skrifar
Ingvar Stefánsson.
Ingvar Stefánsson. KGRP

Ingvar Stefánsson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma (KGRP) frá og með 1. maí næstkomandi. Hann tekur við starfinu af Þórsteini Ragnarssyni sem gengt hefur starfi forstjóra síðastliðin rúm 26 ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá KGRP. Þar segir að Ingvar hafi útskrifast sem viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði Háskóla Íslands 1991 og lokið meistaragráðu í fjármálum og stefnumótun frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst 2008. 

„Hann stundaði MBA nám við Heriot Watt háskólan í Edinborg og hefur sótt fjölda námskeiða og kennt á námskeiðum bæði innanlands og erlendis. Undanfarið hefur Ingvar stundað á nám í markþjálfun.

Ingvar var framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur 2011-2021 og var um tíma staðgengill forstjóra og sat í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Áður starfaði hann m.a. sem útibússtjóri hjá Íslandsbanka (2006-2007) og sem framkvæmdastjóri Fjármögnunar Íslandsbanka (2007-2011). Hann fékkst við kennslu hjá Viðskiptaháskólanum á Bifröst (2004-2008) og var forstöðumaður fyrirtækjasviðs Olíufélagsins ehf (N1) (2001-2005) en þar áður starfsmannastjóri Olíufélagsins (1993-2001).

Alls bárust 17 umsóknir um starf framkvæmdastjóra KGRP áður en umsóknarfrestur rann út þann 15. febrúar síðastliðinn. Í ráðningarferlinu naut framkvæmdastjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma aðstoðar ráðninga- og ráðgjafafyrirtækisins Hagvangs. Að loknum ítarlegum samanburði og viðtölum við umsækjendur var það samdóma niðurstaða ráðgjafa Hagvangs og framkvæmdarstjórnarfulltrúa að leggja til við stjórn KGRP að ráða Ingvar Stefánsson í starfið og var sú tillaga samþykkt á stjórnarfundi KGRP 31. Mars.

Um leið og Ingvar Stefánsson er boðinn velkominn til starfa eru Þórsteini Ragnarssyni þökkuð mikil og farsæl störf í þágu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.