Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta Siggeir Ævarsson skrifar 6. apríl 2022 21:25 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. Foto: Vilhelm Gunnarsson Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur ekki riðið sérlega feitum hesti frá viðureignum sínum gegn uppeldisfélaginu KR, en fyrir leikinn í kvöld hafði hann tapað 13 af 14 síðustu leikjum gegn þeim, þar af báðum leikjunum í deildinni í vetur og seinni leiknum ansi illa. Það var annað uppi á teningnum í kvöld og því lá beinast við að spyrja hvort Benni væri loksins búinn að ná að kveða niður KR-grýluna. „Þetta er bara 1. leikhluti í seríunni og ég ætla ekki að vera stóryrtur á þessum tímapunkti um að hafa kveðið eitthvað niður. Ég man ekki eftir leik án þess að KR hafi spilað vel á móti mér í gegnum tíðina og svo man ég ekki eftir Njarðvík - KR seríu án þess að það hafi verið einmitt svona. Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta. Við vissum það fyrir þennan leik.“ Það var hart tekist á í leiknum í kvöld og töluvert um pústra manna á milli. Var Benni sáttur með orkustigið sem hans menn komu með í leikinn í kvöld? „Já já, þetta var allt annað en þegar við skíttöpuðum fyrir þeim hérna fyrir stuttu síðan og orkan og ákefðin allt önnur. Menn gera sér grein fyrir mikilvægi leikjanna núna og ég vona að þetta verði svona áfram og ég veit að þetta verður svona áfram.“ Hinn gríski Fotis Lampropoulos endaði lang stigahæstur Njarðvíkinga með 28 stig í kvöld. Hann var þó ekki sérlega áberandi í leiknum, og var það mál manna í blaðamannastúkunni að þetta væri einhver sú lúmskasta 28 stiga frammistaða sem sést hefði á parketinu í langan tíma. „Ég er eiginlega bara sammála því. Ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir þessu sjálfur fyrr en ég kíkti á tölfræðina núna eftir leik því mér fannst hann geta gert betur stundum. En svona er hann bara sem leikmaður, hann laumar án þess að það fari mikið fyrir því og þessi 28 stig skiptu klárlega máli.“ Spurningin sem brann á körfuboltaþjóðinni fyrir leikinn í kvöld var án vafa hvort Haukur Helgi Pálsson myndi reima á sig skóna, sem hann og gerði. En hann virtist þó ekki vera 100% heill heilsu, og staðfesti Benedikt þær vangaveltur. „Haukur hefur náttúrulega ekkert verið 100% í vetur og verður það ekkert á þessu tímabili. En hann hjálpar okkur samt. Við prófuðum hann og hann hjálpaði okkur hér í dag, við þurfum á honum að halda þó hann sé 30-40%. Hann endaði með 14 stig en gerir líka ýmislegt annað, hann má bara ekki kólna mikið þannig að hann þarf að byrja og svo þegar ég set hann aftur inn á þarf það að vera fljótlega. Þannig að ég reyni bara að nýta hann eins og hægt er.“ Það var gríðarlega góð stemming í Ljónagryfjunni í kvöld. Stúkan þétt setin og mikil læti. Það hlýtur að gleðja Benedikt að fá svona góðan stuðning úr stúkunni? „Þetta er bara úrslitakeppnin eins og hún er alltaf. Ég held að það séu einhver ár síðan að Njarðvík var í úrslitakeppni, bara út af covid og öllu því. Ég veit að fólkið okkar er hungrað í svona úrslitakeppnisstemmingu og örugglega bara fólk útum land og ég held að það verði full hús og stemming alls staðar.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
„Þetta er bara 1. leikhluti í seríunni og ég ætla ekki að vera stóryrtur á þessum tímapunkti um að hafa kveðið eitthvað niður. Ég man ekki eftir leik án þess að KR hafi spilað vel á móti mér í gegnum tíðina og svo man ég ekki eftir Njarðvík - KR seríu án þess að það hafi verið einmitt svona. Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta. Við vissum það fyrir þennan leik.“ Það var hart tekist á í leiknum í kvöld og töluvert um pústra manna á milli. Var Benni sáttur með orkustigið sem hans menn komu með í leikinn í kvöld? „Já já, þetta var allt annað en þegar við skíttöpuðum fyrir þeim hérna fyrir stuttu síðan og orkan og ákefðin allt önnur. Menn gera sér grein fyrir mikilvægi leikjanna núna og ég vona að þetta verði svona áfram og ég veit að þetta verður svona áfram.“ Hinn gríski Fotis Lampropoulos endaði lang stigahæstur Njarðvíkinga með 28 stig í kvöld. Hann var þó ekki sérlega áberandi í leiknum, og var það mál manna í blaðamannastúkunni að þetta væri einhver sú lúmskasta 28 stiga frammistaða sem sést hefði á parketinu í langan tíma. „Ég er eiginlega bara sammála því. Ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir þessu sjálfur fyrr en ég kíkti á tölfræðina núna eftir leik því mér fannst hann geta gert betur stundum. En svona er hann bara sem leikmaður, hann laumar án þess að það fari mikið fyrir því og þessi 28 stig skiptu klárlega máli.“ Spurningin sem brann á körfuboltaþjóðinni fyrir leikinn í kvöld var án vafa hvort Haukur Helgi Pálsson myndi reima á sig skóna, sem hann og gerði. En hann virtist þó ekki vera 100% heill heilsu, og staðfesti Benedikt þær vangaveltur. „Haukur hefur náttúrulega ekkert verið 100% í vetur og verður það ekkert á þessu tímabili. En hann hjálpar okkur samt. Við prófuðum hann og hann hjálpaði okkur hér í dag, við þurfum á honum að halda þó hann sé 30-40%. Hann endaði með 14 stig en gerir líka ýmislegt annað, hann má bara ekki kólna mikið þannig að hann þarf að byrja og svo þegar ég set hann aftur inn á þarf það að vera fljótlega. Þannig að ég reyni bara að nýta hann eins og hægt er.“ Það var gríðarlega góð stemming í Ljónagryfjunni í kvöld. Stúkan þétt setin og mikil læti. Það hlýtur að gleðja Benedikt að fá svona góðan stuðning úr stúkunni? „Þetta er bara úrslitakeppnin eins og hún er alltaf. Ég held að það séu einhver ár síðan að Njarðvík var í úrslitakeppni, bara út af covid og öllu því. Ég veit að fólkið okkar er hungrað í svona úrslitakeppnisstemmingu og örugglega bara fólk útum land og ég held að það verði full hús og stemming alls staðar.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira