Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta Siggeir Ævarsson skrifar 6. apríl 2022 21:25 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. Foto: Vilhelm Gunnarsson Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur ekki riðið sérlega feitum hesti frá viðureignum sínum gegn uppeldisfélaginu KR, en fyrir leikinn í kvöld hafði hann tapað 13 af 14 síðustu leikjum gegn þeim, þar af báðum leikjunum í deildinni í vetur og seinni leiknum ansi illa. Það var annað uppi á teningnum í kvöld og því lá beinast við að spyrja hvort Benni væri loksins búinn að ná að kveða niður KR-grýluna. „Þetta er bara 1. leikhluti í seríunni og ég ætla ekki að vera stóryrtur á þessum tímapunkti um að hafa kveðið eitthvað niður. Ég man ekki eftir leik án þess að KR hafi spilað vel á móti mér í gegnum tíðina og svo man ég ekki eftir Njarðvík - KR seríu án þess að það hafi verið einmitt svona. Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta. Við vissum það fyrir þennan leik.“ Það var hart tekist á í leiknum í kvöld og töluvert um pústra manna á milli. Var Benni sáttur með orkustigið sem hans menn komu með í leikinn í kvöld? „Já já, þetta var allt annað en þegar við skíttöpuðum fyrir þeim hérna fyrir stuttu síðan og orkan og ákefðin allt önnur. Menn gera sér grein fyrir mikilvægi leikjanna núna og ég vona að þetta verði svona áfram og ég veit að þetta verður svona áfram.“ Hinn gríski Fotis Lampropoulos endaði lang stigahæstur Njarðvíkinga með 28 stig í kvöld. Hann var þó ekki sérlega áberandi í leiknum, og var það mál manna í blaðamannastúkunni að þetta væri einhver sú lúmskasta 28 stiga frammistaða sem sést hefði á parketinu í langan tíma. „Ég er eiginlega bara sammála því. Ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir þessu sjálfur fyrr en ég kíkti á tölfræðina núna eftir leik því mér fannst hann geta gert betur stundum. En svona er hann bara sem leikmaður, hann laumar án þess að það fari mikið fyrir því og þessi 28 stig skiptu klárlega máli.“ Spurningin sem brann á körfuboltaþjóðinni fyrir leikinn í kvöld var án vafa hvort Haukur Helgi Pálsson myndi reima á sig skóna, sem hann og gerði. En hann virtist þó ekki vera 100% heill heilsu, og staðfesti Benedikt þær vangaveltur. „Haukur hefur náttúrulega ekkert verið 100% í vetur og verður það ekkert á þessu tímabili. En hann hjálpar okkur samt. Við prófuðum hann og hann hjálpaði okkur hér í dag, við þurfum á honum að halda þó hann sé 30-40%. Hann endaði með 14 stig en gerir líka ýmislegt annað, hann má bara ekki kólna mikið þannig að hann þarf að byrja og svo þegar ég set hann aftur inn á þarf það að vera fljótlega. Þannig að ég reyni bara að nýta hann eins og hægt er.“ Það var gríðarlega góð stemming í Ljónagryfjunni í kvöld. Stúkan þétt setin og mikil læti. Það hlýtur að gleðja Benedikt að fá svona góðan stuðning úr stúkunni? „Þetta er bara úrslitakeppnin eins og hún er alltaf. Ég held að það séu einhver ár síðan að Njarðvík var í úrslitakeppni, bara út af covid og öllu því. Ég veit að fólkið okkar er hungrað í svona úrslitakeppnisstemmingu og örugglega bara fólk útum land og ég held að það verði full hús og stemming alls staðar.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira
„Þetta er bara 1. leikhluti í seríunni og ég ætla ekki að vera stóryrtur á þessum tímapunkti um að hafa kveðið eitthvað niður. Ég man ekki eftir leik án þess að KR hafi spilað vel á móti mér í gegnum tíðina og svo man ég ekki eftir Njarðvík - KR seríu án þess að það hafi verið einmitt svona. Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta. Við vissum það fyrir þennan leik.“ Það var hart tekist á í leiknum í kvöld og töluvert um pústra manna á milli. Var Benni sáttur með orkustigið sem hans menn komu með í leikinn í kvöld? „Já já, þetta var allt annað en þegar við skíttöpuðum fyrir þeim hérna fyrir stuttu síðan og orkan og ákefðin allt önnur. Menn gera sér grein fyrir mikilvægi leikjanna núna og ég vona að þetta verði svona áfram og ég veit að þetta verður svona áfram.“ Hinn gríski Fotis Lampropoulos endaði lang stigahæstur Njarðvíkinga með 28 stig í kvöld. Hann var þó ekki sérlega áberandi í leiknum, og var það mál manna í blaðamannastúkunni að þetta væri einhver sú lúmskasta 28 stiga frammistaða sem sést hefði á parketinu í langan tíma. „Ég er eiginlega bara sammála því. Ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir þessu sjálfur fyrr en ég kíkti á tölfræðina núna eftir leik því mér fannst hann geta gert betur stundum. En svona er hann bara sem leikmaður, hann laumar án þess að það fari mikið fyrir því og þessi 28 stig skiptu klárlega máli.“ Spurningin sem brann á körfuboltaþjóðinni fyrir leikinn í kvöld var án vafa hvort Haukur Helgi Pálsson myndi reima á sig skóna, sem hann og gerði. En hann virtist þó ekki vera 100% heill heilsu, og staðfesti Benedikt þær vangaveltur. „Haukur hefur náttúrulega ekkert verið 100% í vetur og verður það ekkert á þessu tímabili. En hann hjálpar okkur samt. Við prófuðum hann og hann hjálpaði okkur hér í dag, við þurfum á honum að halda þó hann sé 30-40%. Hann endaði með 14 stig en gerir líka ýmislegt annað, hann má bara ekki kólna mikið þannig að hann þarf að byrja og svo þegar ég set hann aftur inn á þarf það að vera fljótlega. Þannig að ég reyni bara að nýta hann eins og hægt er.“ Það var gríðarlega góð stemming í Ljónagryfjunni í kvöld. Stúkan þétt setin og mikil læti. Það hlýtur að gleðja Benedikt að fá svona góðan stuðning úr stúkunni? „Þetta er bara úrslitakeppnin eins og hún er alltaf. Ég held að það séu einhver ár síðan að Njarðvík var í úrslitakeppni, bara út af covid og öllu því. Ég veit að fólkið okkar er hungrað í svona úrslitakeppnisstemmingu og örugglega bara fólk útum land og ég held að það verði full hús og stemming alls staðar.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira