Viðskipti innlent

Keflavíkurflugvöllur verði kolefnalaus fyrir 2030

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í fyrra var ákvörðun tekin um að leggja meiri áherslu á loftslagsmálin eftir að ráðist var í ítarlega greiningu.
Í fyrra var ákvörðun tekin um að leggja meiri áherslu á loftslagsmálin eftir að ráðist var í ítarlega greiningu. Vísir/Vilhelm

Á aðalfundi ISAVIA var Kristján Þór Júlíusson kjörin stjórnarformaður en hann gegndi embætti sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra til ársins 2021. Nýja stjórn skipa þau Hólmfríður Árnadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Matthías Páll Imsland og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir.

Í nýrri ársskýrslu ISAVIA kemur fram að framkvæmdir verði í aðalhlutverki á þessu ári. Forstjórinn segir að í fyrra hafi verið unnið að hönnun verkefna og þau boðin út en í ár verði minna um hönnun og meira um eiginlegar framkvæmdir.

Hér er hægt að lesa nýja ársskýrslu ISAVIA.

ISAVIA hefur þá sett sér stórt markmið í loftslags- og umhverfismálum og stefnir nú að því að Keflavíkurflugvöllur verði alfarið kolefnalaus fyrir árið 2030. Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og samfélagsábyrgðar hjá ISAVIA segir að í fyrra hafi verið unnið að sjálfbærnistefnu sem taki bæði mið af samfélagsábyrgð og umhverfismálum.

„Um leið jukum við áherslu á loftslagsmálin. Við gerðum greiningu á öllum okkar tækjaflota. Við erum með 140 ökutæki bara á Keflavíkurflugvelli og þau eru stærsti þátturinn í okkar kolefnisspori þannig að við gerðum ítarlega greiningu og sáum eftir þá greiningu að við myndum treysta okkur til að skipta út öllum flotanum fyrir 2013.“

Ætliði þá að fara alfarið í rafmagnið?

„Já með minniökutæki þá ætlum við í rafmagnið og við erum að sjá að svona tiltölulega hratt getum við skipt út fólksbílum, pallbílum og jafnvel rútum en svo mun það taka aðeins lengri tíma að skipta út þessum stóru tækjum skafa snjóinn af brautunum hjá okkur. Tæknin er komin styttra þar en orkugjafinn sem við erum svolítið að tala um þar það er vetnið.“


Tengdar fréttir

Milljarðaframkvæmdir við Leifsstöð

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20.000 fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að hún verði tekin í notkun árið 2024 og heildarkostnaður verði 20,8 milljarðar króna. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.