Sigurður Ingi og Hot Fuzz Þórarinn Hjartarson skrifar 5. apríl 2022 13:30 Bíómyndin Hot Fuzz frá árinu 2007 fjallar um smábæ í Bretlandi sem er gífurlega upptekinn af því að vinna verðlaun sem nefnast „Smábær ársins“. Lögreglumaðurinn PC Nicholas Angel, aðalpersóna myndarinnar, kemst að því að dularfull andlát séu afar tíð í þessum smábæ. Við eftirgrennslan kemst hann að því að hópur bæjarbúa, sem nefnast NWA (Neighbourhood Watch Alliance), séu í raun svo spenntir fyrir ofangreindum verðlaunum að þeir drepa alla þá sem ógna möguleikum þeirra til þess að fá verðlaunin. Það er fagnaðarefni ef Sigurður Ingi er sá rasisti sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Ég tel að Sigurður Ingi hygli ekki hvítum Íslendingum á kostnað þeldökkra. Hann er vissulega karl síns tíma. Nýleg ummæli hans eru ekki til eftirbreytni og hann veit það. Viðbrögðin, hins vegar, sýna á hversu slæmum stað flokkarnir í stjórnarandstöðu eru. Það er fórnarkostnaður fólginn í því að beina athygli kjósenda að tilteknu málefni. Stjórnarandstaðan sá sér leik á borði og keppist við að beina athygli að því hvað þau séu góð og hvað Sigurður er ómögulegur. Athyglin fór frá því að krefjast þess að fá að vita af hverju ákveðnir aðilar fengu símtal um tilboðsverð á eignum ríkisins, frá því að hinir ríku hafi fengið skattaafslátt af séreignarsparnaði til fasteignakaupa í áraraðir og frá því að Íslendingar munu þurfa að takast á við gríðarlegar verðhækkanir á næstu mánuðum vegna innrásinnar í Úkraínu. Það er sjálfskaparvíti stjórnarandstöðunnar að hlusta á móðguðustu manneskjuna á Twitter. Afleiðingarnar eru þær að ríkisstjórnarflokkarnir búa við óhugnarlega auðvelt aðgengi að atkvæðum kjósenda og komast upp með pólitíska leti sem á sér fá dæmi utan Íslands. Sigurður Ingi skeit upp á bak með þessum ummælum. Hann baðst afsökunar. Hann er miðaldra maður og hefur líklega sagt eitthvað töluvert verra en þetta á sinni lífsleið. Okkar siðferðisþröskuldur hefur tekið hröðum breytingum undanfarna áratugi. Þessar breytingar hafa að mestu verið til hins betra. En hvenær förum við frá markmiðum réttlátra samfélagsbreytinga í það að haga okkur líkt og íbúar í smábæjarins í kvikmyndinni Hot Fuzz? Krafan um að Sigurður Ingi segi af sér kemur frá fólki sem hefur aldrei, og mun líklega aldrei, kjósa Framsókn. Það er rétt að stjórnmálamenning hér á landi sé daprari en víða annarstaðar. Það er mögulega rétt að Sigurður Ingi hefði þurft að segja af sér ef hann væri ráðherra annarstaðar á Norðurlöndunum. En væri það betra? Það er hægt að færa rök fyrir því. Ég tel hins vegar að krafa flestra kjósenda á Íslandi sé að ráðherrar séu starfi sínu vaxnir frekar en að þeir hafi aldrei og munu aldrei gera mistök. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Bíómyndin Hot Fuzz frá árinu 2007 fjallar um smábæ í Bretlandi sem er gífurlega upptekinn af því að vinna verðlaun sem nefnast „Smábær ársins“. Lögreglumaðurinn PC Nicholas Angel, aðalpersóna myndarinnar, kemst að því að dularfull andlát séu afar tíð í þessum smábæ. Við eftirgrennslan kemst hann að því að hópur bæjarbúa, sem nefnast NWA (Neighbourhood Watch Alliance), séu í raun svo spenntir fyrir ofangreindum verðlaunum að þeir drepa alla þá sem ógna möguleikum þeirra til þess að fá verðlaunin. Það er fagnaðarefni ef Sigurður Ingi er sá rasisti sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Ég tel að Sigurður Ingi hygli ekki hvítum Íslendingum á kostnað þeldökkra. Hann er vissulega karl síns tíma. Nýleg ummæli hans eru ekki til eftirbreytni og hann veit það. Viðbrögðin, hins vegar, sýna á hversu slæmum stað flokkarnir í stjórnarandstöðu eru. Það er fórnarkostnaður fólginn í því að beina athygli kjósenda að tilteknu málefni. Stjórnarandstaðan sá sér leik á borði og keppist við að beina athygli að því hvað þau séu góð og hvað Sigurður er ómögulegur. Athyglin fór frá því að krefjast þess að fá að vita af hverju ákveðnir aðilar fengu símtal um tilboðsverð á eignum ríkisins, frá því að hinir ríku hafi fengið skattaafslátt af séreignarsparnaði til fasteignakaupa í áraraðir og frá því að Íslendingar munu þurfa að takast á við gríðarlegar verðhækkanir á næstu mánuðum vegna innrásinnar í Úkraínu. Það er sjálfskaparvíti stjórnarandstöðunnar að hlusta á móðguðustu manneskjuna á Twitter. Afleiðingarnar eru þær að ríkisstjórnarflokkarnir búa við óhugnarlega auðvelt aðgengi að atkvæðum kjósenda og komast upp með pólitíska leti sem á sér fá dæmi utan Íslands. Sigurður Ingi skeit upp á bak með þessum ummælum. Hann baðst afsökunar. Hann er miðaldra maður og hefur líklega sagt eitthvað töluvert verra en þetta á sinni lífsleið. Okkar siðferðisþröskuldur hefur tekið hröðum breytingum undanfarna áratugi. Þessar breytingar hafa að mestu verið til hins betra. En hvenær förum við frá markmiðum réttlátra samfélagsbreytinga í það að haga okkur líkt og íbúar í smábæjarins í kvikmyndinni Hot Fuzz? Krafan um að Sigurður Ingi segi af sér kemur frá fólki sem hefur aldrei, og mun líklega aldrei, kjósa Framsókn. Það er rétt að stjórnmálamenning hér á landi sé daprari en víða annarstaðar. Það er mögulega rétt að Sigurður Ingi hefði þurft að segja af sér ef hann væri ráðherra annarstaðar á Norðurlöndunum. En væri það betra? Það er hægt að færa rök fyrir því. Ég tel hins vegar að krafa flestra kjósenda á Íslandi sé að ráðherrar séu starfi sínu vaxnir frekar en að þeir hafi aldrei og munu aldrei gera mistök. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar