Aron Kristján um næsta leik við Val: Það er bara úrslitaleikur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 1. apríl 2022 22:45 Aron Kristjánsson og lærisveinar hans eru á toppnum. Vísir/Hulda Margrét Haukarnir náðu að klára KA í kvöld með góðum endaspretti og Aron Kristjánsson þjálfari liðsins var ánægður með viljastyrj sinna manna. Haukar fengu KA í heimsókn í kvöld í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Var leikurinn spennandi allt fram á lokamínútu leiksins. Lauk leiknum þó með þriggja marka sigri heimamanna, eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Lokatölur 27-24. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, fannst sýnir menn sýna mikinn viljastyrk til að vinna leikinn. „Þetta var bara svolítið erfitt í dag. Við sýndum mikinn sigurvilja og neituðum að láta leggja okkur. Við ætluðum að taka þessi tvö stig og þetta var svona erfiður leikur framan af. Við vorum að fá allt of mikið af tveggja mínútna brottvísunum í fyrri hálfleik og lentum tvisvar sinnum tveimur færri. Það er mjög erfið staða í einum hálfleik að lenda tvisvar sinnum tveimur mönnum færri. Klikkum á dauðafærum úr hornunum, þó nokkrum, samt bara tvö mörk í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var töluvert betri. Við náum fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, þannig að það er sex marka sveifla. Við klárum tvö stig.“ Aðspurður út í hvað honum þætti um allan þann fjölda brottvísana sem lið hans fékk í kvöld sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, þetta. „Ég sá ekki eins og í fyrri hálfleik en síðasta var alveg rétt (tveggja mínútna refsing á Stefán Rafn Sigurmannsson). Við vorum klaufalegir líka. Hornamennirnir okkar að stíga inn í menn í dauðafærum og svo framvegis, í stað þess að láta menn fara. Það er bara ekki nógu gott, við þurfum að vera klókari þar. Ég var ánægður með þéttleikann varnarlega í seinni hálfleik, þá vorum við grimmir í okkar leik. Við vorum að vísu að lenda í smá vandræðum, meiðsla vandræðum og Stebbi (Stefán Rafn Sigurmannsson) með þrisvar tvær. En þú veist, bara berjast fyrir þessu.“ Aroni Kristjánssyni, þjálfari Hauka, fannst sitt lið sýna klaufaskap undir lok leiksins .þegar KA-menn náðu að minnka muninn niður í eitt mark. „Það var náttúrulega ótrúlegur klaufagangur. Við stillum einhverju ákveðnu upp en náum ekki að, stöndum á vitlausum stöðum og eitthvað. Það er líka að vera í þessari stöðu, leikmennirnir eru inn á að stýra, þetta var svolítið óðagot. Venjulega erum við að gera þessa hluti mjög vel og líka klikkum á dauðafærum fyrir utan tæknifeila. Við sýnum styrk að klára þetta.“ Næst síðasta umferð Olís-deildarinnar fer fram næstkomandi miðvikudag og þar mæta Haukar Val. Sitja þessi tvö lið í efstu sætum deildarinnar þar sem aðeins tvö stig skilja liðin að. Gæti sá leikur ráðið úrslitum um deildarmeistaratitilinn. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var stutt orður þegar hann var spurður út í þann leik. „Það er bara úrslitaleikur.“ Olís-deild karla Haukar Handbolti Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Sjá meira
Haukar fengu KA í heimsókn í kvöld í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Var leikurinn spennandi allt fram á lokamínútu leiksins. Lauk leiknum þó með þriggja marka sigri heimamanna, eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Lokatölur 27-24. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, fannst sýnir menn sýna mikinn viljastyrk til að vinna leikinn. „Þetta var bara svolítið erfitt í dag. Við sýndum mikinn sigurvilja og neituðum að láta leggja okkur. Við ætluðum að taka þessi tvö stig og þetta var svona erfiður leikur framan af. Við vorum að fá allt of mikið af tveggja mínútna brottvísunum í fyrri hálfleik og lentum tvisvar sinnum tveimur færri. Það er mjög erfið staða í einum hálfleik að lenda tvisvar sinnum tveimur mönnum færri. Klikkum á dauðafærum úr hornunum, þó nokkrum, samt bara tvö mörk í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var töluvert betri. Við náum fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, þannig að það er sex marka sveifla. Við klárum tvö stig.“ Aðspurður út í hvað honum þætti um allan þann fjölda brottvísana sem lið hans fékk í kvöld sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, þetta. „Ég sá ekki eins og í fyrri hálfleik en síðasta var alveg rétt (tveggja mínútna refsing á Stefán Rafn Sigurmannsson). Við vorum klaufalegir líka. Hornamennirnir okkar að stíga inn í menn í dauðafærum og svo framvegis, í stað þess að láta menn fara. Það er bara ekki nógu gott, við þurfum að vera klókari þar. Ég var ánægður með þéttleikann varnarlega í seinni hálfleik, þá vorum við grimmir í okkar leik. Við vorum að vísu að lenda í smá vandræðum, meiðsla vandræðum og Stebbi (Stefán Rafn Sigurmannsson) með þrisvar tvær. En þú veist, bara berjast fyrir þessu.“ Aroni Kristjánssyni, þjálfari Hauka, fannst sitt lið sýna klaufaskap undir lok leiksins .þegar KA-menn náðu að minnka muninn niður í eitt mark. „Það var náttúrulega ótrúlegur klaufagangur. Við stillum einhverju ákveðnu upp en náum ekki að, stöndum á vitlausum stöðum og eitthvað. Það er líka að vera í þessari stöðu, leikmennirnir eru inn á að stýra, þetta var svolítið óðagot. Venjulega erum við að gera þessa hluti mjög vel og líka klikkum á dauðafærum fyrir utan tæknifeila. Við sýnum styrk að klára þetta.“ Næst síðasta umferð Olís-deildarinnar fer fram næstkomandi miðvikudag og þar mæta Haukar Val. Sitja þessi tvö lið í efstu sætum deildarinnar þar sem aðeins tvö stig skilja liðin að. Gæti sá leikur ráðið úrslitum um deildarmeistaratitilinn. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var stutt orður þegar hann var spurður út í þann leik. „Það er bara úrslitaleikur.“
Olís-deild karla Haukar Handbolti Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Sjá meira