Viðskipti erlent

Olíu­verð lækkaði tölu­vert við opnun markaða

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður ætla að tilkynna síðar í dag að Bandaríkin muni ganga á olíubirgðir sínar og þannig auka framboð.
Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður ætla að tilkynna síðar í dag að Bandaríkin muni ganga á olíubirgðir sínar og þannig auka framboð. EPA

Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða í Asíu í nótt. Þannig lækkaði Brent-hráolían um tæp fimm prósent og West Texas hráolíuvísitalan um tæp sex prósent.

Þetta er rakið til orðróms sem er á þá leið að Joe Biden Bandaríkjaforseti muni í dag kynna áætlun sem miðar að því að Bandaríkjamenn gangi á birgðir sínar og auki þannig framboð á olíu í heiminum um 180 milljónir tunna. Ef þetta gengur eftir þá verður um mestu innspýtingu úr varaolíusjóðnum að ræða síðan í olíukreppunni 1974.

Stríðið í Úkraínu hefur hleypt upp olíuverði um allan heim og eru hækkanirnar orðnar að stórpólitísku máli í Bandaríkjunum, en þar verður kosið til þings næsta haust.

Búist er við tíðindum frá Biden í þessum málum um klukkan hálf sex að íslenskum tíma. Þá er fyrirhugaður fundur með fulltrúum olíuframleiðsluríkjanna, OPEC og Rússa. En hingað til hafa ríkin ekki viljað auka um of framleiðsluna, þrátt fyrir stríðið og viðskiptaþvinganir gegn Rússum, sem eru önnur stærsta olíuútflutningsþjóð heims.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×