Tiger lék á Augusta og gæti snúið aftur á Masters í næstu viku Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 09:31 Tiger Woods kann afar vel við sig á Augusta-vellinum en þar mun hann hafa tekið æfingahring í gær. Getty Það ríkir spenna og eftirvænting í golfheiminum eftir að það sást til Tigers Woods klára 18 holur á Augusta-vellinum þar sem Masters risamótið hefst í næstu viku. Hinn 46 ára gamli Tiger, sem svo lengi var efsti maður heimslistans í golfi, hefur verið að jafna sig af meiðslum í fæti eftir bílslysið sem hann lenti í fyrir 14 mánuðum. Samkvæmt bandarískum miðlum mætti Tiger á Augusta-völlinn í gær og lék 18 holur en með honum í för voru Charlie sonur hans og PGA-kylfingurinn Justin Thomas. Svo virðist sem að hann hafi viljað taka æfingahring með Thomas, sem er náinn vinur Woods-fjölskyldunnar, til að sjá hvort að hann réði við það að taka þátt á mótinu. „Hann lék allar holurnar. Mér fannst hann líta vel út,“ sagði heimildamaður ESPN. Tiger er á blaði yfir þá 91 kylfinga sem skráðir eru vegna Masters í næstu viku en hann hefur unnið mótið fimm sinnum, síðast árið 2019. Það verður svo að koma í ljós hvort að hann nýtir sér það. Hann hefur alls unnið 15 risamót á ferlinum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Bílslys Tigers Woods Masters-mótið Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Hinn 46 ára gamli Tiger, sem svo lengi var efsti maður heimslistans í golfi, hefur verið að jafna sig af meiðslum í fæti eftir bílslysið sem hann lenti í fyrir 14 mánuðum. Samkvæmt bandarískum miðlum mætti Tiger á Augusta-völlinn í gær og lék 18 holur en með honum í för voru Charlie sonur hans og PGA-kylfingurinn Justin Thomas. Svo virðist sem að hann hafi viljað taka æfingahring með Thomas, sem er náinn vinur Woods-fjölskyldunnar, til að sjá hvort að hann réði við það að taka þátt á mótinu. „Hann lék allar holurnar. Mér fannst hann líta vel út,“ sagði heimildamaður ESPN. Tiger er á blaði yfir þá 91 kylfinga sem skráðir eru vegna Masters í næstu viku en hann hefur unnið mótið fimm sinnum, síðast árið 2019. Það verður svo að koma í ljós hvort að hann nýtir sér það. Hann hefur alls unnið 15 risamót á ferlinum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Bílslys Tigers Woods Masters-mótið Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira