Viðskipti innlent

H:N Markaðs­sam­skipti leita til upp­runans og skipta um nafn

Atli Ísleifsson skrifar
Katla Hrund Karlsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri Hér & nú.
Katla Hrund Karlsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri Hér & nú. Hér & nú

Auglýsingastofan H:N Markaðssamskipti hefur tekið upp gamla nafnið sitt og heitir nú Hér & nú.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá auglýsingastofunni sem stofnuð var fyrir 32 árum.

Haft er eftir Kötlu Hrund Karlsdóttur aðstoðarframkvæmdastjóra að í tilefni af afmælinu hafi verið ákveðið að að fara í endurmörkun á stofunni sjálfri og dusta rykið af upphaflega nafninu.

„Hér & nú var stofnuð þann 1. apríl árið 1990 og var rekin undir því nafni allt til ársins 2003 þegar nafnið H:N Markaðssamskipti var tekið upp. Stofan hefur frá stofnun verið rekin á sömu kennitölunni en ástæðan fyrir nafnabreytingunni var fyrst og fremst ruglingur sem varð þegar glans- og slúðurtímarit með sama nafni hóf göngu sína. Það er nú orðið töluvert síðan að útgáfu tímaritsins lauk og ætlum við að endurheimta nafnið okkar á ný,“ segir Katla Hrund.

Á þriðja tug starfsmanna starfa hjá stofunni bæði í höfuðstöðvunum í Bankastrætinu og útibúi í Brighton á Englandi.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.