Viðskipti innlent

Hans nýr sviðs­stjóri tækni­sviðs Isavia ANS

Atli Ísleifsson skrifar
Hans Liljendal Karlsson.
Hans Liljendal Karlsson. Isavia

Hans Liljendal Karlsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia ANS og mun hann hefja störf í næsta mánuði.

Í tilkynningu segir að Hans sé með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá IHK í Kaupmannahöfn og sé í MBA námi í Háskólanum í Reykjavík.

„Hans hefur starfað hjá Veitum frá árinu 2013 og sem forstöðumaður Kerfisþróunar og stýringar síðustu ár. Þar hefur hann borið ábyrgð á rekstri sviðsins, fjárhags- og fjárfestingaráætlunum og stefnumótun og framtíðarsýn.“

Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isavia ohf. Isavia ANS annst rekstur og uppbyggingu flugleiðsöguþjónustu, þar með talda flugumferðarþjónustu, fjarskipta- og leiðsögukerfa og aðra skylda starfsemi. Félagið veitir íslenskum og erlendum loftförum flugleiðsöguþjónustu í íslenska flugstjórnarsvæðinu og á íslenskum flugvöllum.

Hjá Isavia ANS starfa um 270 manns og eru höfuðstöðvar félagsins við Reykjavíkurflugvöll.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.