Viðskipti innlent

Bein út­sending: Árs­fundur Lands­virkjunar

Atli Ísleifsson skrifar
Sultartangavirkjun.
Sultartangavirkjun. Landsvirkjun

Ársfundur Landsvirkjunar fer fram í Hörpu í Reykjavík í dag og hefst klukkan 14. Yfirskrift fundarins er Tökum vel á móti framtíðinni og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra muni ávarpa fundinn fyrir hönd eigenda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar.

„Stjórnarformaður Landsvirkjunar, Jónas Þór Guðmundsson, flytur einnig ávarp um stöðu fyrirtækisins og framtíðarsýn.

Þá halda sex fulltrúar Landsvirkjunar erindi um fjölbreytt efni, Hörður Arnarson forstjóri um tækifæri Landsvirkjunar og ábyrgð og framkvæmdastjórarnir Rafnar Lárusson um straumhvörf í fjármálum fyrirtækisins, Tinna Traustadóttir um samvinnu og stuðning við viðskiptavini, Ásbjörg Kristinsdóttir um næstu skref í orkuöflun, Jóna Bjarnadóttir um Landsvirkjun og loftslagið og Ríkarður Ríkarðsson um nýsköpun og græna framtíð.

Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri er fundarstjóri,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með ársfundinum í spilaranum að neðan.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×