Ferðaþjónustan kemur saman að nýju Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 21. mars 2022 14:30 Stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi verður haldinn nú í vikunni. Fimmtudaginn 24. mars koma hátt í þúsund manns saman á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofa landshlutanna sem haldin er árlega. Á Mannamótum koma ferðaþjónustufyrirtæki úr öllum landshlutum saman til að kynna þjónustu sína og vörframboð fyrir fólki í ferðaþjónustu sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu. Stór þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir erfiðleika síðustu tveggja ára er að vinna þétt saman í nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Þarna myndast mikill suðupottur hugmynda og verkefna, bæði á milli landshluta en einnig innan svæða. Mannamót var síðast haldið í janúar 2020 og má því gera ráð fyrir að í þetta sinn munum við sjá breytingar á fyrirtækjum og mannskap. Heimsfaraldur Covid-19 hefur tekið á og fyrirtæki þurft að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og markaðsbresti. Á sumum svæðum tók innanlandsmarkaður að einhverju leyti við en á öðrum svæðum þurrkaðist ferðaþjónustan nánast út og mun taka tíma að ná fyrri stöðu. Framundan er ár uppbyggingar og vaxtar. Bókanir fyrir sumarið líta vel út og mikill ferðavilji er greinilegur. Ferðaþjónustan hefur núna tækifæri til endurskipulagningar og þarf að leggja mikla áherslu á að byggja upp framboð þjónustu um allt land, fá aftur til sín starfsfólk sem hvarf til annarra starfa og hefja fjárfestingar á ný. Á sama tíma eru nýjar áherslur að birtast svo sem varðandi kröfur um sjálfbærni og breytt ferðahegðun. Á Mannamóti gefst tækifæri til að ræða málin, skiptast á hugmyndum, efla viðskiptasambönd og kynna þjónustu eða ný verkefni. Þessi vettvangur hefur fest sig í sessi sem ein stærsta ferðakaupstefna á Íslandi og verða þar án efa miklir fagnaðarfundir við þetta tækifæri hjá samstarfsaðilum sem hafa lítið getað hist síðustu tvö árin. Endurreisn ferðaþjónustunnar er að hefjast af krafti. Höfundur er talskona Markaðsstofa landshlutanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnheiður Jóhannsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi verður haldinn nú í vikunni. Fimmtudaginn 24. mars koma hátt í þúsund manns saman á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofa landshlutanna sem haldin er árlega. Á Mannamótum koma ferðaþjónustufyrirtæki úr öllum landshlutum saman til að kynna þjónustu sína og vörframboð fyrir fólki í ferðaþjónustu sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu. Stór þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir erfiðleika síðustu tveggja ára er að vinna þétt saman í nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Þarna myndast mikill suðupottur hugmynda og verkefna, bæði á milli landshluta en einnig innan svæða. Mannamót var síðast haldið í janúar 2020 og má því gera ráð fyrir að í þetta sinn munum við sjá breytingar á fyrirtækjum og mannskap. Heimsfaraldur Covid-19 hefur tekið á og fyrirtæki þurft að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og markaðsbresti. Á sumum svæðum tók innanlandsmarkaður að einhverju leyti við en á öðrum svæðum þurrkaðist ferðaþjónustan nánast út og mun taka tíma að ná fyrri stöðu. Framundan er ár uppbyggingar og vaxtar. Bókanir fyrir sumarið líta vel út og mikill ferðavilji er greinilegur. Ferðaþjónustan hefur núna tækifæri til endurskipulagningar og þarf að leggja mikla áherslu á að byggja upp framboð þjónustu um allt land, fá aftur til sín starfsfólk sem hvarf til annarra starfa og hefja fjárfestingar á ný. Á sama tíma eru nýjar áherslur að birtast svo sem varðandi kröfur um sjálfbærni og breytt ferðahegðun. Á Mannamóti gefst tækifæri til að ræða málin, skiptast á hugmyndum, efla viðskiptasambönd og kynna þjónustu eða ný verkefni. Þessi vettvangur hefur fest sig í sessi sem ein stærsta ferðakaupstefna á Íslandi og verða þar án efa miklir fagnaðarfundir við þetta tækifæri hjá samstarfsaðilum sem hafa lítið getað hist síðustu tvö árin. Endurreisn ferðaþjónustunnar er að hefjast af krafti. Höfundur er talskona Markaðsstofa landshlutanna.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun