Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. mars 2022 12:31 Svona mun Airbus-flugvél flugfélagsins líta út. Niceair Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. Greint var frá stofnun félagsins í síðasta mánuði en flugfélagið hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Tilkynnt var þá að flogið yrði frá Akureyrarflugvelli til Bretlands, Danmerkur og Spánar. Stanstead, Kastrup og Tenerife South Nú liggur fyrir að flogið verður til Kaupmannahafnar, London og Tenerife en samkvæmt flugáætlun félagsins, sem gildir til 30. september, er Kaupmannahafnarflugið á dagskrá á fimmtudögum og sunnudögum en flogið er á Kastrup-flugvöll. Flogið verður á Stanstead-flugvöll í London á föstudögum og mánudögum og miðvikudagar eru eyrnamerktir Tenerife South-flugvellinum á Spáni. Verð á flugmiðum til London er frá 17.500 krónum, til Kaupmannahafnar frá 18.990 krónum og til Tenerife frá 39.500 krónum. Sterkar vísbendingar að berast Lengi hefur verið stefnt að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið þegar kemur að millilandaflugi og segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri félagsins að viðtökurnar hafi verið góðar frá því að bókunarsíðan var opnuð. „Þær hafa bara verið framar vonum og það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með hvað landinn er viljugur að ferðast,“ segir Þorvaldur Lúðvík í samtali við fréttastofu. Líkt og fjallað var um á Vísi þegar tilkynnt var um stofnun flugfélagsins var það stofnað á grundvelli markaðsrannsókna sem sýndu að markaðurinn fyrir millilandaflug frá Akureyri væri nokkuð sterkur, bæði með tilliti til heimamanna sem og erlendra ferðamanna á leið til landsins. Ferðaþjónustan á Norðurlandi gerir enda ráð fyrir því að tilkoma flugfélagsins muni fjölga erlendum ferðamönnum töluvert á svæðinu. Þorvaldur Lúðvík segir ýmsar vísbendingar uppi um að þetta muni raungerast. „Við höfum fregnir af því að útlendingar séu að breyta bókunum sínum á hótelum og gistiheimilum hérna í bænum til að aðlaga komu sína og brottför að flugáætlun Niceair. Það gefur sterkar vísbendingar um að okkar tilfinning sé á einhverjum rökum reist,“ segir hann. Félagið hefur tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og áætlað er að jómfrúarflugið verði flogið þann 2. júní næstkomandi, til Kaupmannahafnar. Niceair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Akureyri Tengdar fréttir „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Greint var frá stofnun félagsins í síðasta mánuði en flugfélagið hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Tilkynnt var þá að flogið yrði frá Akureyrarflugvelli til Bretlands, Danmerkur og Spánar. Stanstead, Kastrup og Tenerife South Nú liggur fyrir að flogið verður til Kaupmannahafnar, London og Tenerife en samkvæmt flugáætlun félagsins, sem gildir til 30. september, er Kaupmannahafnarflugið á dagskrá á fimmtudögum og sunnudögum en flogið er á Kastrup-flugvöll. Flogið verður á Stanstead-flugvöll í London á föstudögum og mánudögum og miðvikudagar eru eyrnamerktir Tenerife South-flugvellinum á Spáni. Verð á flugmiðum til London er frá 17.500 krónum, til Kaupmannahafnar frá 18.990 krónum og til Tenerife frá 39.500 krónum. Sterkar vísbendingar að berast Lengi hefur verið stefnt að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið þegar kemur að millilandaflugi og segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri félagsins að viðtökurnar hafi verið góðar frá því að bókunarsíðan var opnuð. „Þær hafa bara verið framar vonum og það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með hvað landinn er viljugur að ferðast,“ segir Þorvaldur Lúðvík í samtali við fréttastofu. Líkt og fjallað var um á Vísi þegar tilkynnt var um stofnun flugfélagsins var það stofnað á grundvelli markaðsrannsókna sem sýndu að markaðurinn fyrir millilandaflug frá Akureyri væri nokkuð sterkur, bæði með tilliti til heimamanna sem og erlendra ferðamanna á leið til landsins. Ferðaþjónustan á Norðurlandi gerir enda ráð fyrir því að tilkoma flugfélagsins muni fjölga erlendum ferðamönnum töluvert á svæðinu. Þorvaldur Lúðvík segir ýmsar vísbendingar uppi um að þetta muni raungerast. „Við höfum fregnir af því að útlendingar séu að breyta bókunum sínum á hótelum og gistiheimilum hérna í bænum til að aðlaga komu sína og brottför að flugáætlun Niceair. Það gefur sterkar vísbendingar um að okkar tilfinning sé á einhverjum rökum reist,“ segir hann. Félagið hefur tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og áætlað er að jómfrúarflugið verði flogið þann 2. júní næstkomandi, til Kaupmannahafnar.
Niceair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Akureyri Tengdar fréttir „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
„Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11
Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37
Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54