Gefur út enskt lestrar- og málörvunarapp fyrir börn Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2022 16:01 Jón Gunnar Þórðarson er framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Mussila. Birgir Ísleifur Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Mussila gaf í dag út enskt lestrar- og málörvunarapp fyrir alþjóðlegan markað og hefur þar með tvöfaldað vöruframboð sitt. Smáforritið ber nafnið Mussila WordPlay og er ætlað börnum sex ára og eldri. Þar er notast við þá aðferð að læra í gegnum leik og er því ætlað að auka lesskilning og orðaforða barna. Í tilkynningu segir að smáforritið hafi komið úr í 155 löndum í dag á App Store og Google Play, auk þess að vera í boði undir fjölskyldu- og/eða skólaaðgangi í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur áður gefið út forritið Mussila Music sem kom fyrst út árið 2017. „Mussila hannar allar stafrænar lausnir með það að markmiði að kveikja áhuga barna á námi í gegnum leik og leiðir sem virkja þeirra eigin sköpunarkraft. Mussila WordPlay inniheldur þúsundir smáleikja sem örva og styrkja orðaforða barna, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu. Forritið er þróað í nánu samstarfi við talmeinafræðingana Ásthildi Bj. Snorradóttur og Bjarteyju Sigurðardóttur höfunda Orðagulls sem flestir skólar á Íslandi nota nú þegar. Í mars á síðasta ári tók Mussila yfir rekstur Orðagulls og nú ári síðar er nýtt og stærra app tilbúið fyrir alþjóðlegan markað. Fyrsta tungumálið í Mussila WordPlay er enska en með tíð og tíma munu fleiri tungumál standa til boða,“ segir um smáforritið. Svona lítur Musila WordPlay út á spjaldtölvum. Krossgátur, spurningar og fleira Notast er við æfingar, krossgátur, spurningar, sögur og bókasafn. Leiklestur sem heyra má í appinu er í höndum leikkonunnar Camille Marmié og eru öll fyrirmæli og útskýringar leiklesnar en með því er börnunum ætlað að læra að nota sjónrænan orðaforða. Þá segir að í bókasafni Mussila séð meðal ananrs hægt að finna söguna af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ á ensku. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Mussila að börn séu fróðleiksfús að eðlisfari og það sé skylda okkar að veita þeim skapandi og skemmtilegar lausnir svo þau finni fyrir löngun og hvatningu til að læra. „Það er mín sannfæring að öllum börnum eigi að standa til boða námsefni þar sem þau læra í gegnum leik og tekur mið af því besta sem gerist í nýsköpun í dag, með stafrænu byltingunni er það vel raunhæft,” er haft eftir Jóni Gunnari. Um Mussila segir að það sé nýsköpunarfyrirtæki sem framleiði stafrænar menntalausnir fyrir börn. Í dag vinni hjá fyrirtækinu tíu manns frá fjórum löndum; listamenn, markaðsfræðingar og tölvunarfræðingar. Nýsköpun Tækni Stafræn þróun Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Smáforritið ber nafnið Mussila WordPlay og er ætlað börnum sex ára og eldri. Þar er notast við þá aðferð að læra í gegnum leik og er því ætlað að auka lesskilning og orðaforða barna. Í tilkynningu segir að smáforritið hafi komið úr í 155 löndum í dag á App Store og Google Play, auk þess að vera í boði undir fjölskyldu- og/eða skólaaðgangi í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur áður gefið út forritið Mussila Music sem kom fyrst út árið 2017. „Mussila hannar allar stafrænar lausnir með það að markmiði að kveikja áhuga barna á námi í gegnum leik og leiðir sem virkja þeirra eigin sköpunarkraft. Mussila WordPlay inniheldur þúsundir smáleikja sem örva og styrkja orðaforða barna, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu. Forritið er þróað í nánu samstarfi við talmeinafræðingana Ásthildi Bj. Snorradóttur og Bjarteyju Sigurðardóttur höfunda Orðagulls sem flestir skólar á Íslandi nota nú þegar. Í mars á síðasta ári tók Mussila yfir rekstur Orðagulls og nú ári síðar er nýtt og stærra app tilbúið fyrir alþjóðlegan markað. Fyrsta tungumálið í Mussila WordPlay er enska en með tíð og tíma munu fleiri tungumál standa til boða,“ segir um smáforritið. Svona lítur Musila WordPlay út á spjaldtölvum. Krossgátur, spurningar og fleira Notast er við æfingar, krossgátur, spurningar, sögur og bókasafn. Leiklestur sem heyra má í appinu er í höndum leikkonunnar Camille Marmié og eru öll fyrirmæli og útskýringar leiklesnar en með því er börnunum ætlað að læra að nota sjónrænan orðaforða. Þá segir að í bókasafni Mussila séð meðal ananrs hægt að finna söguna af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ á ensku. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Mussila að börn séu fróðleiksfús að eðlisfari og það sé skylda okkar að veita þeim skapandi og skemmtilegar lausnir svo þau finni fyrir löngun og hvatningu til að læra. „Það er mín sannfæring að öllum börnum eigi að standa til boða námsefni þar sem þau læra í gegnum leik og tekur mið af því besta sem gerist í nýsköpun í dag, með stafrænu byltingunni er það vel raunhæft,” er haft eftir Jóni Gunnari. Um Mussila segir að það sé nýsköpunarfyrirtæki sem framleiði stafrænar menntalausnir fyrir börn. Í dag vinni hjá fyrirtækinu tíu manns frá fjórum löndum; listamenn, markaðsfræðingar og tölvunarfræðingar.
Nýsköpun Tækni Stafræn þróun Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent