Viðskipti erlent

Rússar hóta að hand­­taka við­­skipta­­menn sem gagn­rýna Pútín

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Fjölmörg fyrirtæki hafa hætt starfsemi sinni í Rússlandi vegna innrásarinnar.
Fjölmörg fyrirtæki hafa hætt starfsemi sinni í Rússlandi vegna innrásarinnar. Getty/Sayganov

Rússneskir saksóknarar hafa hótað því að handtaka viðskiptamenn sem gagnrýna rússnesku ríkisstjórnina. Þá hafa þeir einnig hótað því að leggja hald á eigur fyrirtækja, sem lokað hafa starfsemi sinni í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Fyrirtæki sem vöruð hafa verið við eru til að mynda McDonalds, tölvufyrirtækið IBM auk skyndibitakeðjunnar KFC. Saksóknarar hafa meðal heimsótt bækistöðvar fyrirtækjanna í Rússlandi og hringt í stjórnendur þeirra.

Vladimir Pútín forseti Rússlands kvaðst fyrr í vikunni styðja lög um að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja sem lokað hafa starfsemi vegna innrásarinnar.

Samkvæmt Wall Street Journal hefur eitt ónafngreint fyrirtæki skorið á tengsl við rússnesk útibú sín, af ótta við hleranir rússneskra stjórnvalda. Önnur hafa flutt stjórnarmenn út úr landi.

Fylgst er með nýjustu vendingum í vaktinni hér á Vísi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×