Bíó og sjónvarp

Fyrsta stikla Obi-Wan Kenobi

Samúel Karl Ólason skrifar
Ewan McGregor í hlutverki Obi-Wan Kenobi.
Ewan McGregor í hlutverki Obi-Wan Kenobi.

Disney birti í kvöld fyrstu stiklu þáttanna Obi-Wan Kenobi, sem fjalla einmitt um Jedi-rddarann fræga, Obi-Wan Kenobi. Þeir fjalla um sögu Old Ben á milli kvikmyndanna Revenge of the Sith og A New Hope.

Í stiklunni má sjá hluta úr lífi Obi-Wans á Tatooine og það að hann er að standa vörð um Luke Skywalker. Þar má þó einnig sjá að svokallaðir Sith Inquisitors eru á hælunum á honum með tilheyrandi sveiflandi geislasverðum.

Svo verður að nefna það að í lokinn má heyra Darth Vader draga andann.

Þættirnir verða sex talsins og sá fyrsti verður frumsýndur á Disney + þann 25. maí.

Í aðalhlutverkum eru Ewan McGregor, Hayden Christensen, Ruper Friend, Kumail nanjiani, Joel Edgerton, Simone Kessell, Maya Erskine og Sung Kang, svo einhver séu nefnd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×