Öflug bráðagreining um land allt: Bráð veikindi á landsbyggðinni Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 9. mars 2022 20:01 Sérhæfð bráðaþjónusta er staðsett í Reykjavík. Mínúturnar skipta máli í bráðaerindum hvort sem þau séu í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Við bráð veikindi á landsbyggðinni getur einstaklingurinn átt fyrir hendi langa ferð áður en hann kemst að hjá lækni. Mikilvægt er þá að öflugur tækjakostur sé í vinnuumhverfi lækna sem greini hvort um sé að ræða bráðaerindi sem þurfi að fara strax suður eður ei. Í tilfellum veikinda með einkenni heilablæðingar má ekki gefa lyf nema sneiðmynd liggi fyrir. Ef sú greining liggur fyrir og sýnir blóðtappa þá er fyrst leyfilegt að gefa lyf til að koma blóðflæðinu aftur af stað. Líf og heilsa fólks liggur með því að sem fæstar mínútur séu frá einkennum þar til sneiðmynd liggur fyrir og gefin séu lyf til að leysa blóðtappann. Þegar þetta tæki vantar þá er fólk sent suður með tilheyrandi ferðatíma sem hefur gríðarleg áhrif á lífslíkur fólks því ekki eru gefin lyf við blóðtappanum án greiningar og tíminn líður. Ferðatíminn fram að sérhæfðri bráðaþjónustu Á Austurlandi er lengsta flugleið að sérhæfðri bráðaþjónustu, um 400km frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Við verðum að gera allt til að stytta ferðatíma fólks og tryggja rétta greiningu með viðeigandi tækjakosti í heimabyggð. Það gerum við með öflugum samgöngum á landsbyggðinni, öflugu sjúkraflugi, nauðsynlegum greiningartækjum og tryggja Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni byggt á lögum um almannahagsmuni. Þingsályktunartillaga um aukinn tækjakost á Egilsstöðum Verulega vantar greiningarkost á Egilsstöðum til að fullbráðagreina heilsufar. Við verðum að styrkja vinnuumhverfi lækna, að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi tækjakosti en ekki á tilfinningu hvort sé um bráðaerindi að ræða eða ekki. Það á ekki að taka sénsa með líf og heilsu fólks vegna óvissu um heilsufarsástand. Það liggur ljóst fyrir að úr þessu verður að bæta og vegna þess þá hef ég sett fram fyrstu þingsályktunartillögu mína um að fjármunir komi í nauðsynlegan tækjakost til bráðagreiningar á bráðamóttökunni á Egilsstöðum. Áhersla á tækni og tækjakost Í dag felst mikil hagkvæmni í að nýta tækni og tækjakost því það leiðir til sparnaðar. Þar má nefna fjarheilbrigðisþjónustu með öflugum tækjakosti sem bætir aðgang landsbyggðarinnar að öflugri heilbrigðisþjónustu. Sá tækjakostur leiðir til sparnaðar því þá þarf fólk minna að sækja suður í heilbrigðisþjónustu og öflugur tækjakostur til bráðagreiningar fækkar sjúkraflugum vegna vissu um heilsufarsástand og tryggir rétt og hröð viðbrögð í bráðafasa. Pössum að verða ekki samdauna lélegum aðstæðum tengt heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni. Látum í okkur heyra og förum fram á bætt vinnuumhverfi lækna með nauðsynlegum tækjakosti sem mun bæði leiða til sparnaðar fyrir ríkið og standa vörð um líf og heilsu fólks. Höfundur er formaður byggðaráðs Múlaþings, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til oddvita í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi sem fer fram 12. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Sérhæfð bráðaþjónusta er staðsett í Reykjavík. Mínúturnar skipta máli í bráðaerindum hvort sem þau séu í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Við bráð veikindi á landsbyggðinni getur einstaklingurinn átt fyrir hendi langa ferð áður en hann kemst að hjá lækni. Mikilvægt er þá að öflugur tækjakostur sé í vinnuumhverfi lækna sem greini hvort um sé að ræða bráðaerindi sem þurfi að fara strax suður eður ei. Í tilfellum veikinda með einkenni heilablæðingar má ekki gefa lyf nema sneiðmynd liggi fyrir. Ef sú greining liggur fyrir og sýnir blóðtappa þá er fyrst leyfilegt að gefa lyf til að koma blóðflæðinu aftur af stað. Líf og heilsa fólks liggur með því að sem fæstar mínútur séu frá einkennum þar til sneiðmynd liggur fyrir og gefin séu lyf til að leysa blóðtappann. Þegar þetta tæki vantar þá er fólk sent suður með tilheyrandi ferðatíma sem hefur gríðarleg áhrif á lífslíkur fólks því ekki eru gefin lyf við blóðtappanum án greiningar og tíminn líður. Ferðatíminn fram að sérhæfðri bráðaþjónustu Á Austurlandi er lengsta flugleið að sérhæfðri bráðaþjónustu, um 400km frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Við verðum að gera allt til að stytta ferðatíma fólks og tryggja rétta greiningu með viðeigandi tækjakosti í heimabyggð. Það gerum við með öflugum samgöngum á landsbyggðinni, öflugu sjúkraflugi, nauðsynlegum greiningartækjum og tryggja Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni byggt á lögum um almannahagsmuni. Þingsályktunartillaga um aukinn tækjakost á Egilsstöðum Verulega vantar greiningarkost á Egilsstöðum til að fullbráðagreina heilsufar. Við verðum að styrkja vinnuumhverfi lækna, að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi tækjakosti en ekki á tilfinningu hvort sé um bráðaerindi að ræða eða ekki. Það á ekki að taka sénsa með líf og heilsu fólks vegna óvissu um heilsufarsástand. Það liggur ljóst fyrir að úr þessu verður að bæta og vegna þess þá hef ég sett fram fyrstu þingsályktunartillögu mína um að fjármunir komi í nauðsynlegan tækjakost til bráðagreiningar á bráðamóttökunni á Egilsstöðum. Áhersla á tækni og tækjakost Í dag felst mikil hagkvæmni í að nýta tækni og tækjakost því það leiðir til sparnaðar. Þar má nefna fjarheilbrigðisþjónustu með öflugum tækjakosti sem bætir aðgang landsbyggðarinnar að öflugri heilbrigðisþjónustu. Sá tækjakostur leiðir til sparnaðar því þá þarf fólk minna að sækja suður í heilbrigðisþjónustu og öflugur tækjakostur til bráðagreiningar fækkar sjúkraflugum vegna vissu um heilsufarsástand og tryggir rétt og hröð viðbrögð í bráðafasa. Pössum að verða ekki samdauna lélegum aðstæðum tengt heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni. Látum í okkur heyra og förum fram á bætt vinnuumhverfi lækna með nauðsynlegum tækjakosti sem mun bæði leiða til sparnaðar fyrir ríkið og standa vörð um líf og heilsu fólks. Höfundur er formaður byggðaráðs Múlaþings, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til oddvita í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi sem fer fram 12. mars næstkomandi.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun