Pétur hefur enn trú: „Við förum í alla leiki til að vinna” Árni Gísli Magnússon skrifar 7. mars 2022 21:46 Pétur Már er ekki af baki dottinn. Vísir/Hulda Margrét Vestri vann stórsigur á Þór Akureyri, 73-117, í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í frestuðum leik í Subway deild karla. Vestra menn voru betri allan leikinn og gengu á lagið í seinni hálfleik og kafsigldu heimamenn og unnu að lokum auðveldan 45 stiga sigur. Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið sáttur með útkomuna. „Ánægður að við unnum og spiluðum vel. Varnarleikurinn þéttur, kom smá kafli hjá okkur þar sem við vorum að taka slæmar ákvarðanir sóknarlega og vorum ekki nógu orkumiklir varnarlega, en svo bara frábær seinni hálfleikur, hittum vel og fengum stopp inn í hraðaupphlaup og seinni bylgju sóknir sem bara svínvirkaði í dag.” Þórsliðið var að spila lélega vörn í dag og fengu gestirnir að skjóta af vild utan af velli og keyrðu einnig á körfuna með afbragðs árangri. „Þeir voru nú ekki að gefa opin skot í byrjun en þegar leikurinn var að fjara út þá misstu þeir svolítið trúna á þessu og við settum bara í drápsgírinn og héldum áfram og gerðum vel og það hefur bara vantað svolítið í vetur og bara ánægður líka að ungur strákarnir sem komu hérna inn á voru ekkert að slaka á, þeir bara keyrðu á.” „Liðið geislaði af sjálfstrausti og við erum bara að fara í hvern leik til að vinna. Nú erum við búnir að vera í jöfnum leikjum í allan vetur fyrir utan kannski þrjá til fjóra, fimm leiki en við verðum að setja upp svona solid frammistöðu sem er jöfn og dívurnar ekki of miklar, þær hafa verið í byrjun þriðja leikhluta meira og minna í allan vetur, við komum sterkir út úr þriðja núna og þá fáum við svona meira sjálfstraust inn í fjórða og þá bara svona aldeilis flugum við í gang”, bætti Pétur við. Vestri er með 8 stig í ellefta og næstneðsta sæti en þar fyrir ofan koma Breiðablik og ÍR með 14 stig. Vestri á fimm leiki eftir og þar á meðal gegn báðum þessum liðum. Hafa Pétur og lærisveinar hans enn trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Klárlega, förum í hvern leik til að vinna hann, sama hvort það er ÍR, Breiðablik, Njarðvík eða Stjarnan eða eitthvað, við förum í alla leiki til að vinna”, sagði kokhraustur Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Vestri Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið sáttur með útkomuna. „Ánægður að við unnum og spiluðum vel. Varnarleikurinn þéttur, kom smá kafli hjá okkur þar sem við vorum að taka slæmar ákvarðanir sóknarlega og vorum ekki nógu orkumiklir varnarlega, en svo bara frábær seinni hálfleikur, hittum vel og fengum stopp inn í hraðaupphlaup og seinni bylgju sóknir sem bara svínvirkaði í dag.” Þórsliðið var að spila lélega vörn í dag og fengu gestirnir að skjóta af vild utan af velli og keyrðu einnig á körfuna með afbragðs árangri. „Þeir voru nú ekki að gefa opin skot í byrjun en þegar leikurinn var að fjara út þá misstu þeir svolítið trúna á þessu og við settum bara í drápsgírinn og héldum áfram og gerðum vel og það hefur bara vantað svolítið í vetur og bara ánægður líka að ungur strákarnir sem komu hérna inn á voru ekkert að slaka á, þeir bara keyrðu á.” „Liðið geislaði af sjálfstrausti og við erum bara að fara í hvern leik til að vinna. Nú erum við búnir að vera í jöfnum leikjum í allan vetur fyrir utan kannski þrjá til fjóra, fimm leiki en við verðum að setja upp svona solid frammistöðu sem er jöfn og dívurnar ekki of miklar, þær hafa verið í byrjun þriðja leikhluta meira og minna í allan vetur, við komum sterkir út úr þriðja núna og þá fáum við svona meira sjálfstraust inn í fjórða og þá bara svona aldeilis flugum við í gang”, bætti Pétur við. Vestri er með 8 stig í ellefta og næstneðsta sæti en þar fyrir ofan koma Breiðablik og ÍR með 14 stig. Vestri á fimm leiki eftir og þar á meðal gegn báðum þessum liðum. Hafa Pétur og lærisveinar hans enn trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Klárlega, förum í hvern leik til að vinna hann, sama hvort það er ÍR, Breiðablik, Njarðvík eða Stjarnan eða eitthvað, við förum í alla leiki til að vinna”, sagði kokhraustur Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Vestri Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira