Úrbætur á LSH fyrir krabbameinssjúka og tilboð Krabbameinsfélagsins Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 7. mars 2022 17:00 Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2021 var samþykkt að veita 450 milljón króna fjárstuðning til Landspítalans með því skilyrði að sú upphæð færi til byggingar nýrrar dagdeildar fyrir blóð- og krabbameinslækningar í svokallaðri K-byggingu spítalans við Hringbraut. Í nýju tölublaði Læknablaðsins lýsir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins vonbrigðum sínum með viðbrögð stjórnvalda við tilboðinu. Krabbameinsfélagið hefur átt í viðræðum við LSH um úrbætur á þjónustu við krabbameinssjúka og mun Landspítalinn hafa þróað hugmyndina um að nýta K-bygginguna sem hefur staðið ókláruð í þrjá áratugi. Með breytingum á fyrirliggjandi húsnæði væri hægt að koma dagdeild, þar sem lyfjameðferð fer fram, á einni hæð og göngudeild, þar sem viðtöl fara fram, á annarri hæð. Yfirlæknar blóðlækninga og lyflækninga krabbameina á LSH taka undir með framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og segja aðstöðuna algerlega óviðundandi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Meðal þess vanda sem aðstöðuleysið skapar er að nota þarf dýrari lyf og ekki sé rými til að ráða fleira starfsfólk. Upphæðin sem Krabbameinsfélagið er reiðubúið að leggja fram er um þriðjungur þeirrar upphæðar sem áætlað er að nauðsynlegar breytingar á K-byggingunni kosti. Ég tók málið upp í fyrirspurn til heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar, á Alþingi í dag og spurði hvers vegna ekki hefði borist skýrt svar við tilboði Krabbameinsfélagsins. Ráðherra viðurkenndi að vandinn væri brýnn og sagði að fundað hafi verið um málið. Á honum mátti einnig skilja að þunglamalegt stjórnkerfi réði ekki við að taka skjóta ákvörðun um málið. Fyrir liggur að krabbameinstilfellum mun fjölga um 30% á næstu 15 árum og ekki síður að núverandi aðstaða á dagdeildinni þar sem lyfjagjöfin fer fram er algerlega óviðunandi. Hugmyndin um að klára K-bygginguna nýtur víðtæks stuðnings enda löngu kominn tími á framtíðaraðstöðu fyrir dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga við LSH. Hvar er fyrirstaðan? Þeirri spurningu þarf að svara. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2021 var samþykkt að veita 450 milljón króna fjárstuðning til Landspítalans með því skilyrði að sú upphæð færi til byggingar nýrrar dagdeildar fyrir blóð- og krabbameinslækningar í svokallaðri K-byggingu spítalans við Hringbraut. Í nýju tölublaði Læknablaðsins lýsir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins vonbrigðum sínum með viðbrögð stjórnvalda við tilboðinu. Krabbameinsfélagið hefur átt í viðræðum við LSH um úrbætur á þjónustu við krabbameinssjúka og mun Landspítalinn hafa þróað hugmyndina um að nýta K-bygginguna sem hefur staðið ókláruð í þrjá áratugi. Með breytingum á fyrirliggjandi húsnæði væri hægt að koma dagdeild, þar sem lyfjameðferð fer fram, á einni hæð og göngudeild, þar sem viðtöl fara fram, á annarri hæð. Yfirlæknar blóðlækninga og lyflækninga krabbameina á LSH taka undir með framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og segja aðstöðuna algerlega óviðundandi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Meðal þess vanda sem aðstöðuleysið skapar er að nota þarf dýrari lyf og ekki sé rými til að ráða fleira starfsfólk. Upphæðin sem Krabbameinsfélagið er reiðubúið að leggja fram er um þriðjungur þeirrar upphæðar sem áætlað er að nauðsynlegar breytingar á K-byggingunni kosti. Ég tók málið upp í fyrirspurn til heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar, á Alþingi í dag og spurði hvers vegna ekki hefði borist skýrt svar við tilboði Krabbameinsfélagsins. Ráðherra viðurkenndi að vandinn væri brýnn og sagði að fundað hafi verið um málið. Á honum mátti einnig skilja að þunglamalegt stjórnkerfi réði ekki við að taka skjóta ákvörðun um málið. Fyrir liggur að krabbameinstilfellum mun fjölga um 30% á næstu 15 árum og ekki síður að núverandi aðstaða á dagdeildinni þar sem lyfjagjöfin fer fram er algerlega óviðunandi. Hugmyndin um að klára K-bygginguna nýtur víðtæks stuðnings enda löngu kominn tími á framtíðaraðstöðu fyrir dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga við LSH. Hvar er fyrirstaðan? Þeirri spurningu þarf að svara. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun