Viðskipti innlent

Lóa Björk um borð í Lestina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lóa Björk Björnsdóttir tekur við starfinu af Önnu Marsibil Clausen sem er nýr ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
Lóa Björk Björnsdóttir tekur við starfinu af Önnu Marsibil Clausen sem er nýr ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.

Lóa Björk Björnsdóttir hefur verið ráðin í dagskrárgerð og menningarumfjöllun á Rás 1. Hún mun stýra Lestinni með Krisjáni Guðjónssyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

Lóa Björk hefur unnið við dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp á Útvarpi 101 þar sem hún hélt úti daglegum útvarpsþáttum, fyrst morgunþætti og seinna síðdegisþætti. Frá 2019 hefur hún stýrt vikulegum hlaðvarpsþætti, Athyglisbresti á lokastigi, ásamt Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur. 

Frá útskrift af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands hefur Lóa Björk verið með reglulegt uppistand, sýnt verk á sviðslistahátíðum og haldið vinnustofur fyrir börn og fullorðna.

Sjónvarpsþættir sem Lóa Björk hefur unnið að eru raunveruleikaþátturinn Æði, spjallþátturinn Tala saman og óútkominn heimildarþáttur um internetið og það fjölbreytta mannlíf sem þrífst þar. Þátturinn er væntanlegur á Stöð 2 í lok mars.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.