Viðskipti innlent

Sæta­nýting hjá Play jókst milli mánaða

Atli Ísleifsson skrifar
Flugfélagið hefur væntingar um að sætanýting aukist á næstu mánuðum.
Flugfélagið hefur væntingar um að sætanýting aukist á næstu mánuðum. Vísir/Vilhelm

Flugfélagið Play flutti 19.686 farþega nýliðnum febrúarmánuði og var sætanýting 67,1 prósent, samanborið við 55,7 prósent í janúar.

Frá þessu segir í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur fram að mikill fjöldi kórónuveirusmita í lok síðasta árs hafi haft þau áhrif að Play hafi þurft að aðlaga flugáætlun sína í janúar og febrúar. Hafi félagið væntingar um að sætanýting aukist á næstu mánuðum.

„Þessar væntingar grundvallast á tveimur meginatriðum. Annars vegar því að í febrúar hélt bókunum áfram að fjölga, eins og raunin hafði verið í janúar, og það þrátt fyrir váleg tíðindi í heimsmálunum. Hins vegar er fyrirséð að tengiflug yfir Atlantshaf, sem hefst í vor, muni styrkja stöðuna enn frekar,“ segir í tilkynningunni.

Ennfremur segir að félagið sé í enn í góðri stöðu til að takast á við óvissuna, sem tengist heimsfaraldrinum og stríðsátökum í Evrópu, með sveigjanlegum rekstri.

„Hingað til hafa áhrif stríðsins á PLAY takmarkast við hækkun olíuverðs. Félagið hefur innleitt sérsniðna innkaupastefnu á olíuvörnum sem kynnt verður þegar félagið kynnir ársfjórðungsuppgjör sitt þann 17. mars næstkomandi,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.