Lýðræði í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar 5. mars 2022 09:01 Við erum rækilega minnt á það þessa dagana að frelsi okkar er eitt það mikilvægasta sem við eigum. Lýðræði er ekki sjálfsagður hlutur og við sjáum því miður þróun í þveröfuga átt við það sem maður hefði helst óskað. Við eigum því að fagna því að búa í frjálsu og opnu samfélagi og taka þátt í lýðræðinu. Lýðræðislegar kosningar í félagasamtökum, húsfélögum, og stjórnmálaflokkum eru birtingarmyndir um frelsi samfélaga. Á sama tíma eigum við að berjast gegn ógnarstjórn og öllu ofbeldi eins og okkur er frekast unnt. Ég hef undanfarnar vikur getað fagnað því tækifæri sem mér hefur boðist að geta tekið á beinan þátt í lýðræðinu í bæjarfélaginu mínu Garðabæ og boðið fram þar. Í dag er prófkjör hjá Sjálfstæðisfélögunum í Garðabæ þar sem við flokksmenn munum velja frambjóðendur á lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Ég hef lagt áherslu í mínu framboði á að traustur rekstur bæjarins sé forsenda þess að við getum eflt samfélagið. Það er ekkert alltaf spennandi en þá er ágætt að minna á eftirfarandi. Með fjárhagslegu sjálfstæði lágum skuldum og traustum rekstri skapast tækifæri til að geta ráðist í metnaðarfull verkefni sem sumir geta aðeins látið sig dreyma um. Það þarf sterk bein til að tryggja jákvæða afkomu og hefur sú nálgun þeirra sem byggðu bæinn okkar verið blár þráður allt frá því að bærinn byggðist. Þráður sem við megum aldrei slíta. Sjálfur trúi ég á frelsi fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga og tel mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna vera að skapa umhverfi þar sem einkaframtakið fær notið sín í samvinnu við hið opinbera. Þar liggur grundvallarhugsjón sjálfstæðisstefnunnar að samfélög sem hverfist um frelsi einstaklingsins séu samfélög sem við eigum að stefna að. Sagan hefur líka sýnt okkur að slík samfélög ná árangri og bæta lífskjör allra. Ég hvet því alla sjálfstæðis- menn og konur í Garðabæ að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fer í dag. Besta leiðin til að efla lýðræðið er að taka þátt í því! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Almar Guðmundsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Við erum rækilega minnt á það þessa dagana að frelsi okkar er eitt það mikilvægasta sem við eigum. Lýðræði er ekki sjálfsagður hlutur og við sjáum því miður þróun í þveröfuga átt við það sem maður hefði helst óskað. Við eigum því að fagna því að búa í frjálsu og opnu samfélagi og taka þátt í lýðræðinu. Lýðræðislegar kosningar í félagasamtökum, húsfélögum, og stjórnmálaflokkum eru birtingarmyndir um frelsi samfélaga. Á sama tíma eigum við að berjast gegn ógnarstjórn og öllu ofbeldi eins og okkur er frekast unnt. Ég hef undanfarnar vikur getað fagnað því tækifæri sem mér hefur boðist að geta tekið á beinan þátt í lýðræðinu í bæjarfélaginu mínu Garðabæ og boðið fram þar. Í dag er prófkjör hjá Sjálfstæðisfélögunum í Garðabæ þar sem við flokksmenn munum velja frambjóðendur á lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Ég hef lagt áherslu í mínu framboði á að traustur rekstur bæjarins sé forsenda þess að við getum eflt samfélagið. Það er ekkert alltaf spennandi en þá er ágætt að minna á eftirfarandi. Með fjárhagslegu sjálfstæði lágum skuldum og traustum rekstri skapast tækifæri til að geta ráðist í metnaðarfull verkefni sem sumir geta aðeins látið sig dreyma um. Það þarf sterk bein til að tryggja jákvæða afkomu og hefur sú nálgun þeirra sem byggðu bæinn okkar verið blár þráður allt frá því að bærinn byggðist. Þráður sem við megum aldrei slíta. Sjálfur trúi ég á frelsi fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga og tel mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna vera að skapa umhverfi þar sem einkaframtakið fær notið sín í samvinnu við hið opinbera. Þar liggur grundvallarhugsjón sjálfstæðisstefnunnar að samfélög sem hverfist um frelsi einstaklingsins séu samfélög sem við eigum að stefna að. Sagan hefur líka sýnt okkur að slík samfélög ná árangri og bæta lífskjör allra. Ég hvet því alla sjálfstæðis- menn og konur í Garðabæ að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fer í dag. Besta leiðin til að efla lýðræðið er að taka þátt í því! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar