Samgöngu- og þróunarásar höfuðborgarsvæðisins Þorsteinn R. Hermannsson skrifar 2. mars 2022 09:00 Það hefur stundum verið sagt að samgöngur og skipulag séu eins og systur. Með undirritun samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu haustið 2019 má því segja að samband systranna hafði orðið nánara og sterkara en áður. Fjárfestingar Betri samgangna ohf. í Borgarlínu, göngu- og hjólastígum og stofnvegum eru ekki bara metnaðarfull samgönguverkefni. Á sama tíma eru þær lykilþáttur í þróun byggðar, umhverfis og lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu og munu fjölga valkostum þegar kemur að samgöngum. Mikill vöxtur Síðustu ár hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði fjölgað um 90 manns á viku. Með því samgönguskipulagi og ferðavenjum sem við þekkjum í dag má jafnhliða búast við að bílaflotinn á gatnakerfinu stækki um 50 bíla á viku. Svo kemur næsta vika. Viðfangsefnið er því ekki aðeins staðan eins og hún er í dag. Í kröftugum vexti er viðfangsefnið að skipuleggja hvernig íbúar komast á milli staða með skilvirkum og hagkvæmum hætti og á sama tíma hvar staðsetja á nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði. Svæðisskipulag 2040 samvinna sveitarfélaganna Við mótun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 varð ljóst að nær ómögulegt verður að brjóta byggingarland og byggja upp samgöngukerfi fyrir næstu kynslóðir íbúa með sama hætti og á síðustu öld. Sveitarfélögin sameinuðust því um að breyta um kúrs í skipulagi byggðar og samgangna. Í svæðisskipulagi til ársins 2040 eru skýr markmið um aukna sjálfbærni, meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands og grunnkerfa samgangna sem m.a. á að ná með áherslu á uppbyggingu innan núverandi þéttbýlis. Að stytta vegalengdir fólks í daglega lífinu. Samgöngu- og þróunarásar með hágæða almenningssamgöngum, Borgarlínu, og hjólastígum sem tengja sveitarfélögin og helstu uppbyggingasvæði þeirra saman eru hryggjarstykkið í svæðisskipulaginu. Þar eru betri almenningssamgöngur og betri innviðir fyrir hjólandi og gangandi í forgangi og stuðlað að því að sem flestir geti farið ferða sinna með hagkvæmum og vistvænum hætti. Á sama tíma er meginþunga vaxtar og uppbyggingar beint á miðkjarna og samgöngu- og þróunarása innan núverandi byggðar. Hlutfall íbúðabyggðar á þessum áherslusvæðum á samkvæmt svæðisskipulaginu að vaxa úr 30% árið 2012 í 66% árið 2040. Borgarskipulag tekur mið af samgöngum Í nýlegri þróunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið kemur fram að á milli 60-70% af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem byggja á næstu fimm árin eru innan áhrifasvæðis fyrirhugaðra hágæða almenningssamgangna. Sveitafélögin eru í samræmi við stefnu svæðisskipulagsins að vinna að hagkvæmum vexti með meiri þéttleika og blöndun byggðar við þessa vistvænu samgönguása en annars staðar. Þá sést vel í metnaðarfullum uppbyggingaráformum helstu fasteignafélaga landsins að þau eru í góðum takti við þessa þróun og eru að skipuleggja eftirsóknarverð uppbyggingarsvæði. Við fyrstu lotu framkvæmda Borgarlínu eru mörg spennandi þróunarsvæði sem byggjast munu upp á næstu árum t.d. Ártúnshöfði, Elliðaárvogur, Skeifan, Suðurlandsbraut, Kársnes og Hamraborg að ógleymdri miðborginni og Landspítalasvæðinu. Þá eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík að vinna spennandi áætlanir um þróun sinna háskólasvæða með Borgarlínuna sem hryggjarstykki til framtíðar. Erlend borgarsvæði sem eru að vaxa, líkt og höfuðborgarsvæðið eru undantekningalítið að stefna áfram í sambærilega átt, að byggja upp þéttara borgarsamfélag á ásum með skilvirkum, hagkvæmum og vistvænum samgöngum. Með samgöngu- og þróunarásum höfuðborgarsvæðisins er leitast við að lágmarka sóun, að mæta flóknum áskorunum nútímans og framtíðarinnar og búa til fleiri valkosti í byggð og samgöngum fyrir vaxandi íbúafjölda. Höfundur er forstöðumaður samgangna hjá Betri samgöngum ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Reykjavík Samgöngur Skipulag Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Það hefur stundum verið sagt að samgöngur og skipulag séu eins og systur. Með undirritun samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu haustið 2019 má því segja að samband systranna hafði orðið nánara og sterkara en áður. Fjárfestingar Betri samgangna ohf. í Borgarlínu, göngu- og hjólastígum og stofnvegum eru ekki bara metnaðarfull samgönguverkefni. Á sama tíma eru þær lykilþáttur í þróun byggðar, umhverfis og lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu og munu fjölga valkostum þegar kemur að samgöngum. Mikill vöxtur Síðustu ár hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði fjölgað um 90 manns á viku. Með því samgönguskipulagi og ferðavenjum sem við þekkjum í dag má jafnhliða búast við að bílaflotinn á gatnakerfinu stækki um 50 bíla á viku. Svo kemur næsta vika. Viðfangsefnið er því ekki aðeins staðan eins og hún er í dag. Í kröftugum vexti er viðfangsefnið að skipuleggja hvernig íbúar komast á milli staða með skilvirkum og hagkvæmum hætti og á sama tíma hvar staðsetja á nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði. Svæðisskipulag 2040 samvinna sveitarfélaganna Við mótun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 varð ljóst að nær ómögulegt verður að brjóta byggingarland og byggja upp samgöngukerfi fyrir næstu kynslóðir íbúa með sama hætti og á síðustu öld. Sveitarfélögin sameinuðust því um að breyta um kúrs í skipulagi byggðar og samgangna. Í svæðisskipulagi til ársins 2040 eru skýr markmið um aukna sjálfbærni, meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands og grunnkerfa samgangna sem m.a. á að ná með áherslu á uppbyggingu innan núverandi þéttbýlis. Að stytta vegalengdir fólks í daglega lífinu. Samgöngu- og þróunarásar með hágæða almenningssamgöngum, Borgarlínu, og hjólastígum sem tengja sveitarfélögin og helstu uppbyggingasvæði þeirra saman eru hryggjarstykkið í svæðisskipulaginu. Þar eru betri almenningssamgöngur og betri innviðir fyrir hjólandi og gangandi í forgangi og stuðlað að því að sem flestir geti farið ferða sinna með hagkvæmum og vistvænum hætti. Á sama tíma er meginþunga vaxtar og uppbyggingar beint á miðkjarna og samgöngu- og þróunarása innan núverandi byggðar. Hlutfall íbúðabyggðar á þessum áherslusvæðum á samkvæmt svæðisskipulaginu að vaxa úr 30% árið 2012 í 66% árið 2040. Borgarskipulag tekur mið af samgöngum Í nýlegri þróunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið kemur fram að á milli 60-70% af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem byggja á næstu fimm árin eru innan áhrifasvæðis fyrirhugaðra hágæða almenningssamgangna. Sveitafélögin eru í samræmi við stefnu svæðisskipulagsins að vinna að hagkvæmum vexti með meiri þéttleika og blöndun byggðar við þessa vistvænu samgönguása en annars staðar. Þá sést vel í metnaðarfullum uppbyggingaráformum helstu fasteignafélaga landsins að þau eru í góðum takti við þessa þróun og eru að skipuleggja eftirsóknarverð uppbyggingarsvæði. Við fyrstu lotu framkvæmda Borgarlínu eru mörg spennandi þróunarsvæði sem byggjast munu upp á næstu árum t.d. Ártúnshöfði, Elliðaárvogur, Skeifan, Suðurlandsbraut, Kársnes og Hamraborg að ógleymdri miðborginni og Landspítalasvæðinu. Þá eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík að vinna spennandi áætlanir um þróun sinna háskólasvæða með Borgarlínuna sem hryggjarstykki til framtíðar. Erlend borgarsvæði sem eru að vaxa, líkt og höfuðborgarsvæðið eru undantekningalítið að stefna áfram í sambærilega átt, að byggja upp þéttara borgarsamfélag á ásum með skilvirkum, hagkvæmum og vistvænum samgöngum. Með samgöngu- og þróunarásum höfuðborgarsvæðisins er leitast við að lágmarka sóun, að mæta flóknum áskorunum nútímans og framtíðarinnar og búa til fleiri valkosti í byggð og samgöngum fyrir vaxandi íbúafjölda. Höfundur er forstöðumaður samgangna hjá Betri samgöngum ohf.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun