Heimilisofbeldi – Ertu viss um að börnin séu sofandi? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 1. mars 2022 10:30 Heimilisofbeldi er þegar að einstaklingur inni á heimili hótar, niðurlægir, ógnar, kúgar, beitir líkamlegu, fjárhagslegu, stafrænu eða kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki það sama og að vera ósammála, verða pirraður og reiður vegna einhvers. Þegar að pirringur, reiði og ágreiningur fer að bitna á heimilismeðlimum á þennan hátt þá er um heimilisofbeldi að ræða. Fjölgun tilkynninga Heimilisofbeldis tilkynningum hefur fjölgað ár frá ári síðan árið 2015. 2015: 782 tilkynningar 2016: 792 tilkynningar 2017: 872 tilkynningar 2018: 869 tilkynningar 2019: 902 tilkynningar 2020: 1.017 tilkynningar Heimilisofbeldi er því gríðarlegt vandamál hér á landi og ekki til ein lausn við því. Mikilvægt er þó að huga að því að oft er heimilisofbeldi viðvarandi ástand innan fjölskyldu. Það gerist oft ítrekað nema að gerandinn leiti sér aðstoðar við ofbeldishegðun sinni. Ofbeldi á sér stað í öllum stöðum samfélagsins og allir geta orðið fyrir ofbeldi en þeir sem að beita því verða að axla ábyrgð og tryggja það að varpa ekki ábyrgð yfir á þolendur ofbeldisins. Börn vita, heyra og finna Börn sem að sjá eða heyra heimilisofbeldi eru þolendur ofbeldis. Orðin sem eru sögð og spennan sem að er í andrúmsloftinu hún býr til öryggisleysi hjá börnum. Þessi börn eru í viðkvæmari stöðu en önnur börn vegna þess ofbeldis sem að þau upplifa innan veggja heimilisins. Börnin eru ekki alltaf sofandi á kvöldin þegar að mesta ofbeldið á sér stað, börnin heyra og skynja mun meira en foreldrar gera sér oft grein fyrir. Gerendur bera ábyrgð og þurfa aðstoð til að breyta hegðun sinni Það er ekki svo að börn ætli sér að verða fullorðnir einstaklingar sem að beita ofbeldi í samskiptum. Gerendur þurfa aðstoð við að tileinka sér nýjar leiðir til að brjóta ekki á öðrum heimilismeðlimum vegna eigins vanmáttar, skorts á tilfinningastjórnun og skorts á innsýn inn í tilfinningar og líðan annarra fjölskyldumeðlima. Einn gerandi getur haft gríðarleg áhrif á líf margra þolenda. Því er svo mikilvægt að við styðjum einnig við gerendur til að samfélagið verði heilbrigðara. Ég hvet öll sem að gætu verið gerendur eða þolendur heimilisofbeldis að leita sér aðstoðar því að ofbeldið hættir yfirleitt ekki nema með aðkomu fagaðila. Sá sem að beitir heimilisofbeldi ber einn ábyrgð á ofbeldinu. Ef að þú ert gerandi eða þolandi heimilisofbeldis þá vil ég hvetja þig að leita þér aðstoðar, ýmis frábær úrræði eru til og hægt að skoða þau á síðu 112.is https://www.112.is/urraedi Verndum og styðjum þolendur og styðjum gerendur til bættrar hegðunar. Höfundur er sálfræðingur og barnaverndarstarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Eva Sjöfn Helgadóttir Heimilisofbeldi Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi er þegar að einstaklingur inni á heimili hótar, niðurlægir, ógnar, kúgar, beitir líkamlegu, fjárhagslegu, stafrænu eða kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki það sama og að vera ósammála, verða pirraður og reiður vegna einhvers. Þegar að pirringur, reiði og ágreiningur fer að bitna á heimilismeðlimum á þennan hátt þá er um heimilisofbeldi að ræða. Fjölgun tilkynninga Heimilisofbeldis tilkynningum hefur fjölgað ár frá ári síðan árið 2015. 2015: 782 tilkynningar 2016: 792 tilkynningar 2017: 872 tilkynningar 2018: 869 tilkynningar 2019: 902 tilkynningar 2020: 1.017 tilkynningar Heimilisofbeldi er því gríðarlegt vandamál hér á landi og ekki til ein lausn við því. Mikilvægt er þó að huga að því að oft er heimilisofbeldi viðvarandi ástand innan fjölskyldu. Það gerist oft ítrekað nema að gerandinn leiti sér aðstoðar við ofbeldishegðun sinni. Ofbeldi á sér stað í öllum stöðum samfélagsins og allir geta orðið fyrir ofbeldi en þeir sem að beita því verða að axla ábyrgð og tryggja það að varpa ekki ábyrgð yfir á þolendur ofbeldisins. Börn vita, heyra og finna Börn sem að sjá eða heyra heimilisofbeldi eru þolendur ofbeldis. Orðin sem eru sögð og spennan sem að er í andrúmsloftinu hún býr til öryggisleysi hjá börnum. Þessi börn eru í viðkvæmari stöðu en önnur börn vegna þess ofbeldis sem að þau upplifa innan veggja heimilisins. Börnin eru ekki alltaf sofandi á kvöldin þegar að mesta ofbeldið á sér stað, börnin heyra og skynja mun meira en foreldrar gera sér oft grein fyrir. Gerendur bera ábyrgð og þurfa aðstoð til að breyta hegðun sinni Það er ekki svo að börn ætli sér að verða fullorðnir einstaklingar sem að beita ofbeldi í samskiptum. Gerendur þurfa aðstoð við að tileinka sér nýjar leiðir til að brjóta ekki á öðrum heimilismeðlimum vegna eigins vanmáttar, skorts á tilfinningastjórnun og skorts á innsýn inn í tilfinningar og líðan annarra fjölskyldumeðlima. Einn gerandi getur haft gríðarleg áhrif á líf margra þolenda. Því er svo mikilvægt að við styðjum einnig við gerendur til að samfélagið verði heilbrigðara. Ég hvet öll sem að gætu verið gerendur eða þolendur heimilisofbeldis að leita sér aðstoðar því að ofbeldið hættir yfirleitt ekki nema með aðkomu fagaðila. Sá sem að beitir heimilisofbeldi ber einn ábyrgð á ofbeldinu. Ef að þú ert gerandi eða þolandi heimilisofbeldis þá vil ég hvetja þig að leita þér aðstoðar, ýmis frábær úrræði eru til og hægt að skoða þau á síðu 112.is https://www.112.is/urraedi Verndum og styðjum þolendur og styðjum gerendur til bættrar hegðunar. Höfundur er sálfræðingur og barnaverndarstarfsmaður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun