Auðlindarenta og hagkvæmni – Íslenski sjávarútvegurinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. febrúar 2022 08:01 Þann 26. febrúar síðastliðinn skrifaði Indriði H. Þorláksson grein á Kjarninn.is sem fjallaði um hvers vegna íslensku þjóðinni gremst kvótakerfið. Í stuttu máli gremst fólki það að stjórnvöld leyfi mörg hundruð milljörðum af þjóðareign að renna til fáeinna aðila án teljanlegs endurgjalds árum og áratugum saman. Ég deili þessari gremju svo sannarlega og tel hana óverjandi, en það er mikilvægt að taka umræðuna út frá sem flestum vinklum. Fyrir tæpu ári skrifaði ég grein hér á Vísi þar sem ég sýndi með einfaldri rökhugsun að stjórnvöld eru ekki að hámarka hagsmuni sína heldur hagsmuni útgerðanna. Hér ætla ég að halda þeirri umræðu áfram út frá auðlindarentunni sjálfri og hvers vegna auðlindagjöld komi ekki til með að hafa neikvæð áhrif á sjávarútveginn. Renta í hagfræði er almennt skilgreind sem arður umfram eðlilega afkomu. Því er renta arður sem er umfram það sem að fjárfestar þurfa til þess að vilja ráðast í viðkomandi fjárfestingu. Það er einnig þekkt í hagfræði að mörgum tegundum skatta geta fylgt óæskilegir afleiðingar, svo sem að ekki sé ráðist í framkvæmdir sem hefði verið ráðist í ef engir skattar væru til staðar. Skoðum einfalt skýridæmi: Fyrirtæki á 1.000kr á banka. Fyrirtækið getur ráðist í framkvæmdir sem kosta 1.000kr og eru taldar munu skila fyrirtækinu 1.100kr til baka. Þar sem fyrirtækið hefur 10% arðsemiskröfu (ávöxtunarviðmið) þá lítur fjárfestingin vel út, þar sem 100kr hagnaðurinn er akkúrat 10% af 1.000kr. En ef fyrirtækið þarf að greiða skatt af hagnaðinum þá hagnast það í raun um minna en 10% og því lítur fjárfestingin ekki nógu vel út lengur. Af dæminu má því ráða að skattheimta kann að valda því að fjárfestar ráðast ekki í sumar fjárfestingar sem hefðu ef til vill komið samfélaginu sem heild til góða. En ekki eru allar tegundir skattheimtu eins hvað þetta varðar og þar má sérstaklega nefna skattlagningu á rentu. Renta, samkvæmt fyrrnefndri skilgreiningu, er nefnilega arður umfram það sem fjárfestar vilja að lágmarki. Lágmarkið í dæminu áðan var 10%. Öll skattheimta af hagnaði umfram þessi 10% hefur í reynd engin áhrif á vilja fyrirtækisins til að ráðast í framkvæmdina, jafnvel þó skattlagningin væri 100%. Ef fyrirtækið gæti fjárfest þessum 1.000kr í fjárfestingu sem væri talin gefa af sér 3.000kr en þekkt væri að skattheimta á rentu væri 100%, þá myndi fyrirtækið einfaldlega hugsa fjárfestinguna sem fjárfestingu með 100kr (10%) arðsemi. Enda myndi ríkið taka til sín 100% af öllu umfram fyrsta 100kr hagnaðinum (s.s. allt sem telst til rentu). Fjárfestingin væri samt áfram þess virði að ráðast í og samkeppnishæf við aðra fjárfestingarmöguleika. Fyrir íslenskan sjávarútveg þýðir þetta einfaldlega að það þarf enga rentu til þess að menn haldist í greininni. Íslenskur sjávarútvegur mun lifa góðu lífi áfram með öllum þörfum fjárfestingum og mögulegum hagræðingaraðgerðum þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld fara að rukka hærra auðlindagjald. Helstu rökin á móti rentuskatti væru þau að erfitt væri að reikna hvar raunveruleg renta byrjar og iðnaðurinn myndi ekki einu sinni skila eðlilegri afkomu með auknum álögum. Ljóst er þó á fyrirliggjandi útreikningum á auðlindarentu í sjávarútvegi, sjá t.d. áðurnefnda grein Indriða, að svigrúmið til að hækka auðlindagjöld er óhóflega breytt, og engar raunhæfar áhyggjur geta verið af því að íslenski sjávarútvegurinn muni ekki skila eðlilegri ávöxtun. Þá er rétt að nefna hér í lokin að vitanlega væri þessi aukna gjaldtaka ekki skattur. Hún væri einfaldlega eðlileg leiga á takmarkaðri auðlind sem er í eigu íslensku þjóðarinnar en ekki einkaaðila, þrátt fyrir að sama hagfræðilega röksemdafærsla gildi um hana og hefðbundna rentu skattlagningu. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Sjávarútvegur Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Þann 26. febrúar síðastliðinn skrifaði Indriði H. Þorláksson grein á Kjarninn.is sem fjallaði um hvers vegna íslensku þjóðinni gremst kvótakerfið. Í stuttu máli gremst fólki það að stjórnvöld leyfi mörg hundruð milljörðum af þjóðareign að renna til fáeinna aðila án teljanlegs endurgjalds árum og áratugum saman. Ég deili þessari gremju svo sannarlega og tel hana óverjandi, en það er mikilvægt að taka umræðuna út frá sem flestum vinklum. Fyrir tæpu ári skrifaði ég grein hér á Vísi þar sem ég sýndi með einfaldri rökhugsun að stjórnvöld eru ekki að hámarka hagsmuni sína heldur hagsmuni útgerðanna. Hér ætla ég að halda þeirri umræðu áfram út frá auðlindarentunni sjálfri og hvers vegna auðlindagjöld komi ekki til með að hafa neikvæð áhrif á sjávarútveginn. Renta í hagfræði er almennt skilgreind sem arður umfram eðlilega afkomu. Því er renta arður sem er umfram það sem að fjárfestar þurfa til þess að vilja ráðast í viðkomandi fjárfestingu. Það er einnig þekkt í hagfræði að mörgum tegundum skatta geta fylgt óæskilegir afleiðingar, svo sem að ekki sé ráðist í framkvæmdir sem hefði verið ráðist í ef engir skattar væru til staðar. Skoðum einfalt skýridæmi: Fyrirtæki á 1.000kr á banka. Fyrirtækið getur ráðist í framkvæmdir sem kosta 1.000kr og eru taldar munu skila fyrirtækinu 1.100kr til baka. Þar sem fyrirtækið hefur 10% arðsemiskröfu (ávöxtunarviðmið) þá lítur fjárfestingin vel út, þar sem 100kr hagnaðurinn er akkúrat 10% af 1.000kr. En ef fyrirtækið þarf að greiða skatt af hagnaðinum þá hagnast það í raun um minna en 10% og því lítur fjárfestingin ekki nógu vel út lengur. Af dæminu má því ráða að skattheimta kann að valda því að fjárfestar ráðast ekki í sumar fjárfestingar sem hefðu ef til vill komið samfélaginu sem heild til góða. En ekki eru allar tegundir skattheimtu eins hvað þetta varðar og þar má sérstaklega nefna skattlagningu á rentu. Renta, samkvæmt fyrrnefndri skilgreiningu, er nefnilega arður umfram það sem fjárfestar vilja að lágmarki. Lágmarkið í dæminu áðan var 10%. Öll skattheimta af hagnaði umfram þessi 10% hefur í reynd engin áhrif á vilja fyrirtækisins til að ráðast í framkvæmdina, jafnvel þó skattlagningin væri 100%. Ef fyrirtækið gæti fjárfest þessum 1.000kr í fjárfestingu sem væri talin gefa af sér 3.000kr en þekkt væri að skattheimta á rentu væri 100%, þá myndi fyrirtækið einfaldlega hugsa fjárfestinguna sem fjárfestingu með 100kr (10%) arðsemi. Enda myndi ríkið taka til sín 100% af öllu umfram fyrsta 100kr hagnaðinum (s.s. allt sem telst til rentu). Fjárfestingin væri samt áfram þess virði að ráðast í og samkeppnishæf við aðra fjárfestingarmöguleika. Fyrir íslenskan sjávarútveg þýðir þetta einfaldlega að það þarf enga rentu til þess að menn haldist í greininni. Íslenskur sjávarútvegur mun lifa góðu lífi áfram með öllum þörfum fjárfestingum og mögulegum hagræðingaraðgerðum þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld fara að rukka hærra auðlindagjald. Helstu rökin á móti rentuskatti væru þau að erfitt væri að reikna hvar raunveruleg renta byrjar og iðnaðurinn myndi ekki einu sinni skila eðlilegri afkomu með auknum álögum. Ljóst er þó á fyrirliggjandi útreikningum á auðlindarentu í sjávarútvegi, sjá t.d. áðurnefnda grein Indriða, að svigrúmið til að hækka auðlindagjöld er óhóflega breytt, og engar raunhæfar áhyggjur geta verið af því að íslenski sjávarútvegurinn muni ekki skila eðlilegri ávöxtun. Þá er rétt að nefna hér í lokin að vitanlega væri þessi aukna gjaldtaka ekki skattur. Hún væri einfaldlega eðlileg leiga á takmarkaðri auðlind sem er í eigu íslensku þjóðarinnar en ekki einkaaðila, þrátt fyrir að sama hagfræðilega röksemdafærsla gildi um hana og hefðbundna rentu skattlagningu. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar