Mikki Mús veitir íslenskum miðlum harða samkeppni Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2022 11:11 Disney-veldið byrjaði með hinum hógværa Mikka Mús en hefur nú vaxið í eitt stærsta afþreyingarfyrirtæki heims. Getty/Kim Kulish 43,1% íslenskra heimila er með áskrift að streymisveitunni Disney+ og hefur fjöldinn hátt í tvöfaldast á einu ári. Þetta sýna nýjar niðurstöður Maskínu sem rýndi í áhorfsvenjur Íslendinga. Í fyrra sögðu 24,0% svarenda að einhver á heimilinu væri með aðgang að Disney+. Samkvæmt niðurstöðunum fjölgar íslenskum áskrifendum hjá nær öllum sjónvarps- og streymisþjónustum milli ára og eru sífellt færri heimili ekki með neinn aðgang að slíkri þjónustu. Netflix er sem fyrr langstærsti aðilinn á íslenskum markaði og eru 77,8% heimila með áskrift að bandaríska afþreyingarrisanum, samanborið við 76,0% í fyrri könnun Maskínu. Maskína Stöð 2 bætir við sig áskrifendum milli ára og fer hlutfall íslenskra heimila með áskrift úr 27,0% í 31,1%. Sömuleiðis fjölgar þeim sem eru með áskrift að efnisveitunni Stöð 2+ úr 23,0% í 28,3% milli ára en allir áskrifendur Stöðvar 2 fá um leið aðgang að Stöð 2+. Ef horft er til þess segjast 38,4% svarenda vera með aðgang að efnisveitunni, samkvæmt greiningu Maskínu. Viaplay tekur hástökk Streymisveitan Sjónvarp Símans Premium stendur nokkurn veginn í stað milli ára og fer úr 44,0% í 43,2%. Eins segjast 25,2% nú vera með áskrift að Síminn Sport, samanborið við 25,0% í fyrra. Á sama tíma fjölgaði heimilum með aðgang að Stöð 2 Sport úr 14,0% í 15,7% milli ára. Áskrifendum að skandinavísku streymisveitunni Viaplay fjölgar úr 14,0% í 19,9% frá fyrra ári og heimili með aðgang að Amazon Prime Video fara úr 13,0% í 14,8%. Maskína Spurningin var lögð fyrir í Þjóðgátt Maskínu sem samanstendur af hópi fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 14. til 19. janúar 2022 og voru svarendur 952. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar hf. Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðunum fjölgar íslenskum áskrifendum hjá nær öllum sjónvarps- og streymisþjónustum milli ára og eru sífellt færri heimili ekki með neinn aðgang að slíkri þjónustu. Netflix er sem fyrr langstærsti aðilinn á íslenskum markaði og eru 77,8% heimila með áskrift að bandaríska afþreyingarrisanum, samanborið við 76,0% í fyrri könnun Maskínu. Maskína Stöð 2 bætir við sig áskrifendum milli ára og fer hlutfall íslenskra heimila með áskrift úr 27,0% í 31,1%. Sömuleiðis fjölgar þeim sem eru með áskrift að efnisveitunni Stöð 2+ úr 23,0% í 28,3% milli ára en allir áskrifendur Stöðvar 2 fá um leið aðgang að Stöð 2+. Ef horft er til þess segjast 38,4% svarenda vera með aðgang að efnisveitunni, samkvæmt greiningu Maskínu. Viaplay tekur hástökk Streymisveitan Sjónvarp Símans Premium stendur nokkurn veginn í stað milli ára og fer úr 44,0% í 43,2%. Eins segjast 25,2% nú vera með áskrift að Síminn Sport, samanborið við 25,0% í fyrra. Á sama tíma fjölgaði heimilum með aðgang að Stöð 2 Sport úr 14,0% í 15,7% milli ára. Áskrifendum að skandinavísku streymisveitunni Viaplay fjölgar úr 14,0% í 19,9% frá fyrra ári og heimili með aðgang að Amazon Prime Video fara úr 13,0% í 14,8%. Maskína Spurningin var lögð fyrir í Þjóðgátt Maskínu sem samanstendur af hópi fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 14. til 19. janúar 2022 og voru svarendur 952. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar hf.
Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira