Jeppasýning Toyota á morgun Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. febrúar 2022 07:01 Hilux sem var á jeppasýningu Toyota í fyrra. Bílaumboðið Toyota ætlar að halda árlega jeppasýningu sína á morgun. Venju samkvæmt verður mikið um jeppa á sýningunni sem haldin verður í sýningarsal Toyota í Kauptúni. Sýningin verður opin á morgun á milli 12-16. Þar verða meðal annars Land Cruiser-ar, Hilux-ar, RAV4 og Yaris Cross. Auk þess verður hægt að bera augumvel búna jeppa frá Neyðarlínunni sem eru notaðir við afar krefjandi aðstæður víða um land. Auk þess verða breyttir jeppar frá Arctic Trucks. Björn Steinbekk og Hilux-inn hans við Kleifarvatn. Þá segir í tilkynningu frá Toyota að í sýningarsalnum verði „einn tæknilegasti Hilux landsins sem Björn Steinbekk hefur notað við myndatökur og beinar útsendingar frá t.d. eldgosinu á Reykjanesi á síðasta ári og vöktu heimsathygli. Hilux Björns er 35“ breyttur og er í raun fullbúið útsendingarstúdíó á hjólum. Á jeppasýningunni verða einnig sýndar jeppa- og útivistatengdar vörur frá Unbroken, Garminbúðinni og Hafsport.“ Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent
Þar verða meðal annars Land Cruiser-ar, Hilux-ar, RAV4 og Yaris Cross. Auk þess verður hægt að bera augumvel búna jeppa frá Neyðarlínunni sem eru notaðir við afar krefjandi aðstæður víða um land. Auk þess verða breyttir jeppar frá Arctic Trucks. Björn Steinbekk og Hilux-inn hans við Kleifarvatn. Þá segir í tilkynningu frá Toyota að í sýningarsalnum verði „einn tæknilegasti Hilux landsins sem Björn Steinbekk hefur notað við myndatökur og beinar útsendingar frá t.d. eldgosinu á Reykjanesi á síðasta ári og vöktu heimsathygli. Hilux Björns er 35“ breyttur og er í raun fullbúið útsendingarstúdíó á hjólum. Á jeppasýningunni verða einnig sýndar jeppa- og útivistatengdar vörur frá Unbroken, Garminbúðinni og Hafsport.“
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent