Bílar

Jeppasýning Toyota á morgun

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Hilux sem var á jeppasýningu Toyota í fyrra.
Hilux sem var á jeppasýningu Toyota í fyrra.

Bílaumboðið Toyota ætlar að halda árlega jeppasýningu sína á morgun. Venju samkvæmt verður mikið um jeppa á sýningunni sem haldin verður í sýningarsal Toyota í Kauptúni. Sýningin verður opin á morgun á milli 12-16.

Þar verða meðal annars Land Cruiser-ar, Hilux-ar, RAV4 og Yaris Cross. Auk þess verður hægt að bera augumvel búna jeppa frá Neyðarlínunni sem eru notaðir við afar krefjandi aðstæður víða um land. Auk þess verða breyttir jeppar frá Arctic Trucks.

Björn Steinbekk og Hilux-inn hans við Kleifarvatn.

Þá segir í tilkynningu frá Toyota að í sýningarsalnum verði „einn tæknilegasti Hilux landsins sem Björn Steinbekk hefur notað við myndatökur og beinar útsendingar frá t.d. eldgosinu á Reykjanesi á síðasta ári og vöktu heimsathygli. Hilux Björns er 35“ breyttur og er í raun fullbúið útsendingarstúdíó á hjólum. Á jeppasýningunni verða einnig sýndar jeppa- og útivistatengdar vörur frá Unbroken, Garminbúðinni og Hafsport.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×