KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2022 12:08 Hannes S. Jónsson er formaður KKÍ. vísir/vilhelm Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða að hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Í yfirlýsingu stjórnar KKÍ vísar hún öllum fullyrðingum Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis á bug. Þar segir einnig að KKÍ fordæmi allt ofbeldi og tekið hafi verið á þeim málum sem borist hafa sambandinu með formlegum hætti. Hefðu brugðist öðruvísi við í dag Í yfirlýsingu stjórnar KKÍ eru þrjú atriði sem Aþena fjallar um í myndbandi sínu áréttuð. Það fyrsta snýr að landsliðsþjálfara kvenna sem var rekinn 2009 en ráðinn aftur til sambandsins nokkrum árum seinna. Samkvæmt yfirlýsingu stjórnar KKÍ hefur umræddur þjálfari látið af störfum hjá sambandinu vegna umræðu síðustu daga. Annar punkturinn snýr að leikmanni sem var dæmdur fyrir nauðgun og var valinn í landsliðið eftir að hafa afplánað dóm sinn. Í yfirlýsingunni segir stjórn KKÍ að hún hefði tekið öðruvísi á málinu í dag. Í þriðja lagi segir að dómari á vegum sambandsins hafi verið rekinn eftir að þolandi leitaði til KKÍ vegna óviðeigandi skilaboða sem henni bárust frá dómaranum. Í yfirlýsingunni segir KKÍ að sambandið hafi tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum borist hafa því með formlegum hætti og að þeir sem leiti til KKÍ geti treyst því að fyllsta trúnaðar sé gætt. Yfirlýsing stjórnar KKÍ Undanfarið hafa forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu borið forystu KKÍ þungum sökum. Ásakanir þessar hafa ekki borist frá félaginu til KKÍ heldur aðeins verið birtar í fjölmiðlum. KKÍ vísar á bug öllum ásökunum Aþenu um þöggun eða aðgerðarleysi varðandi kynbundið ofbeldi. KKÍ fordæmir allt ofbeldi og bendir á að tekið hefur verið á þeim málum sem borist hafa KKÍ með formlegum hætti. Eftirfarandi atriði skulu áréttuð: -Árið 2009 var þjálfara kvennalandsliðsins sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests. Sex árum síðar var viðkomandi endurráðinn til sambandsins og hefur hann frá þeim tíma starfað þar að fjölbreyttum verkefnum. Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu. -Árið 2014 lék einstaklingur tvo leiki með karlalandsliðinu eftir að hafa afplánað dóm vegna nauðgunar árið 2009. Ljóst má vera að forysta KKÍ tæki með öðrum hætti á slíku máli í dag. -Árið 2020 var dómara á vegum sambandsins sagt upp störfum eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti dómarans við leikmenn á samfélagsmiðlum. Í ræðu formanns og skýrslu stjórnar á körfuknattleiksþingi 2021 kom skýrt fram að sambandið hefur sannarlega tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum sem komið hafa með formlegum hætti inn á borð þess. Þeir sem leita til sambandsins með mál sín geta treyst því að trúnaðar sé gætt. KKÍ er ávallt reiðubúið til samtals og samstarfs um hvernig efla megi traust í hreyfingunni. Mikilvægt er að brotaþolar geti fundið málum sínum farveg innan KKÍ, hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða hjá þar til bærum yfirvöldum. Stjórn KKÍ áréttar við körfuknattleikshreyfinguna að til að hægt sé að taka á málum verða þau að berast til KKÍ. Stjórn KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður Birna Lárusdóttir, 2. varaformaður Guðni Hafsteinsson, gjaldkeri Einar Karl Birgisson Erlingur Hannesson Guðrún Kristmundsdóttir Herbert S. Arnarson Jón Bender Lárus Blöndal Íslenski körfuboltinn Körfubolti MeToo Íþróttir barna Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða að hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Í yfirlýsingu stjórnar KKÍ vísar hún öllum fullyrðingum Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis á bug. Þar segir einnig að KKÍ fordæmi allt ofbeldi og tekið hafi verið á þeim málum sem borist hafa sambandinu með formlegum hætti. Hefðu brugðist öðruvísi við í dag Í yfirlýsingu stjórnar KKÍ eru þrjú atriði sem Aþena fjallar um í myndbandi sínu áréttuð. Það fyrsta snýr að landsliðsþjálfara kvenna sem var rekinn 2009 en ráðinn aftur til sambandsins nokkrum árum seinna. Samkvæmt yfirlýsingu stjórnar KKÍ hefur umræddur þjálfari látið af störfum hjá sambandinu vegna umræðu síðustu daga. Annar punkturinn snýr að leikmanni sem var dæmdur fyrir nauðgun og var valinn í landsliðið eftir að hafa afplánað dóm sinn. Í yfirlýsingunni segir stjórn KKÍ að hún hefði tekið öðruvísi á málinu í dag. Í þriðja lagi segir að dómari á vegum sambandsins hafi verið rekinn eftir að þolandi leitaði til KKÍ vegna óviðeigandi skilaboða sem henni bárust frá dómaranum. Í yfirlýsingunni segir KKÍ að sambandið hafi tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum borist hafa því með formlegum hætti og að þeir sem leiti til KKÍ geti treyst því að fyllsta trúnaðar sé gætt. Yfirlýsing stjórnar KKÍ Undanfarið hafa forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu borið forystu KKÍ þungum sökum. Ásakanir þessar hafa ekki borist frá félaginu til KKÍ heldur aðeins verið birtar í fjölmiðlum. KKÍ vísar á bug öllum ásökunum Aþenu um þöggun eða aðgerðarleysi varðandi kynbundið ofbeldi. KKÍ fordæmir allt ofbeldi og bendir á að tekið hefur verið á þeim málum sem borist hafa KKÍ með formlegum hætti. Eftirfarandi atriði skulu áréttuð: -Árið 2009 var þjálfara kvennalandsliðsins sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests. Sex árum síðar var viðkomandi endurráðinn til sambandsins og hefur hann frá þeim tíma starfað þar að fjölbreyttum verkefnum. Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu. -Árið 2014 lék einstaklingur tvo leiki með karlalandsliðinu eftir að hafa afplánað dóm vegna nauðgunar árið 2009. Ljóst má vera að forysta KKÍ tæki með öðrum hætti á slíku máli í dag. -Árið 2020 var dómara á vegum sambandsins sagt upp störfum eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti dómarans við leikmenn á samfélagsmiðlum. Í ræðu formanns og skýrslu stjórnar á körfuknattleiksþingi 2021 kom skýrt fram að sambandið hefur sannarlega tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum sem komið hafa með formlegum hætti inn á borð þess. Þeir sem leita til sambandsins með mál sín geta treyst því að trúnaðar sé gætt. KKÍ er ávallt reiðubúið til samtals og samstarfs um hvernig efla megi traust í hreyfingunni. Mikilvægt er að brotaþolar geti fundið málum sínum farveg innan KKÍ, hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða hjá þar til bærum yfirvöldum. Stjórn KKÍ áréttar við körfuknattleikshreyfinguna að til að hægt sé að taka á málum verða þau að berast til KKÍ. Stjórn KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður Birna Lárusdóttir, 2. varaformaður Guðni Hafsteinsson, gjaldkeri Einar Karl Birgisson Erlingur Hannesson Guðrún Kristmundsdóttir Herbert S. Arnarson Jón Bender Lárus Blöndal
Undanfarið hafa forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu borið forystu KKÍ þungum sökum. Ásakanir þessar hafa ekki borist frá félaginu til KKÍ heldur aðeins verið birtar í fjölmiðlum. KKÍ vísar á bug öllum ásökunum Aþenu um þöggun eða aðgerðarleysi varðandi kynbundið ofbeldi. KKÍ fordæmir allt ofbeldi og bendir á að tekið hefur verið á þeim málum sem borist hafa KKÍ með formlegum hætti. Eftirfarandi atriði skulu áréttuð: -Árið 2009 var þjálfara kvennalandsliðsins sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests. Sex árum síðar var viðkomandi endurráðinn til sambandsins og hefur hann frá þeim tíma starfað þar að fjölbreyttum verkefnum. Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu. -Árið 2014 lék einstaklingur tvo leiki með karlalandsliðinu eftir að hafa afplánað dóm vegna nauðgunar árið 2009. Ljóst má vera að forysta KKÍ tæki með öðrum hætti á slíku máli í dag. -Árið 2020 var dómara á vegum sambandsins sagt upp störfum eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti dómarans við leikmenn á samfélagsmiðlum. Í ræðu formanns og skýrslu stjórnar á körfuknattleiksþingi 2021 kom skýrt fram að sambandið hefur sannarlega tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum sem komið hafa með formlegum hætti inn á borð þess. Þeir sem leita til sambandsins með mál sín geta treyst því að trúnaðar sé gætt. KKÍ er ávallt reiðubúið til samtals og samstarfs um hvernig efla megi traust í hreyfingunni. Mikilvægt er að brotaþolar geti fundið málum sínum farveg innan KKÍ, hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða hjá þar til bærum yfirvöldum. Stjórn KKÍ áréttar við körfuknattleikshreyfinguna að til að hægt sé að taka á málum verða þau að berast til KKÍ. Stjórn KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður Birna Lárusdóttir, 2. varaformaður Guðni Hafsteinsson, gjaldkeri Einar Karl Birgisson Erlingur Hannesson Guðrún Kristmundsdóttir Herbert S. Arnarson Jón Bender Lárus Blöndal
Íslenski körfuboltinn Körfubolti MeToo Íþróttir barna Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins