Sjúkdómur kemur í veg fyrir að sænsk körfuboltakona spili í WNBA-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 14:00 Klara Lundquist í leik með sænska landsliðinu á Eurobasket 2019. Getty/Srdjan Stevanovic Klara Lundquist er ein efnilegasta körfuboltakona Svía og var komin á samning hjá Washington Mystics í WNBA-deildinni. Það verður þó ekkert af því að hún spili þar í ár. Klara er 22 ára gömul og er þegar kominn í stórt hlutverk í sænska landsliðinu. Hún fór á kostum með Alvik 2020-21 tímabilið þar sem hún var með 21,8 stig, 6,7 stoðsendingar og 2,9 stolna bolta í leik. Instagram Klara byrjaði þetta tímabil með pólska liðinu Arka Gdynia en varð að segja upp samningi sínum og snúa heim til Svíþjóðar vegna veikinda. Hún átti að ganga til liðs við Washington Mystics þegar WNBA-deildin hefst í sumar. Klara var hins vegar orkulaus og kraftlítil og nú er komið í ljós að hún er með Graves sjúkdóminn sem er ættlægur sjálfsofnæmissjúkdómur. Af einhverri ástæðu virðist líkaminn telja að skjaldkirtillinn sé utanaðkomandi hlutur sem beri að ráðast gegn. Þegar þetta kom í ljós þá sagði Washington Mystics upp samningnum við hana. „Ég hélt aldrei að þeir myndu finna eitthvað svona að mér en þeir gerðu það. Ég er byrjuð að taka lyf við þessu og ég er bara að bíða eftir því að geta byrjað að æfa aftur á fullu svo ég geti komið til baka sem fyrst,“ sagði Klara Lundquist við SVT. Instagram/@svt Auðvitað var það svekkjandi fyrir hana að missa af WNBA-deildinni. „Þeir þurfa að skipuleggja sitt tímabil og þurftu því að taka ákvörðun með mig áður en það kom í ljós hvort ég gæti spilað eða ekki. Þeir frestuðu samningnum um eitt ár eins og þeir gerðu í fyrra líka. Það er svo leiðinlegt að fá ekki þetta tækifæri en vonandi kemur það bara næsta sumar í staðinn,“ sagði Klara. „Ég reyni að mæta á æfingarnar og hitta stelpurnar. Sjúkdómurinn hefur ekki mikil áhrif á mig í í daglega lífinu en það er bara þegar ég fer að æfa. Ég get lært og það er því bara körfuboltinn sem er í pásu,“ sagði Klara. Körfubolti Mest lesið Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Enski boltinn „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Enski boltinn Undrabarnið bætti 56 ára gamalt met Sport Vinnur við að slökkva elda og ætlar að slökkva í andstæðingum sínum Sport Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Sjá meira
Klara er 22 ára gömul og er þegar kominn í stórt hlutverk í sænska landsliðinu. Hún fór á kostum með Alvik 2020-21 tímabilið þar sem hún var með 21,8 stig, 6,7 stoðsendingar og 2,9 stolna bolta í leik. Instagram Klara byrjaði þetta tímabil með pólska liðinu Arka Gdynia en varð að segja upp samningi sínum og snúa heim til Svíþjóðar vegna veikinda. Hún átti að ganga til liðs við Washington Mystics þegar WNBA-deildin hefst í sumar. Klara var hins vegar orkulaus og kraftlítil og nú er komið í ljós að hún er með Graves sjúkdóminn sem er ættlægur sjálfsofnæmissjúkdómur. Af einhverri ástæðu virðist líkaminn telja að skjaldkirtillinn sé utanaðkomandi hlutur sem beri að ráðast gegn. Þegar þetta kom í ljós þá sagði Washington Mystics upp samningnum við hana. „Ég hélt aldrei að þeir myndu finna eitthvað svona að mér en þeir gerðu það. Ég er byrjuð að taka lyf við þessu og ég er bara að bíða eftir því að geta byrjað að æfa aftur á fullu svo ég geti komið til baka sem fyrst,“ sagði Klara Lundquist við SVT. Instagram/@svt Auðvitað var það svekkjandi fyrir hana að missa af WNBA-deildinni. „Þeir þurfa að skipuleggja sitt tímabil og þurftu því að taka ákvörðun með mig áður en það kom í ljós hvort ég gæti spilað eða ekki. Þeir frestuðu samningnum um eitt ár eins og þeir gerðu í fyrra líka. Það er svo leiðinlegt að fá ekki þetta tækifæri en vonandi kemur það bara næsta sumar í staðinn,“ sagði Klara. „Ég reyni að mæta á æfingarnar og hitta stelpurnar. Sjúkdómurinn hefur ekki mikil áhrif á mig í í daglega lífinu en það er bara þegar ég fer að æfa. Ég get lært og það er því bara körfuboltinn sem er í pásu,“ sagði Klara.
Körfubolti Mest lesið Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Enski boltinn „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Enski boltinn Undrabarnið bætti 56 ára gamalt met Sport Vinnur við að slökkva elda og ætlar að slökkva í andstæðingum sínum Sport Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Sjá meira