Er það af því hún er kona? Harpa Þorsteinsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 07:00 Í haust skrifaði ég nokkur orð um þá stöðu sem knattspyrnuhreyfingin stóð frammi fyrir, þar sem skilaboðin voru skýr, umræðan hávær og ljóst var að sambandið þurfti að gangast í viðamiklar aðgerðir. Aðgerðir sem fólu í sér að rýna verkferla, byggja upp traust og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi í hvers kyns formi. Eins og við var að búast fengu eflaust nokkrir aðilar kallið um að stíga upp, taka boltann og gefa kost á sér í starf formanns KSÍ. Ég var ein af þeim og ég væri að segja ósatt ef ég segði að það hefði ekki verið freistandi en um leið og ég heyrði af framboði Vöndu þá vissi ég að það væri frábær kostur fyrir KSÍ að hún tæki við boltanum og héldi honum á lofti í krefjandi aðstæðum. Við þetta tengja án efa flestir ef ekki allir þeir sem þekkja til Vöndu, hvort sem það er í gegnum leik eða starf, því þeir vita að hún sinnir störfum sínum af miklum metnaði og einlægni. Það er þessi einlægni og heiðarleiki vilji til framþróunar sem er svo ómetanlegur í starfi sem þessu. Það hefur hún án efa sýnt á síðustu mánuðum með því að lægja öldur og á sama tíma horfa til framtíðar. Ég get ekki annað en fagnað því að hún ætli að gefa kost á sér áfram í starfið. Vanda hefur það sem þarf til að sinna embætti formanns KSÍ og hún hefur sýnt það með störfum sínum í haust að hún er traustsins verð. Fólk er mishæft um að hafa áhrif. Þetta er oft meðfæddur eiginleiki þó það sé örugglega hægt að þjálfa hann upp. En Vanda er þannig, hún skilur eftir brauðmola hér og þar sem nýtast svo fólki þegar það lendir í krefjandi aðstæðum. Það er ekki af ástæðulausu að hún hefur lagt áherslu á það að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum, virðingu fyrir einstaklingnum og hæfni til að ná árangri, að vera fyrirliði og leiðtogi er henni eðlislægt. Ég get með fullri vissu sagt að það er enginn betri en hún í að nálgast einstaklinga og hópa af sömu virðingu hvar svo sem þeir kunna að vera í “goggunarröðinni”, hlusta og mæta þörfum þeirra. Ágætur mótframbjóðandi Vöndu leggur áherslu á að setja þurfi fótboltann í fyrsta sæti. Vanda setur manneskjuna alltaf í fyrsta sæti og það er alls ekki á kostnað árangurs, þvert á móti. KSÍ er samband fyrir svo ótrúlega fjölbreytta flóru knattspyrnuiðkenda og aðstandanda þeirra. Börn, fullorðnir, erlendir, fatlaðir, aldraðir, þéttbýlistúttur, dreifbýlistúttur, afreksfólk, áhugafólk, stuðningsmenn. Ég treysti Vöndu til þess að bera virðingu fyrir öllum þeim verkefnum sem heyra undir KSÍ. Ég treysti henni til þess að halda áfram í þeirri vegferð sem þegar er hafin og ekki af því hún er kona heldur af því hún er hæf í starfið, af því að hún er með skýra framtíðarsýn og frábær kostur þegar kemur að því að leiða hreyfinguna áfram. Það eru bjartir tímar framundan! Höfundur er fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Harpa Þorsteinsdóttir Tengdar fréttir Hvað nú? Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. 31. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í haust skrifaði ég nokkur orð um þá stöðu sem knattspyrnuhreyfingin stóð frammi fyrir, þar sem skilaboðin voru skýr, umræðan hávær og ljóst var að sambandið þurfti að gangast í viðamiklar aðgerðir. Aðgerðir sem fólu í sér að rýna verkferla, byggja upp traust og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi í hvers kyns formi. Eins og við var að búast fengu eflaust nokkrir aðilar kallið um að stíga upp, taka boltann og gefa kost á sér í starf formanns KSÍ. Ég var ein af þeim og ég væri að segja ósatt ef ég segði að það hefði ekki verið freistandi en um leið og ég heyrði af framboði Vöndu þá vissi ég að það væri frábær kostur fyrir KSÍ að hún tæki við boltanum og héldi honum á lofti í krefjandi aðstæðum. Við þetta tengja án efa flestir ef ekki allir þeir sem þekkja til Vöndu, hvort sem það er í gegnum leik eða starf, því þeir vita að hún sinnir störfum sínum af miklum metnaði og einlægni. Það er þessi einlægni og heiðarleiki vilji til framþróunar sem er svo ómetanlegur í starfi sem þessu. Það hefur hún án efa sýnt á síðustu mánuðum með því að lægja öldur og á sama tíma horfa til framtíðar. Ég get ekki annað en fagnað því að hún ætli að gefa kost á sér áfram í starfið. Vanda hefur það sem þarf til að sinna embætti formanns KSÍ og hún hefur sýnt það með störfum sínum í haust að hún er traustsins verð. Fólk er mishæft um að hafa áhrif. Þetta er oft meðfæddur eiginleiki þó það sé örugglega hægt að þjálfa hann upp. En Vanda er þannig, hún skilur eftir brauðmola hér og þar sem nýtast svo fólki þegar það lendir í krefjandi aðstæðum. Það er ekki af ástæðulausu að hún hefur lagt áherslu á það að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum, virðingu fyrir einstaklingnum og hæfni til að ná árangri, að vera fyrirliði og leiðtogi er henni eðlislægt. Ég get með fullri vissu sagt að það er enginn betri en hún í að nálgast einstaklinga og hópa af sömu virðingu hvar svo sem þeir kunna að vera í “goggunarröðinni”, hlusta og mæta þörfum þeirra. Ágætur mótframbjóðandi Vöndu leggur áherslu á að setja þurfi fótboltann í fyrsta sæti. Vanda setur manneskjuna alltaf í fyrsta sæti og það er alls ekki á kostnað árangurs, þvert á móti. KSÍ er samband fyrir svo ótrúlega fjölbreytta flóru knattspyrnuiðkenda og aðstandanda þeirra. Börn, fullorðnir, erlendir, fatlaðir, aldraðir, þéttbýlistúttur, dreifbýlistúttur, afreksfólk, áhugafólk, stuðningsmenn. Ég treysti Vöndu til þess að bera virðingu fyrir öllum þeim verkefnum sem heyra undir KSÍ. Ég treysti henni til þess að halda áfram í þeirri vegferð sem þegar er hafin og ekki af því hún er kona heldur af því hún er hæf í starfið, af því að hún er með skýra framtíðarsýn og frábær kostur þegar kemur að því að leiða hreyfinguna áfram. Það eru bjartir tímar framundan! Höfundur er fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu.
Hvað nú? Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. 31. ágúst 2021 12:02
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun