Börn eru ekki súlurit á tölvuskjá! Kolbrún Baldursdóttir skrifar 22. febrúar 2022 16:30 Ég settist á þing í gær sem varaþingmaður og vil nýta stutta veru mína þar sem allra best. Fyrsta verkið var óundirbúin fyrirspurn mín um börnin sem bíða. Börnin sem í hundruðum talið bíða eftir sálfræðiþjónustu og annarri fagþjónustu sem er til þess fallin að hjálpa þeim að líða betur. Spurningunni var beint til hæstvirts mennta- og barnamálaráðherra sem fulltrúa barnamála í ríkisstjórninni. Biðlistar barna eftir fagþjónustu hjá stofnunum ríkisins eins og Þroska og hegðunarstöð, Greiningar- og ráðgjafarstöð og BUGL eru í sögulegu hámarki. Meðalbiðtíminn er frá einu og upp í tvö ár eftir þeirri þjónustu sem um ræðir. Þúsundir barna eyða stórum hluta æsku sinnar á biðlistum. Sem dæmi biðu í lok árs 2021 77 börn eftir göngudeildarþjónustu á BUGL, 39 börn eftir Transteymi og 17 börn eftir Átröskunarteyminu. Af þessum börnum hafa 95 beðið lengur en 3 mánuði. Rannsóknir og skýrslu sýna niðurstöður um vaxandi vanlíðan barna. Það er mikið áhyggjuefni. Vaxandi vanlíðan barna var áhyggjuefni fyrir Covid en hefur nú versnað enn frekar. Spurningin var þessi: Hefur hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra látið kanna hvernig börnin á biðlistanum eru stödd tilfinninga- og félagslega, sérstaklega þau sem hafa beðið eftir fagþjónustu í marga mánuði eða jafnvel ár? Hefur verið rætt við börnin sjálf sem eru á biðlistanum og foreldra þeirra um hvernig þau eru að höndla biðina? Ef ekki, hefur ráðherra áhuga á að ráðast í slíka úttekt? Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að vandi barna, sem fá ekki viðhlítandi sálfræði- og geðlæknaþjónustu, er líklegur til að vaxa. Barn, sem þarf að bíða lengi eftir nauðsynlegri þjónustu vegna andlegrar vanlíðunar, er í mun meiri áhættu á að grípa til örþrifaráða eins og sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana. Á meðan á langri bið stendur getur mál sem flokkað er að „þoli bið“ orðið að bráðamáli. Fullvíst er að þegar mál er orðið að bráðamáli hefur vandinn átt sér aðdraganda og fengið að krauma á meðan á bið eftir þjónustu stendur. Bið getur kostað líf og því miður hefur það jafnvel raungerst. Ráðherra svaraði svona (orðrétt af vef Alþingis): Svar ráðherra var hvorki já né nei en hann fullyrti að mikið væri búið að gera í þessum málaflokki og margt fleira biði. „Mikil grunnvinna hafi farið fram á milli heilbrigðisráðuneytis og þáverandi félagsmálaráðuneytis og að þetta væri hluti af við grundvallarskipulagsbreytingar í málefnum barna vegna þess að allt eru þetta þriðja stigs úrræði og það sem við reiknum með er að þegar við innleiðum farsældarlöggjöfina, með aukna áherslu á fyrsta og annars stigs úrræði, muni að einhverju leyti draga úr þörfinni fyrir þriðja stigs úrræði, auk þess sem aukið samtal á milli kerfa mun líka draga úr þrýstingnum þarna á. En þarna þarf að bregðast við. Við höfum verið með vinnu í gangi við það og ég vænti þess að við förum að sjá aðgerðir koma fram í því efni. En missum ekki sjónar á því að það er mikilvægt að bregðast við áfram á fyrsta og öðru stigi vegna þess að til lengri tíma dregur það úr þörfinni fyrir þriðja stigs úrræði.“ Þá vitum við það en á meðan bíða börnin og biðlistar lengjast með hverjum degi. Við það er ekki hægt að una Höfundur er varaþingmaður og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Réttindi barna Geðheilbrigði Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég settist á þing í gær sem varaþingmaður og vil nýta stutta veru mína þar sem allra best. Fyrsta verkið var óundirbúin fyrirspurn mín um börnin sem bíða. Börnin sem í hundruðum talið bíða eftir sálfræðiþjónustu og annarri fagþjónustu sem er til þess fallin að hjálpa þeim að líða betur. Spurningunni var beint til hæstvirts mennta- og barnamálaráðherra sem fulltrúa barnamála í ríkisstjórninni. Biðlistar barna eftir fagþjónustu hjá stofnunum ríkisins eins og Þroska og hegðunarstöð, Greiningar- og ráðgjafarstöð og BUGL eru í sögulegu hámarki. Meðalbiðtíminn er frá einu og upp í tvö ár eftir þeirri þjónustu sem um ræðir. Þúsundir barna eyða stórum hluta æsku sinnar á biðlistum. Sem dæmi biðu í lok árs 2021 77 börn eftir göngudeildarþjónustu á BUGL, 39 börn eftir Transteymi og 17 börn eftir Átröskunarteyminu. Af þessum börnum hafa 95 beðið lengur en 3 mánuði. Rannsóknir og skýrslu sýna niðurstöður um vaxandi vanlíðan barna. Það er mikið áhyggjuefni. Vaxandi vanlíðan barna var áhyggjuefni fyrir Covid en hefur nú versnað enn frekar. Spurningin var þessi: Hefur hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra látið kanna hvernig börnin á biðlistanum eru stödd tilfinninga- og félagslega, sérstaklega þau sem hafa beðið eftir fagþjónustu í marga mánuði eða jafnvel ár? Hefur verið rætt við börnin sjálf sem eru á biðlistanum og foreldra þeirra um hvernig þau eru að höndla biðina? Ef ekki, hefur ráðherra áhuga á að ráðast í slíka úttekt? Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að vandi barna, sem fá ekki viðhlítandi sálfræði- og geðlæknaþjónustu, er líklegur til að vaxa. Barn, sem þarf að bíða lengi eftir nauðsynlegri þjónustu vegna andlegrar vanlíðunar, er í mun meiri áhættu á að grípa til örþrifaráða eins og sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana. Á meðan á langri bið stendur getur mál sem flokkað er að „þoli bið“ orðið að bráðamáli. Fullvíst er að þegar mál er orðið að bráðamáli hefur vandinn átt sér aðdraganda og fengið að krauma á meðan á bið eftir þjónustu stendur. Bið getur kostað líf og því miður hefur það jafnvel raungerst. Ráðherra svaraði svona (orðrétt af vef Alþingis): Svar ráðherra var hvorki já né nei en hann fullyrti að mikið væri búið að gera í þessum málaflokki og margt fleira biði. „Mikil grunnvinna hafi farið fram á milli heilbrigðisráðuneytis og þáverandi félagsmálaráðuneytis og að þetta væri hluti af við grundvallarskipulagsbreytingar í málefnum barna vegna þess að allt eru þetta þriðja stigs úrræði og það sem við reiknum með er að þegar við innleiðum farsældarlöggjöfina, með aukna áherslu á fyrsta og annars stigs úrræði, muni að einhverju leyti draga úr þörfinni fyrir þriðja stigs úrræði, auk þess sem aukið samtal á milli kerfa mun líka draga úr þrýstingnum þarna á. En þarna þarf að bregðast við. Við höfum verið með vinnu í gangi við það og ég vænti þess að við förum að sjá aðgerðir koma fram í því efni. En missum ekki sjónar á því að það er mikilvægt að bregðast við áfram á fyrsta og öðru stigi vegna þess að til lengri tíma dregur það úr þörfinni fyrir þriðja stigs úrræði.“ Þá vitum við það en á meðan bíða börnin og biðlistar lengjast með hverjum degi. Við það er ekki hægt að una Höfundur er varaþingmaður og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun