Viðskipti innlent

66°Norður, Blush, Kerecis og Lucinity valin bestu vöru­merkin

Eiður Þór Árnason skrifar
66°Norður hlaut verðlaun í flokki vörumerkja á einstaklingsmarkaði með fleiri en 50 starfsmenn og Blush með 49 og færri. 
66°Norður hlaut verðlaun í flokki vörumerkja á einstaklingsmarkaði með fleiri en 50 starfsmenn og Blush með 49 og færri.  Aðsend

66°Norður, Blush, Kerecis og Lucinity voru í dag útnefnd Bestu íslensku vörumerkin 2021. Þetta er í annað sinn sem vörumerkjastofan brandr veitir verðlaunin sem fara til þeirra vörumerkja sem eru talin skara fram úr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar.

Viðurkenningin er veitt í fjórum flokkum, sem er skipt upp eftir starfsmannafjölda og því hvort vörumerkin starfi á einstaklings- eða fyrirtækjamarkaði.

„Með viðurkenningunum vill brandr efla umræðu um mik­il­vægi góðrar vörumerkja­stefnu og veita þeim fyrirtækjum viðurkenningu sem stóðu sig best á þessu sviði á nýliðnu ári,“ segir í tilkynningu frá brandr.

Í október var kallað eftir tillögum frá almenningi og valnefnd, sem skipuð er fimmtíu sérfræðing­um úr at­vinnu­líf­inu og fræðasam­fé­lag­inu.

Í kjölfarið var óskað eftir því að tilnefnd vörumerkjum skiluðu inn gögnum og kynningu. Niðurstöður kannanna og einkunnargjafar valnefndar sker svo úr hvert sterkasta vörumerkið er í hverjum flokki.

Kerecis vann í flokki vörumerkja á fyrirtækjamarkaði með fleiri en 50 starfsmenn.Aðsend
Lucinity hlaut verðlaun í flokki vörumerkja á fyrirtækjamarkaði með 49 starfsmenn eða færri.Aðsend

Tengdar fréttir

Bein út­sending: Bestu ís­lensku vöru­merkin

Vörumerkja­stof­an brandr mun útnefna „Bestu ís­lensku vörumerkin“ í annað sinn klukkan 12 í dag. Viðurkenningar eru veittar í fjór­um flokk­um, sem er skipt upp eft­ir starfs­manna­fjölda og því hvort vörumerk­in starfi á ein­stak­lings- eða fyr­ir­tækja­markaði. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan.

Bestu vörumerkin 2020: Ekki nóg að mæta fínn í partí

Það myndaðist góð stemning víða þegar viðurkenningar voru veittar fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2020, en viðurkenningin var veitt rafrænt þann 25.febrúar síðastliðinn. Hjá mörgum tilnefndum fyrirtækjum hafði starfsfólk komið sér fyrir saman fyrir framan skjá og fylgdu húrrahróp og mikið klapp hjá þeim sem hlutu viðurkenningu. Hjá einstaka viðurkenningarhafa var jafnvel skálað í kampavíni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×