Arionbanki ræðst að leigjendum Gunnar Smári Egilsson skrifar 9. febrúar 2022 12:30 Á Facebook er hópur sem heitir Leiga, hópur sem varð til vegna vanþroska íslensks leigumarkaðar við að aðstoða fólk í húsnæðisleit. Arionbanki náði síðan undir sig þessum hópi í gegnum dótturfyrirtæki sitt Leiguskjól, enn eitt fyrirtækið sem vill græða á neyð leigjenda á leigumarkaði, markaði sem stjórnvöld hafa svikist um að regluvæða og móta. Leigjandinn Guðmundur Hrafn Arngrímsson er leigjandi sem í haust tók þátt í að endurreisa Samtök leigjenda á Íslandi og er þar gjaldkeri í stjórn. Hann heldur úti vikulegu vídeó-hlaðvarpi um leigumarkaðinn hér heima og baráttu leigjenda um allan heim. Þetta er magnað starf hjá Guðmundi Hrafni sem dregur fram hversu mikil áhrif samstillt barátta leigjenda hefur haft víða um heim og getur þar af leiðandi haft hérlendis. Hér má nálgast þættina: Leigjandinn. Guðmundur Hrafn hefur verið meðlimur í hópnum Leiga lengi og tekið þar þátt í umræðu. Sem skiljanlega snýst oft um okurverð, enda er það helsta einkenni markaðarins. Þetta er markaður þar sem um 30 þúsund fjölskyldur eru dæmdar til að færa leigusala sínum hverja einustu krónu sem þær hafa aflögu og margar fjölskyldur meira en það. Okur á leigumarkaði er helsta ástæða fátæktar á Íslandi. Okrið er það einstaka mál sem veldur mestum efnahagslegum skaða hjá fjölskyldum með meðaltekjur og þar undir. Þetta er efnahagslegur svarti dauði og okrararnir eru rotturnar sem bera hann út. Kúgarinn Þrátt fyrir að vera annálaður heiðursmaður í samskiptum og kurteis með afbrigðum í viðræðum hafa senditíkur Arionsbanka nú hent Guðmundi Hrafni út úr hópnum Leiga og sett hann þar í bann, eins og hann sé sakamaður dæmdur til útlegðar. Ástæðan er að í gær settiu Samtök leigjenda á Íslandi fram reiknivél viðmiðunarverðs leigu, sem sýndi hvert eðlilegt leiguverð og okurmörk væru á siðuðum leigumarkaði þar sem félagasamtök og þolinmótt fjármagn mótuðu markaðinn en ekki blóðsugur, okrarar og braskarar, sem njóta serstaks stuðnings stjórnvalda; ríkisstjórnar sem og sveitastjórna. Reiknivélin má nálgast hér: Reiknivél viðmiðunarverðs. Svona reiknivélar eru í öllum siðuðum löndum mikilvægt tæki til að hemja okrið og innleiða siðaðri viðskiptahætti inn á húsnæðismarkað, sem alls staðar er litið á sem sérstakan markað með einstaka vöru. Alls staðar er litið svo á að húsnæði sé ekki eins og hver önnur markaðsvara heldur lífsnauðsyn sem allt fólk á rétt á. Það eru mannréttindi að hafa aðgengi að öruggu og ódýru húsnæði. Það er forsenda skaplegs samfélags. Þannig er litið á málið um allan heim. Nema á Íslandi. Hér hefur okrurunum verið sigað á leigjendur. Og stjórnvöld hvetja þá áfram, taka skýra afstöðu um að þau séu með okrurum í liði en ekki leigjendum. Átökin Svona eru átökin í íslensku samfélagi. Þegar leigjendur rísa upp gegn kúgurum sínum þá nota þau, sem hagnast á stjórnlausum leigumarkaði, afl sitt til að berja þá niður. Markmiðið er að siða þá til; einangra forystufólkið, rægja það þar sem það getur ekki varið sig; berja það niður svo annað fólk hrökkvi við og veigri sér við að taka þátt í réttlætisbaráttunni. Samfélag þar sem Arionbanki, okurstofnun sem hefur það að markmiði að soga 80 milljarða króna upp úr íslensku samfélagi og færa eigendum sínum, beitir afli sínu til að þagga niður í Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, einstaklingi úti í bæ sem á enga sjóði, leigjenda sem berst fyrir mesta réttlætismáli okkar tíma, að leigjendur sameinist gegn því óréttlæti sem þeir eru beittir; samfélag sem lætur svona nokkuð viðgangast er illt samfélag og getur ekkert annað en versnað. Ef þið viljið styðja Guðmund Hrafn og leigjendur ættuð þið að ganga út úr þessari áróðursgrúbbu Arionbanka á Facebook, ef þið eruð þar. Og þið líka ættuð að ganga í Samtök leigjenda til að styðja baráttu Guðmundar Hrafns og allra leigjenda. Það má gera hér: Skráning. Höfundur er leigjandi og ritari stjórnar Samtaka leigjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Leigumarkaður Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á Facebook er hópur sem heitir Leiga, hópur sem varð til vegna vanþroska íslensks leigumarkaðar við að aðstoða fólk í húsnæðisleit. Arionbanki náði síðan undir sig þessum hópi í gegnum dótturfyrirtæki sitt Leiguskjól, enn eitt fyrirtækið sem vill græða á neyð leigjenda á leigumarkaði, markaði sem stjórnvöld hafa svikist um að regluvæða og móta. Leigjandinn Guðmundur Hrafn Arngrímsson er leigjandi sem í haust tók þátt í að endurreisa Samtök leigjenda á Íslandi og er þar gjaldkeri í stjórn. Hann heldur úti vikulegu vídeó-hlaðvarpi um leigumarkaðinn hér heima og baráttu leigjenda um allan heim. Þetta er magnað starf hjá Guðmundi Hrafni sem dregur fram hversu mikil áhrif samstillt barátta leigjenda hefur haft víða um heim og getur þar af leiðandi haft hérlendis. Hér má nálgast þættina: Leigjandinn. Guðmundur Hrafn hefur verið meðlimur í hópnum Leiga lengi og tekið þar þátt í umræðu. Sem skiljanlega snýst oft um okurverð, enda er það helsta einkenni markaðarins. Þetta er markaður þar sem um 30 þúsund fjölskyldur eru dæmdar til að færa leigusala sínum hverja einustu krónu sem þær hafa aflögu og margar fjölskyldur meira en það. Okur á leigumarkaði er helsta ástæða fátæktar á Íslandi. Okrið er það einstaka mál sem veldur mestum efnahagslegum skaða hjá fjölskyldum með meðaltekjur og þar undir. Þetta er efnahagslegur svarti dauði og okrararnir eru rotturnar sem bera hann út. Kúgarinn Þrátt fyrir að vera annálaður heiðursmaður í samskiptum og kurteis með afbrigðum í viðræðum hafa senditíkur Arionsbanka nú hent Guðmundi Hrafni út úr hópnum Leiga og sett hann þar í bann, eins og hann sé sakamaður dæmdur til útlegðar. Ástæðan er að í gær settiu Samtök leigjenda á Íslandi fram reiknivél viðmiðunarverðs leigu, sem sýndi hvert eðlilegt leiguverð og okurmörk væru á siðuðum leigumarkaði þar sem félagasamtök og þolinmótt fjármagn mótuðu markaðinn en ekki blóðsugur, okrarar og braskarar, sem njóta serstaks stuðnings stjórnvalda; ríkisstjórnar sem og sveitastjórna. Reiknivélin má nálgast hér: Reiknivél viðmiðunarverðs. Svona reiknivélar eru í öllum siðuðum löndum mikilvægt tæki til að hemja okrið og innleiða siðaðri viðskiptahætti inn á húsnæðismarkað, sem alls staðar er litið á sem sérstakan markað með einstaka vöru. Alls staðar er litið svo á að húsnæði sé ekki eins og hver önnur markaðsvara heldur lífsnauðsyn sem allt fólk á rétt á. Það eru mannréttindi að hafa aðgengi að öruggu og ódýru húsnæði. Það er forsenda skaplegs samfélags. Þannig er litið á málið um allan heim. Nema á Íslandi. Hér hefur okrurunum verið sigað á leigjendur. Og stjórnvöld hvetja þá áfram, taka skýra afstöðu um að þau séu með okrurum í liði en ekki leigjendum. Átökin Svona eru átökin í íslensku samfélagi. Þegar leigjendur rísa upp gegn kúgurum sínum þá nota þau, sem hagnast á stjórnlausum leigumarkaði, afl sitt til að berja þá niður. Markmiðið er að siða þá til; einangra forystufólkið, rægja það þar sem það getur ekki varið sig; berja það niður svo annað fólk hrökkvi við og veigri sér við að taka þátt í réttlætisbaráttunni. Samfélag þar sem Arionbanki, okurstofnun sem hefur það að markmiði að soga 80 milljarða króna upp úr íslensku samfélagi og færa eigendum sínum, beitir afli sínu til að þagga niður í Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, einstaklingi úti í bæ sem á enga sjóði, leigjenda sem berst fyrir mesta réttlætismáli okkar tíma, að leigjendur sameinist gegn því óréttlæti sem þeir eru beittir; samfélag sem lætur svona nokkuð viðgangast er illt samfélag og getur ekkert annað en versnað. Ef þið viljið styðja Guðmund Hrafn og leigjendur ættuð þið að ganga út úr þessari áróðursgrúbbu Arionbanka á Facebook, ef þið eruð þar. Og þið líka ættuð að ganga í Samtök leigjenda til að styðja baráttu Guðmundar Hrafns og allra leigjenda. Það má gera hér: Skráning. Höfundur er leigjandi og ritari stjórnar Samtaka leigjenda.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun