Saman að settu marki Almar Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2022 11:00 Ég hef lengi tekið þátt íþrótta- og æskulýðsstarf, sem iðkandi, foreldri, stjórnarmaður og ekki síst stuðningsmaður. Ég brenn fyrir því að Garðabær haldi forystu á þessu sviði. Íþróttir, útivist og öflugt félagastarf eru meðal þess sem einkennir Garðabæ. Við höfum sett stefnuna á heilsueflandi samfélag, þar sem íþróttir, hreyfing og útivist eru í forgrunni. Nýtum kraftinn í frjálsum félögum Þessi greinarstúfur myndi ekki endast mér til að telja upp þau frjálsu félög sem standa að samfélaginu hér í Garðabæ. Ég leyfi mér þó að nefna sem dæmi ungmennafélög, golfklúbba, hestamannafélög, siglingaklúbb, skátahreyfinguna, félög eldri borgara og fjölda góðgerðafélaga. Hinn brennandi kraftur og elja sjálfboðaliða í félögunum knýr áfram framfarir og það er hlutverk sveitarfélagsins að ýta undir þá krafta. Samvinnu sveitarfélagsins og frjálsra félaga má þróa þannig að þau taki virkari þátt í tómstundastarfi barna með þjónustu utan skólatíma og með því að flétta barnastarfið betur inn í hefðbundið skólastarf. Börn vaxa að endingu úr grasi og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að með smávægilegum lífsstílsbreytingum má stórefla lífsgæði okkar sem teljast fullorðin. Því þarf Garðabær að vinna áfram að því markmiði að vera í forystu þegar kemur að faglegri vinnu til heilsueflingar eldri borgara. Þá má ekki gleyma að styðja við afreksstarfið, þar sem fyrirmyndirnar verða til sem aftur auka áhuga og elju þeirra sem yngri eru. Uppbyggingu aðstöðu lýkur aldrei Um þessar mundir fögnum við opnun Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri. Íþróttaaðstaðan sem fyrir er í bænum hefur líka verið endurbætt undanfarin misseri. Uppbyggingu góðrar aðstöðu lýkur þó aldrei og er áætlað að við Miðgarð rísi síðar tvö íþróttahús og knattspyrnuleikvangur. Við munum byggja íþróttahús og sundlaug við Urriðaholtsskóla, flytja golfvöllinn á Álftanesi og þróa aðra golfvelli áfram. Það er líka mikilvægt að fjölbreytnin og hinar almennu íþróttir fái notið sín. Áframhaldandi uppbygging á stígakerfi, hvort sem er í upplandinu úti við strendur eða þar á milli, er mikilvæg fyrir vaxandi fjölda gangandi, hjólandi og hlaupandi. Einnig þarf að huga að uppbyggingu reiðstíga fyrir hestamenn og auka tækifæri fyrir ástundun vatnaíþrótta svo dæmi séu tekin. Ekki verður allt gert í einu en í Garðabæ verður metnaðurinn að ráða för í góðu jafnvægi við gott skipulag og skynsamlegar áætlanir. Útivist og íþróttir fyrir allaÍ þjónustu við íbúa til framtíðar þurfum við að byggja á því sem er gott í okkar samfélagi. Með samvinnu félagasamtaka, íþróttafélaga og sveitarfélagsins verður hægt að gera Garðabæ að enn betri stað til að búa á. Sem langhlaupari veit ég að endamarkmiðið er ekki árangur dagsins í dag heldur þarf stöðugt að vinna að enn betri árangri. Það gerum við með metnaðarfullum markmiðum og samvinnu.Höfundur er bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Almar Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi tekið þátt íþrótta- og æskulýðsstarf, sem iðkandi, foreldri, stjórnarmaður og ekki síst stuðningsmaður. Ég brenn fyrir því að Garðabær haldi forystu á þessu sviði. Íþróttir, útivist og öflugt félagastarf eru meðal þess sem einkennir Garðabæ. Við höfum sett stefnuna á heilsueflandi samfélag, þar sem íþróttir, hreyfing og útivist eru í forgrunni. Nýtum kraftinn í frjálsum félögum Þessi greinarstúfur myndi ekki endast mér til að telja upp þau frjálsu félög sem standa að samfélaginu hér í Garðabæ. Ég leyfi mér þó að nefna sem dæmi ungmennafélög, golfklúbba, hestamannafélög, siglingaklúbb, skátahreyfinguna, félög eldri borgara og fjölda góðgerðafélaga. Hinn brennandi kraftur og elja sjálfboðaliða í félögunum knýr áfram framfarir og það er hlutverk sveitarfélagsins að ýta undir þá krafta. Samvinnu sveitarfélagsins og frjálsra félaga má þróa þannig að þau taki virkari þátt í tómstundastarfi barna með þjónustu utan skólatíma og með því að flétta barnastarfið betur inn í hefðbundið skólastarf. Börn vaxa að endingu úr grasi og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að með smávægilegum lífsstílsbreytingum má stórefla lífsgæði okkar sem teljast fullorðin. Því þarf Garðabær að vinna áfram að því markmiði að vera í forystu þegar kemur að faglegri vinnu til heilsueflingar eldri borgara. Þá má ekki gleyma að styðja við afreksstarfið, þar sem fyrirmyndirnar verða til sem aftur auka áhuga og elju þeirra sem yngri eru. Uppbyggingu aðstöðu lýkur aldrei Um þessar mundir fögnum við opnun Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri. Íþróttaaðstaðan sem fyrir er í bænum hefur líka verið endurbætt undanfarin misseri. Uppbyggingu góðrar aðstöðu lýkur þó aldrei og er áætlað að við Miðgarð rísi síðar tvö íþróttahús og knattspyrnuleikvangur. Við munum byggja íþróttahús og sundlaug við Urriðaholtsskóla, flytja golfvöllinn á Álftanesi og þróa aðra golfvelli áfram. Það er líka mikilvægt að fjölbreytnin og hinar almennu íþróttir fái notið sín. Áframhaldandi uppbygging á stígakerfi, hvort sem er í upplandinu úti við strendur eða þar á milli, er mikilvæg fyrir vaxandi fjölda gangandi, hjólandi og hlaupandi. Einnig þarf að huga að uppbyggingu reiðstíga fyrir hestamenn og auka tækifæri fyrir ástundun vatnaíþrótta svo dæmi séu tekin. Ekki verður allt gert í einu en í Garðabæ verður metnaðurinn að ráða för í góðu jafnvægi við gott skipulag og skynsamlegar áætlanir. Útivist og íþróttir fyrir allaÍ þjónustu við íbúa til framtíðar þurfum við að byggja á því sem er gott í okkar samfélagi. Með samvinnu félagasamtaka, íþróttafélaga og sveitarfélagsins verður hægt að gera Garðabæ að enn betri stað til að búa á. Sem langhlaupari veit ég að endamarkmiðið er ekki árangur dagsins í dag heldur þarf stöðugt að vinna að enn betri árangri. Það gerum við með metnaðarfullum markmiðum og samvinnu.Höfundur er bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar