Pabbinn segir aumt hjá belgískum miðlum að ætla að eigna sér Verstappen Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2022 16:00 Feðgarnir Jos og Max Verstappen í Abú Dabí í desember eftir að Max hafði tryggt sér heimsmeistaratitilinn með ótrúlega dramatískum hætti. Getty/Mark Thompson Pabbi Max Verstappen, heimsmeistarans í Formúlu 1 kappakstri, segir skiljanlegt að fleiri sýni nú syni hans áhuga en áður. Belgískir fjölmiðlar hafi hins vegar engan rétt á að reyna að „eigna“ sér kappann eftir að hafa sýnt honum algjört áhugaleysi um árabil. Jos, pabbi Max Verstappen, er hollenskur og Max hefur ávallt keppt undir hollenska fánanum, með appelsínugula stuðningsmannahópa við brautina. Mamma hans, Sophie, er hins vegar belgísk og eftir ævintýralega baráttu Max Verstappen og Lewis Hamilton á síðasta keppnistímabili, sem lauk með sigri Verstappen á lokahring í síðustu keppni og hans fyrsta heimsmeistaratitli, virðast belgískir fjölmiðlar hafa reynt að gera kappann að „sínum“. „Það vilja allir eiga hlut í Max þessa stundina,“ sagði pabbi hans, Jos, við hollenska blaðið De Telegraaf. Max Verstappen fagnar heimsmeistaratitlinum, með hollenska fánann í höndunum að vanda.Getty/Cristiano Barni „Vissulega er það gott hrós fyrir hann. Hann hefur staðið sig ótrúlega vel, innan brautar sem utan. Hann kemur vel fyrir, er með ómengaðan huga og trúr sjálfum sér. Þess vegna skil ég að margir séu stoltir, og auðvitað er ég það. En sumu á ég erfitt með að kyngja. Til að mynda er Max allt í einu orðinn belgískur í augum belgískra fjölmiðla. Mér finnst það vera frekar aumt,“ sagði Jos. „Við höfum keppt árum saman en allt þar til fyrir nokkrum mánuðum þá var lítið sem ekkert skrifað um hann [Max] í Belgíu og núna láta þeir allt í einu eins og þeir eigi hann. Þannig lít ég alls ekki á þetta,“ sagði Jos Verstappen. Titilvörn Max Verstappen hefst í Barein helgina 18.-20. mars. Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jos, pabbi Max Verstappen, er hollenskur og Max hefur ávallt keppt undir hollenska fánanum, með appelsínugula stuðningsmannahópa við brautina. Mamma hans, Sophie, er hins vegar belgísk og eftir ævintýralega baráttu Max Verstappen og Lewis Hamilton á síðasta keppnistímabili, sem lauk með sigri Verstappen á lokahring í síðustu keppni og hans fyrsta heimsmeistaratitli, virðast belgískir fjölmiðlar hafa reynt að gera kappann að „sínum“. „Það vilja allir eiga hlut í Max þessa stundina,“ sagði pabbi hans, Jos, við hollenska blaðið De Telegraaf. Max Verstappen fagnar heimsmeistaratitlinum, með hollenska fánann í höndunum að vanda.Getty/Cristiano Barni „Vissulega er það gott hrós fyrir hann. Hann hefur staðið sig ótrúlega vel, innan brautar sem utan. Hann kemur vel fyrir, er með ómengaðan huga og trúr sjálfum sér. Þess vegna skil ég að margir séu stoltir, og auðvitað er ég það. En sumu á ég erfitt með að kyngja. Til að mynda er Max allt í einu orðinn belgískur í augum belgískra fjölmiðla. Mér finnst það vera frekar aumt,“ sagði Jos. „Við höfum keppt árum saman en allt þar til fyrir nokkrum mánuðum þá var lítið sem ekkert skrifað um hann [Max] í Belgíu og núna láta þeir allt í einu eins og þeir eigi hann. Þannig lít ég alls ekki á þetta,“ sagði Jos Verstappen. Titilvörn Max Verstappen hefst í Barein helgina 18.-20. mars.
Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira