Pabbinn segir aumt hjá belgískum miðlum að ætla að eigna sér Verstappen Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2022 16:00 Feðgarnir Jos og Max Verstappen í Abú Dabí í desember eftir að Max hafði tryggt sér heimsmeistaratitilinn með ótrúlega dramatískum hætti. Getty/Mark Thompson Pabbi Max Verstappen, heimsmeistarans í Formúlu 1 kappakstri, segir skiljanlegt að fleiri sýni nú syni hans áhuga en áður. Belgískir fjölmiðlar hafi hins vegar engan rétt á að reyna að „eigna“ sér kappann eftir að hafa sýnt honum algjört áhugaleysi um árabil. Jos, pabbi Max Verstappen, er hollenskur og Max hefur ávallt keppt undir hollenska fánanum, með appelsínugula stuðningsmannahópa við brautina. Mamma hans, Sophie, er hins vegar belgísk og eftir ævintýralega baráttu Max Verstappen og Lewis Hamilton á síðasta keppnistímabili, sem lauk með sigri Verstappen á lokahring í síðustu keppni og hans fyrsta heimsmeistaratitli, virðast belgískir fjölmiðlar hafa reynt að gera kappann að „sínum“. „Það vilja allir eiga hlut í Max þessa stundina,“ sagði pabbi hans, Jos, við hollenska blaðið De Telegraaf. Max Verstappen fagnar heimsmeistaratitlinum, með hollenska fánann í höndunum að vanda.Getty/Cristiano Barni „Vissulega er það gott hrós fyrir hann. Hann hefur staðið sig ótrúlega vel, innan brautar sem utan. Hann kemur vel fyrir, er með ómengaðan huga og trúr sjálfum sér. Þess vegna skil ég að margir séu stoltir, og auðvitað er ég það. En sumu á ég erfitt með að kyngja. Til að mynda er Max allt í einu orðinn belgískur í augum belgískra fjölmiðla. Mér finnst það vera frekar aumt,“ sagði Jos. „Við höfum keppt árum saman en allt þar til fyrir nokkrum mánuðum þá var lítið sem ekkert skrifað um hann [Max] í Belgíu og núna láta þeir allt í einu eins og þeir eigi hann. Þannig lít ég alls ekki á þetta,“ sagði Jos Verstappen. Titilvörn Max Verstappen hefst í Barein helgina 18.-20. mars. Formúla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Jos, pabbi Max Verstappen, er hollenskur og Max hefur ávallt keppt undir hollenska fánanum, með appelsínugula stuðningsmannahópa við brautina. Mamma hans, Sophie, er hins vegar belgísk og eftir ævintýralega baráttu Max Verstappen og Lewis Hamilton á síðasta keppnistímabili, sem lauk með sigri Verstappen á lokahring í síðustu keppni og hans fyrsta heimsmeistaratitli, virðast belgískir fjölmiðlar hafa reynt að gera kappann að „sínum“. „Það vilja allir eiga hlut í Max þessa stundina,“ sagði pabbi hans, Jos, við hollenska blaðið De Telegraaf. Max Verstappen fagnar heimsmeistaratitlinum, með hollenska fánann í höndunum að vanda.Getty/Cristiano Barni „Vissulega er það gott hrós fyrir hann. Hann hefur staðið sig ótrúlega vel, innan brautar sem utan. Hann kemur vel fyrir, er með ómengaðan huga og trúr sjálfum sér. Þess vegna skil ég að margir séu stoltir, og auðvitað er ég það. En sumu á ég erfitt með að kyngja. Til að mynda er Max allt í einu orðinn belgískur í augum belgískra fjölmiðla. Mér finnst það vera frekar aumt,“ sagði Jos. „Við höfum keppt árum saman en allt þar til fyrir nokkrum mánuðum þá var lítið sem ekkert skrifað um hann [Max] í Belgíu og núna láta þeir allt í einu eins og þeir eigi hann. Þannig lít ég alls ekki á þetta,“ sagði Jos Verstappen. Titilvörn Max Verstappen hefst í Barein helgina 18.-20. mars.
Formúla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira