Helga Vala furðar sig á feitum launum Boga í ljósi ríflegra ríkisstyrkja til Icelandair Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2022 12:00 Bogi lepur ekki dauðan úr skel en Helgu Völu þykir launakjör hans útúr öllu korti ekki síst ef litið er til þess að Icelandair er það fyrirtæki sem fékk milljarða úr ríkisstjóði í rekstrarstyrki. vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group fékk launagreiðslur sem nema 67,5 milljónum á síðasta ári eða sem nemur 5,6 milljónum króna á mánuði. Þessu til viðbótar fékk Bogi Nills tæpar 16 milljónir í lífeyrisgreiðslur, laun, hlunnindi og lífeyrisgreiðslur hans voru samtals liðlega 83 milljónir króna eða sem nemur tæpum 7 milljónum króna á mánuði. Þetta kom fram á Innherja á Vísi í gær og vísað til nýbirts ársreiknings Icelandair. Helgu Völu Helgadóttur þingmanni Samfylkingar þykir hér vel í lagt, ekki síst ef litið er til ríkisstyrkja sem Icelandair hefur þegið vegna tapreksturs. Helga Vala tjáir þessar skoðanir sínar tæpitungulaust í stuttum pistli á Facebook. „Í hvaða veruleika telst það eðlilegt að laun forstjóra hækki um nærri helming á sama tíma og sama fyrirtæki þiggur stórkostlegar fjárhæðir í stuðning frá skattgreiðendum í gegnum ríkissjóð og tapar á sama tima milljörðum?“ spyr Helga Vala. Icelandair notið ríkulegra ríkisstyrkja Þingmaðurinn telur vert að minna á að Bogi Nils beri sem forstjóri ábyrgð á því að fyrirtækið braut gegn skýrum lögum við uppsagnir og ráðningar flugfreyja, samanber niðurstöðu Félagsdóms fyrir skömmu síðan. „Og hefur auk þess talað um að launahækkanir almenns launafólks hafi verið út úr kortinu, en þykir á sama tíma eðlilegt að hækka mánaðarlaun sín og aðrar kjarabætur um milljónir í hverjum mánuði,“ segir Helga Vala. Kjarninn setti launahækkun Boga Nils í samhengi við ummæli hans um of háar hækkanir meðal almenns launafólks í umfjöllun sinni í gær. Þar kom fram að laun hans hefðu hækkað um tæplega helming í fyrra. Icelandair Group tapaði tæplega 14 milljörðum á síðasta ári. Bálreiður verkalýðsleiðtogi Icelandair er það fyrirtæki sem hlaut á síðasta ári lang mestan stuðning úr ríkissjóði á síðasta ári vegna svokallaðrar greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti eða 3,6 milljarða króna. Helga Vala er ekki ein um að furða sig á þessu því sem hún og aðrir telja misræmi í afstöðu. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi er bálreiður. Og fær útrás fyrir það í pistli sem hann skrifar um sama mál á sinni Facebook-síðu. Hann gengur svo langt að segja Boga að halda kjafti. Icelandair Kjaramál Alþingi Samfylkingin Kauphöllin Tengdar fréttir Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Þessu til viðbótar fékk Bogi Nills tæpar 16 milljónir í lífeyrisgreiðslur, laun, hlunnindi og lífeyrisgreiðslur hans voru samtals liðlega 83 milljónir króna eða sem nemur tæpum 7 milljónum króna á mánuði. Þetta kom fram á Innherja á Vísi í gær og vísað til nýbirts ársreiknings Icelandair. Helgu Völu Helgadóttur þingmanni Samfylkingar þykir hér vel í lagt, ekki síst ef litið er til ríkisstyrkja sem Icelandair hefur þegið vegna tapreksturs. Helga Vala tjáir þessar skoðanir sínar tæpitungulaust í stuttum pistli á Facebook. „Í hvaða veruleika telst það eðlilegt að laun forstjóra hækki um nærri helming á sama tíma og sama fyrirtæki þiggur stórkostlegar fjárhæðir í stuðning frá skattgreiðendum í gegnum ríkissjóð og tapar á sama tima milljörðum?“ spyr Helga Vala. Icelandair notið ríkulegra ríkisstyrkja Þingmaðurinn telur vert að minna á að Bogi Nils beri sem forstjóri ábyrgð á því að fyrirtækið braut gegn skýrum lögum við uppsagnir og ráðningar flugfreyja, samanber niðurstöðu Félagsdóms fyrir skömmu síðan. „Og hefur auk þess talað um að launahækkanir almenns launafólks hafi verið út úr kortinu, en þykir á sama tíma eðlilegt að hækka mánaðarlaun sín og aðrar kjarabætur um milljónir í hverjum mánuði,“ segir Helga Vala. Kjarninn setti launahækkun Boga Nils í samhengi við ummæli hans um of háar hækkanir meðal almenns launafólks í umfjöllun sinni í gær. Þar kom fram að laun hans hefðu hækkað um tæplega helming í fyrra. Icelandair Group tapaði tæplega 14 milljörðum á síðasta ári. Bálreiður verkalýðsleiðtogi Icelandair er það fyrirtæki sem hlaut á síðasta ári lang mestan stuðning úr ríkissjóði á síðasta ári vegna svokallaðrar greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti eða 3,6 milljarða króna. Helga Vala er ekki ein um að furða sig á þessu því sem hún og aðrir telja misræmi í afstöðu. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi er bálreiður. Og fær útrás fyrir það í pistli sem hann skrifar um sama mál á sinni Facebook-síðu. Hann gengur svo langt að segja Boga að halda kjafti.
Icelandair Kjaramál Alþingi Samfylkingin Kauphöllin Tengdar fréttir Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13