Vorum ekkert að reyna standa í vegi fyrir honum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. febrúar 2022 21:15 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Valur sigraði Víking 33-19 í kvöld í Olís-deild karla í handbolta. Með sigrinum komu Valsmenn sér upp í annað sæti deildarinnar. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals var ánægður að leik loknum. „Stórsigur, öruggur sigur. Ánægður með mitt lið. Það tók smá tíma að brjóta þá á bak aftur, en vorum með gott forskot í hálfleik og rúlluðum vel á liðinu. Samt alltaf erfitt svona að byrja eftir langa pásu. Janúar, eins og hjá mörgum öðrum liðum verið skrautlegur út af COVID og öðru. Við misstum menn til Ungverjalands og annað slíkt. Það hefur verið erfitt að púsla þessu saman. Ég er ánægður hvernig við tækluðum þennan leik.“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals segir gríðarlega gott að fá Róbert Aron Horstet aftur inn í liðið eftir aðgerð sem hann fór í síðasta haust, sérstaklega eftir brotthvarf Tuma Steins Rúnarssonar út í atvinnumennsku. „Hann var náttúrulega bara að spila vörn í dag og tók hraðaupphlaupin. Við erum bara svona að reyna, eða bara gera þetta í þeim skrefum sem við eigum að gera í samráði við sjúkraþjálfara og annað. Hann er bara á fínu róli, getur kannski ekki alveg beitt sér 100 prósent sóknarlega en það er bara allt í lagi. Þetta tekur bara sinn tíma. Hann er á réttri leið. Það er gríðarlega gott að fá hann bara inn í varnarleikinn, hann er einn af betri varnarmönnum deildarinnar og styrkir okkur klárlega þar. Tumi er farinn við þurfum bara aðeins að finna riðmann í því. Hann var lykilleikmaður hjá okkur, það tekur alltaf smá tíma til að púsla hlutunum saman eftir að hafa misst leikmann. Við finnum út úr því.“ Aðspurður hvort félagsskipti Tuma Steins Rúnarssonar hafi borið brátt að, þá hafði Snorri Steinn þetta að segja. „Þegar þú missir leikmann í janúar, lykilmann, þá ber það yfirleitt brátt að. Það var bara lið út í Þýskalandi sem sýndi honum áhuga og hann var mjög spenntur fyrir því. Við vorum ekkert að reyna standa í vegi fyrir honum, ég vildi ekkert missa hann en ég vildi heldur ekkert taka þetta tækifæri frá honum. Honum leist vel á það og Valur fékk einhverja greiðslu fyrir. Já, við reyndum klárlega að fara fá leikmenn, en það gekk því miður ekki eftir.“ Valmenn fara til Vestmannaeyja um næstu helgi og lýst Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara Vals vel á það einvígi. „Bara eins og flestir leikir, bara vel. Erfitt að fara til eyja alltaf en gaman líka. Gott að vera komnir á stað aftur eftir langa pásu og janúar er yfirleitt rosalega leiðinlegur, svona æfingalega séð, nema þegar við vorum í Tókýó, það var mjög fínt. Við erum bara brattir.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Valur Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
„Stórsigur, öruggur sigur. Ánægður með mitt lið. Það tók smá tíma að brjóta þá á bak aftur, en vorum með gott forskot í hálfleik og rúlluðum vel á liðinu. Samt alltaf erfitt svona að byrja eftir langa pásu. Janúar, eins og hjá mörgum öðrum liðum verið skrautlegur út af COVID og öðru. Við misstum menn til Ungverjalands og annað slíkt. Það hefur verið erfitt að púsla þessu saman. Ég er ánægður hvernig við tækluðum þennan leik.“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals segir gríðarlega gott að fá Róbert Aron Horstet aftur inn í liðið eftir aðgerð sem hann fór í síðasta haust, sérstaklega eftir brotthvarf Tuma Steins Rúnarssonar út í atvinnumennsku. „Hann var náttúrulega bara að spila vörn í dag og tók hraðaupphlaupin. Við erum bara svona að reyna, eða bara gera þetta í þeim skrefum sem við eigum að gera í samráði við sjúkraþjálfara og annað. Hann er bara á fínu róli, getur kannski ekki alveg beitt sér 100 prósent sóknarlega en það er bara allt í lagi. Þetta tekur bara sinn tíma. Hann er á réttri leið. Það er gríðarlega gott að fá hann bara inn í varnarleikinn, hann er einn af betri varnarmönnum deildarinnar og styrkir okkur klárlega þar. Tumi er farinn við þurfum bara aðeins að finna riðmann í því. Hann var lykilleikmaður hjá okkur, það tekur alltaf smá tíma til að púsla hlutunum saman eftir að hafa misst leikmann. Við finnum út úr því.“ Aðspurður hvort félagsskipti Tuma Steins Rúnarssonar hafi borið brátt að, þá hafði Snorri Steinn þetta að segja. „Þegar þú missir leikmann í janúar, lykilmann, þá ber það yfirleitt brátt að. Það var bara lið út í Þýskalandi sem sýndi honum áhuga og hann var mjög spenntur fyrir því. Við vorum ekkert að reyna standa í vegi fyrir honum, ég vildi ekkert missa hann en ég vildi heldur ekkert taka þetta tækifæri frá honum. Honum leist vel á það og Valur fékk einhverja greiðslu fyrir. Já, við reyndum klárlega að fara fá leikmenn, en það gekk því miður ekki eftir.“ Valmenn fara til Vestmannaeyja um næstu helgi og lýst Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara Vals vel á það einvígi. „Bara eins og flestir leikir, bara vel. Erfitt að fara til eyja alltaf en gaman líka. Gott að vera komnir á stað aftur eftir langa pásu og janúar er yfirleitt rosalega leiðinlegur, svona æfingalega séð, nema þegar við vorum í Tókýó, það var mjög fínt. Við erum bara brattir.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Valur Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira