Viðskipti innlent

Barst einungis til­kynning um hóp­upp­sögn hjá The Reykja­vík Edition

Eiður Þór Árnason skrifar
Hótelið opnaði undir lok seinasta árs. 
Hótelið opnaði undir lok seinasta árs.  Vísir

Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í janúar þar sem 27 starfsmönnum var sagt upp störfum í gististaða- og veitingahúsarekstri.

Mbl.is greindi frá því fyrir helgi að lúxushótelið The Reykjavík Edition, sem er rekið er í samstarfi við Marriott-keðjuna, hafi sagt upp 27 starfsmönnum.

Uppsagnirnar taka gildi á tímabilinu febrúar til maí 2022. Mbl.is hefur eftir Denn­is Jung, fram­kvæmda­stjóra hót­els­ins, að ástæða upp­sagn­anna sé minnk­andi eft­ir­spurn eft­ir gist­ingu vegna ómíkron bylgju kórónuveirufaraldursins og þau áhrif sem harðar sóttvarnareglur hafi haft á ferðaþjón­ustuna. Eftirspurn hafi því ekki staðið undir væntingum.


Tengdar fréttir

Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur

Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×